Færslur: Efnahagsþvinganir

Rússar keyra til Finnlands og fljúga þaðan innan Evrópu
Lúxusbílar með rússneskar númeraplötur hafa verið óvenjuáberandi á götum Finnlands að undanförnu. Hundruð bíla á bílastæði við alþjóðaflugvöllinn í Helsinki eru rússneskir.
Telja að sjötti liður viðskiptaþvingana vegi þungt
Sjötti samningur aðildarríkja Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir gegn Rússum, tók gildi í dag, föstudag. Í þessum sjötta lið þvingana herða sambandsríkin enn frekar að rússneskri olíu, bönkum og háttsettum embættismönnum innan rússneska hersins, í þeim tilgangi að draga úr hernaðarmætti ríkisins og binda enda á stríðið í Úkraínu.
Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.
Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
„Úkraína á heima í þessarri evrópsku fjölskyldu“
Charles Michel forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að skref verði stigin án tafar til að tryggja vinabönd og stuðning við vegferð Úkraínu inn í Evrópu. Umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu fær þó ekki sérstaka hraðmeðferð líkt og farið var fram á.
Lögregla skoðar jafnvel síma vegfarenda í Moskvu
Sendiherra Íslands í Rússlandi segir áhrif efnahagsþvingana nokkuð greinileg í landinu sem og eftirlit lögreglu með borgurum. Lögreglan stoppi jafnvel borgara til að spyrja um skilríki og skoða í símana þeirra. Hann segir fréttaflutning af innrásinni í Úkraínu mjög einhliða og búið sé að hefta mjög aðgang að samfélagsmiðlum og erlendum fréttum.
07.03.2022 - 09:32
Þurfum að sætta okkur við kostnað efnahagsþvingana
Fjármálaráðherra segir að Íslendingar verði að sætta sig við áhrif af efnahagsþvingunum gegn Rússum. Þvinganir sem beitt var 2014 hafi verið of bitlausar. Þó heildaráhrif á íslenskan efnahag séu takmörkuð séu þau veruleg fyrir einstök tækni- og þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi.
Ringulreið á rússneskum fjármálamarkaði
Efnahagsþvinganir gegn Rússlandi hafa valdið ringulreið í fjármálakerfinu þar í landi. Kauphöllin var lokuð í dag. Gengi rúblunnar hríðféll og raðir myndast við hraðbanka til að taka út reiðufé. 
28.02.2022 - 19:08