Færslur: Efnahagsmál og atvinnulíf

Líkur aukast að nýju á COVID-björgunarpakka
Líkurnar á að Bandaríkjaþing samþykki björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins hafa aukist að nýju.
97% fækkun farþega hjá Icelandair
Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair var tæplega 12 þúsund í september og dróst saman um 97% á milli ára. Heildarframboð flugs hjá félaginu minnkaði um 96% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í september og fækkaði um 52% á milli ára. Flutningastarfsemi félagsins dróst saman um 18% á milli ára.
Spá uppsveiflu ef bóluefni næst fyrir næsta sumar
Náist tök á kórónuveirufaraldrinum má búast við því að íslenskt efnahagslíf taki vel við sér strax á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2022. Bankinn spáir 8,6% samdrætti á þessu ári, en 3,1% hagvexti á því næsta og 4,7% hagvexti árið 2022.
Stjórnendur þeirra stærstu svartsýnir
85% stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu, matið er lakast í byggingariðnaði en jákvæðast í verslun. Meirihluti stjórnenda telur að ástandið verði enn verra eftir sex mánuði og á það við um flestar atvinnugreinar. Flestir búast við minni hagnaði í ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Gallup sem gerð var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins.
Ríkustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi
Heildareignir fjölskyldna á Íslandi jukust um 8,6% frá 2018 til 2019, eða úr 6.855 milljörðum króna í 7.442 milljarða króna. Þau 10% sem eiga mest eiga um 44% af heildareignum.
Fjölga þarf leiðum til verðmætasköpunar
Renna þarf styrkari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hagkerfið stendur ekki undir óbreyttum kaupmætti án nýrrar verðmætasköpunar.
Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.
Myndskeið
Lítil smithætta laðar kvikmyndagerðarmenn til landsins
Erlendir kvikmyndagerðarmenn sækjast eftir því að koma til Íslands, meðal annars vegna þess að hér er tiltölulega öruggt að gera kvikmyndir í faraldrinum. Þetta segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Tvö stór verkefni eru í tökum, og hátt í tíu til viðbótar á teikniborðinu.
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
Mikill samdráttur í sölu á nýjum bílum
581 nýr fólksbíll seldist hér á landi í ágúst, sem er 27,7% minna en í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir ennfremur að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi 6.254 nýir fólksbílar verið seldir, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra.
01.09.2020 - 12:14
Spegillinn
Harður vetur framundan
Einkaneysla dregst saman, vinnustundum fækkar, og samdráttur landsframleiðslu var sá mesti á öðrum ársfjórðungi sem mælst hefur frá því farið var að mæla hann hér segir Hagstofan. Þessi samdráttur er rúmlega níu prósent og er sprottinn af áhrifum heimsfaraldurs  COVID-19 Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík segir að engu síður hefðu menn jafnvel búist við að samdrátturinn yrði enn meiri vegna þess hve höggið var þungt sem skall á ferðaþjónustunni hér.
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Verulega dró úr hópuppsögnum í júní
Tilkynningar um hópuppsagnir hjá fjórum fyrirtækjum bárust Vinnumálastofnun í júní. Ná þær til 155 starfsmanna. Í maí­ var 1.323 manns sagt upp í 23 hópupp­sögn­um. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hafi atvinnuleysi staðið í stað í júní.
Grímur: „Enginn annar kostur í stöðunni“
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni en að ráðast í uppsagnir, en 403 starfsmönnum verður sagt upp núna um mánaðamótin. Hann segir að fyrirtækið muni ekki halda áfram að nýta hlutabótaleiðina og segir að nokkuð sé um fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem hyggi á heimsókn í Bláa lónið.
417 fyrirtæki gjaldþrota það sem af er ári
Alls urðu 417 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er talsvert meira en á sama tíma í fyrra, þegar þau voru 276 en nokkuð færra en 2018, þegar 457 fyrirtæki urðu gjaldþrota á sama tímabili. 
Kalla á frekari aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja mikilvægt að fara sem fyrst í að lækka skatta, frysta lán og hækka bætur til að koma til móts við þann efnahagsvanda sem við blasir vegna COVID-19. Þeir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir skort á samráði.
Viðtal
Vill að fyrirtæki í ferðaþjónustu fái styrki frá ríkinu
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, vill að hið opinbera styrki fyrirtæki í ferðaþjónustu, í stað þess að lána þeim. Þetta sé mikilvægt til þess að tryggja viðunandi lífskjör í framtíðinni. Hún segir að fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu fari í þrot á næstunni, verði ekkert að gert.
Viðtal
„Óhjákvæmilegt að það verði mikið um uppsagnir“
Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að grípa til sársaukafullra aðgerða um næstu mánaðamót til að bregðast við tekjuhruni vegna kórónuveirufaraldursins. Niðurskurðinn sé sá umfangsmesti sem félagið hafi þurft að ráðast í. Hann vonast til að geta ráðið sem flesta að nýju þegar markaðurinn tekur við sér, en gerir þó ekki ráð fyrir miklu áætlunarflugi í sumar.
„Afstaða Reita hefur verið sú að lækka ekki leigu“
Reitir, stærsta leigufélag landsins, ætlar ekki að lækka húsaleigu hjá viðskiptavinum sínum, að minnsta kosti ekki í bili. Forstjóri Reita segir að margir hafi þó óskað eftir að leigan verði lækkuð. Félagið hefur boðist til að fresta leigugreiðslum hjá fyrirtækjum sem hafa lent í fjárhagslegum vandræðum.
Spegillinn
Að kála veirunni en bjarga hagkerfinu
Það er fátt um góðar efnahagsspár þessar vikurnar. Bresk stofnun, Office for Budget Responsibility hefur gefið út sviðsmynd, frekar en spá, fyrir Bretland, sem fékk marga til að hrökkva í kút. Forsendurnar skipta þó miklu og ekki endilega ljóst hverjar eru þær réttu. Kannski má segja að fuglasöngur sé óformleg vísbending um hægaganginn í hjólum atvinnulífsins.
16.04.2020 - 17:00
Svipaður samdráttur og eftir hrun en viðsnúningur 2021
„Útlit er fyrir að samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í ár verði að svipaðri stærðargráðu og samdrátturinn árið eftir fjármálahrunið 2008. Öfugt við þróunina þá eru hins vegar allgóðar líkur á því að vöxtur verði myndarlegur strax á næsta ári,“ segir í pistli sem greiningardeild Íslandsbanka birti á heimasíðu bankans í morgun. Þar bregst deildin við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í gær, um þróun efnahagsmála bæði hér á landi og um allan heim.
AGS spáir 7,2% samdrætti og 8% atvinnuleysi á Íslandi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að 7,2% samdráttur verði í íslensku efnahagslífi á þessu ári. Hagkerfið muni hins vegar rétta úr kútnum á næsta ári, og að þá verði 6,0% hagvöxtur. Hagvöxtur var 1,9% hér á landi í fyrra. Þá spáir sjóðurinn 8% atvinnuleysi hér á landi á þessu ári, en 7% atvinnuleysi á því næsta.
53% samdráttur á hótelum í mars
Mikill samdráttur varð í fjölda gistinótta á hótelum hér á landi í mars, samanborið við mars í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi 181.000 gistinætur verið nú í mars, en 382.000 í mars í fyrra. Það er rétt tæplega 53% samdráttur.
Verri kreppa en 2008: „Það sleppur enginn“
Heimskreppan sem vofir yfir verður verri en sú sem skall á árið 2008, og er raunar þegar orðin það. Þetta segir Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum. Ríkisstjórnir hafi nú þegar ákveðið að verja stærri hluta landsframleiðslunnar til þess að bregðast við stöðunni en þær gerðu fyrir rúmum áratug. Þá segir Ásgeir Brynjar að enginn sleppi við áhrif af kreppunni, hvorki ríkir né fátækir.
Viðtal
Líklegra að svartsýnustu spár verði að veruleika
Sífellt líklegra er að svartsýnustu spár um áhrif COVID-19 faraldursins á efnahagskerfið hér á landi verði að veruleika. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin styðji við bakið á atvinnulífinu. Þó megi ekki gleyma því að ástandið sé tímabundið.
16.03.2020 - 20:04