Færslur: Efnahagsmál og viðskipti

Aukning í nýskráningu bíla í júlí
Ríflega 44% fleiri nýjar fólksbifreiðar voru skráðar í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Í júlí voru skráðir 1.480 nýir bílar en rétt rúmlega eitt þúsund 2019. Nýskráningum bílaleigubíla hefur fækkað umtalsvert það sem af er ári eða sem nemur 59,1%.
Fer undir 11% í Icelandair
Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management, næststærsti hluthafi í Icelandair Group, heldur áfram að minnka hlut sinn í félaginu. Þetta kemur fram á nýjum lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins. Hlutur PAR er nú kominn niður i 10,99%, en var 11,04% þegar listinn var síðast birtur í síðustu viku.
Málin enn í vinnslu hjá Icelandair
Ekki fást upplýsingar um gang viðræðna Icelandair við lánadrottna fyrirtækisins. Stjórnendur Icelandair stefndu á að ljúka samningum fyrir daginn í dag svo hægt væri að fara í hlutafjárútboð í ágúst. Útboðinu hefur nú þegar verið frestað tvisvar. 
Tap Icelandair Group 12,3 milljarðar
Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum í lok síðasta mánaðar og aukning varð í fraktflugi félagsins. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í kauphöll í dag. Framboð í farþegaflugi dróst saman um 97% á öðrum ársfjórðungi ársins og farþegum fækkaðium 98% á sama tímbili. Tvöfalt fleiri flugtímar voru flognir í fraktflugi.
Segir Samherjaumfjöllun byggjast á vanþekkingu
Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja, en tilefnið er nýleg umfjöllun um Samherja. Hann segir þar að Samherji hafi greitt yfir 400 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna, í skatta og skyldur í Namibíu í gegnum árin.
21.07.2020 - 17:50
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Hefja samstarf við airBaltic um sammerkt flug
Icelandair hefur undirritað samning við lettneska flugfélagið airBaltic um sammerkt flug félaganna.
Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
Icelandair flytur strandaglópa til og frá Bandaríkjunum
Icelandair mun á næstunni flytja á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara á milli Los Angeles í Kaliforníu og Jerevan í Armeníu. Farþegarnir hafa verið strandaglópar vegna COVID-19 faraldursins, en fá nú að snúa til síns heima. Fjöldi ferða liggur ekki fyrir, en um er að ræða á annað þúsund farþega.
09.07.2020 - 12:55
Pompeo segir koma til greina að banna TikTok
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það koma til greina að banna kínverska appið TikTok í Bandaríkjunum. Ný öryggislög í Hong Kong tóku gildi 1. júlí sem auka meðal annars heimildir kínverskra yfirvalda til gagnasöfnunar.
07.07.2020 - 11:54
Forlagið selur Storytel AB 70% hlut
Sænska fyrirtækið, Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Samið var um að gefa ekki upp kaupverðið, sem verður staðgreitt.
TM hafnar því að eiga í viðræðum við Kviku um samruna
Tryggingamiðstöðin sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins um að fyrirtækið eigi í viðræðum við Kviku banka um mögulega sameiningu.
01.07.2020 - 09:31
SÍ gerir ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár
Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár, samkvæmt nýju fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. Sveiflujöfnunarauki skal haldast óbreyttur næstu níu mánuði.
Harpa segir upp þrjátíu manns
Þrjátíu manns var sagt upp í gær hjá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Starfsfólkið er allt þjónustufulltrúar sem vinna í hlutastarfi í vaktavinnu á viðburðum hússins. Starfsfólkinu var sagt upp á fundi með helstu stjórnendum hússins og fulltrúa VR.
Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð í ágúst
Samningaviðræður Icelandair Group standa enn við lykilviðsemjendur, meðal annars flugvélaleigusala, vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Félagið hefur fengið jákvæð viðbrögð frá meginþorra kröfuhafa sem hafa lýst yfir vilja til að vinna með því í gegnum ferlið. Hlutafjárútboð hefst í ágúst ef tekst að ljúka samkomulagi í júlí.
Takmarka handfarangur til að koma í veg fyrir raðir
Handfarangur sem ekki kemst undir flugsæti má ekki koma inn í farþegarými í flugvélum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að þessi regla sé fyrst og fremst sett í sóttvarnaskyni.
25.06.2020 - 08:13
Innflutningsbann á laxi í Kína hafi ekki áhrif á Ísland
Innflutningsbann á laxi í Kína hefur ekki haft áhrif á íslenska framleiðendur, segir Einar K. Guðfinnsson, sérfræðingur í fiskeldi hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hlé hafi verið gert á á slátrun hérlendis af öðrum ástæðum.
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.
Guðmundur er hættur við að hætta
Náðst hefur samkomulag um að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, starfi áfram sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, en 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um að hann hefði óskað eftir að láta þar af störfum.
12.06.2020 - 21:19
Baðlónið á Kársnesi mun kosta 4 milljarða
Nýtt baðlón á Kársensi mun bera heitið Sky Lagoon og opna vorið 2021. Framkvæmdir eru á áætlun og munu kosta 4 milljarða.
Íslendingar leigja bíla í stórum stíl
Inn­lend korta­velta hjá bíla­leigum tvö­faldaðist á milli ára í maí og var 200 milljónir nú í ár, sam­kvæmt nýjum tölum Rann­sóknar­seturs verslunarinnar. Ljóst er að Ís­lendingar hyggja á ferða­lög innan­lands í sumar og margir leigja sér bíla tíma­bundið yfir sumar­tímann.
10.06.2020 - 11:46
Ísland í 22. sæti yfir öruggustu löndin vegna COVID-19
Ísland er í 22. sæti á lista yfir öruggustu lönd í heimi með tilliti til kórónuveirufaraldursins, samkvæmt nýrri greiningu. Sviss er í efsta sæti og þar á eftir Þýskaland og Ísrael. Listinn er byggður á greiningu á vegum samtakanna Deep Knowledge Group sem í eru fyriræki og óhagnaðardrifin félög.
Bjóða áskrift að enska boltanum á þúsund krónur
Vodafone auglýsir í dag áskrift að enska boltanum á Síminn sport á sléttar þúsund krónur á mánuði út keppnistímabilið. Samkeppniseftirlitið hafði komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið sátt þeirra á milli um að takmarka ekki samkeppni með því að bjóða tilboðspakka sem innihélt áskrift að enska boltanum.
Grímur: „Enginn annar kostur í stöðunni“
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni en að ráðast í uppsagnir, en 403 starfsmönnum verður sagt upp núna um mánaðamótin. Hann segir að fyrirtækið muni ekki halda áfram að nýta hlutabótaleiðina og segir að nokkuð sé um fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem hyggi á heimsókn í Bláa lónið.
Vorhugur virðist í fjárfestum heimsins
Aukinnar bjartsýni gætir um að lifna muni yfir hagkerfum heimsins sem hefur orðið til þess að hækkun hefur orðið á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar virðast horfa framhjá auknum núningi milli Bandaríkjanna og Kína þótt greina megi áhyggjur af horfum á heimsvísu.
28.05.2020 - 04:28