Færslur: efnavopn

Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Segir 2.500 - 3.000 úkraínska hermenn hafa fallið
Loftvarnasírenur glumdu í flestum héruðum Úkraínu í morgunsárið og fregnir hafa borist af sprengingum í höfuðborginni Kænugarði og borginni Lviv í landinu vestanverðu. Úkraínuforseti segir að á milli 2.500 og 3.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu til þessa og varar við því að Rússar kunni að beita efna- eða kjarnorkuvopnum.
Ekki hægt að fullyrða neitt um efnavopnanotkun
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segist ekki geta fullyrt það með vissu, að efnavopnum hafi verið beitt í sókn Rússa að hinni umkringdu hafnarborg Mariupol. „Við tökum tilkynningar gærdagsins um að efnavopn hafi mögulega verið notuð í borginni mjög alvarlega,“ sagði forsetinn í ávarpi sem sent var út í gær, „en við getum enn ekki fullyrt það með 100 prósent vissu hvað um var að ræða.“
13.04.2022 - 04:54
Rannsaka hvort Rússar beittu efnavopnum í Mariupol
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti kveðst vera uggandi yfir mögulegum efnavopnaárásum Rússa og að fregnum af mögulegum undirbúningi slíkra árása beri að taka afar alvarlega. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort efnavopnum hafi verið beitt í landinu.