Færslur: efnahagsmál

Verðbólga í Rússlandi í hæstu hæðum
Verðbólga hefur farið hækkandi á Vesturlöndum að undanförnu og er víða hærri en hún hefur verið í Áratugi. Er þetta ekki síst rakið til Úkraínustríðsins. Í Rússlandi er það sama uppi á teningnum. Þar fór verðbólgan í síðasta mánuði upp í 17,83 prósent á ársgrundvelli, segir í frétt AFP, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2002.
14.05.2022 - 08:04
Viðtal
Láta ekki bjóða sér „siðrof í íslensku samfélagi“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að launahækkanir forstjóra bæti samningsstöðu verkalýðsfélaga í haust. Verkalýðsfélögin muni ekki láta bjóða sér siðrof í íslensku samfélagi.
16.03.2022 - 10:50
Bandaríkjamenn vara Kína við að styðja Rússland
Rússar hafa leitað hernaðar- og efnahagslegs liðsinnis Kínverja. Bandarískir ermbættismenn hafa varað kínversk stjórnvöld við alvarlegum afleiðingum þess að aðstoða Rússa við að sneiða hjá viðskiptaþvingunum vesturlanda. Háttsettir bandarískir og kínverskir embættismenn ætla að ræða stöðu mála í dag.
Veitingamenn fá ríkisstyrki vegna takmarkana
Alþingi samþykkti nú á þriðja tímanum frumvarp fjármálaráðherra um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma með 33 atkvæðum.
08.02.2022 - 14:44
Silfrið
„Þetta er ákveðið stjórnleysi“
Hækkun húsnæðisverðs skýrir að stærstum hluta miklar verðbólguhækkanir, að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Formaður BHM segir að ákveðið stjórnleysi ríkja á markaðnum.
30.01.2022 - 16:11
Erdogan lætur hagstofustjóra taka pokann sinn
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ákvað í dag að segja forstjóra hagstofu landsins upp störfum. Meginástæðan virðist vera óánægja með hagtölur. Einnig stokkaði forsetinn upp í ríkisstjórn landsins.
29.01.2022 - 03:00
Verðbólga ekki verið meiri í áraraðir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða og 5,7 prósent frá síðasta ári. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 5,7 sem er með því hæsta í áraraðir.
Kveðst hafa sannanir fyrir blekkingum fyrirtækis Trumps
Ríkissaksóknari í New York hefur tilkynnt dómsmálayfirvöldum að rannsókn hafi leitt í ljós sannanir fyrir því að Trump Organization, fyrirtæki Donald Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafi árum saman ofmetið verðmælti fasteigna við lántökur en tilgreint mun lægra verðmæti í skattskýrslum og þannig komist upp með að greiða lægri skatta.
Halda áfram eldflaugatilraunum í skugga þvingana
Norður-Kóreumenn gerðu fjórðu eldflaugatilraun sína í þessum mánuði í gær. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu en svo virðist sem alþjóðlegar viðskiptaþvinganir bíti ekki á leiðtogann Kim Jong-un.
Aldrei meiri verðbólga á evrusvæðinu
Verðbólga á evrusvæðinu mældist sú mesta í desember frá því evran var tekin upp fyrir tuttugu árum. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabanka Evrópu.
07.01.2022 - 13:03
70 prósenta verðbólga á Kúbu
Verðbólga á Kúbu verður um 70 prósent á árinu sem er að líða, sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Alejandro Gil, ráðherra efnahagsmála í Kúbustjórn, greindi frá þessu í gær og sagði þetta með ráðum gert og lið í nýrri peningastefnu stjórnvalda. Kúbustjórn hækkaði almennt verðlag í landinu um 44 prósent í ársbyrjun og sagði það lið í áætlun stjórnvalda sem miðaði að því að hækka laun landsmanna um 450 prósent.
Fréttaskýring
„Fyrirtækin sem við fjárfestum í þurfa að breytast“
Árið 2030 má reikna með því að um 5% eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði skilgreindar sem loftslagsvænar. Sjóðurinn útilokaði á dögunum fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða skítugustu gerð jarðefnaeldsneytis og gekk í gær til liðs við alþjóðlegt samstarf lífeyrissjóða sem Danir áttu frumkvæði að og hyggst leggja 150 milljarða króna í græna fjárfestingakosti á næstu átta árum. Hvað þýðir það í raun? Og hvað með hin 95 prósentin?
Talíbanar vilja leysa út fryst fjármagn
Ríkisstjórn Talíbana í Afganistan hefur krafist þess að fá að losa út milljarða dollara í eigu afganska ríkisins úr erlendum bönkum. Afganska ríkið á eignir og fé í bönkum í Evrópu og Bandaríkjunum, en það fjármagn var fryst þegar Talíbanar tóku völdin í landinu. Reuters hefur eftir talsmanni Talíbana að landið sé á leið í djúpa efnahagskreppu sem muni leiða til hungursneiðar í landinu, og aukins straums flóttamanna til Evrópu.
29.10.2021 - 19:21
Setja kirkjuþing í skugga hagræðingarkröfu
Kirkjuþing verður sett í Bústaðakirkju í Reykjavík í dag og er þetta í 62. sinn sem þingið er haldið. Setningarathöfnin hefst klukkan tíu með helgihaldi sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stýrir. Fjölmörg mál liggja fyrir þinginu, meðal annars hagræðingartillaga sem felur í sér að fækka prestum kirkjunnar á landsbyggðinni um tíu og hálft stöðugildi og draga úr sérþjónustu presta. Á sama tíma verði stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu.
23.10.2021 - 09:35
Hófstilltari hækkanir á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu að meðaltali um 1,2% milli ágúst- og septembermánaðar. Lítill munur er á fjölbýli og sérbýli, íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Vegin árshækkun mælist nú 16,4%. Árshækkun sérbýlis mælist ívið hærri en fjölbýlis, 21,1% á móti 15,2.
22.10.2021 - 11:25
Rafmagnslaust í Líbanon næstu daga
Algert rafmagnsleysi er í Líbanon, eftir að olía kláraðist í tveimur stærstu orkuverum landsins í dag. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir líbönskum yfirvöldum. Dýpsta efnahagskreppa sem orðið hefur í heiminum frá 1850 er nú í Líbanon og hefur lífskjörum í landinu hrakað mikið á síðustu átján mánuðum.
09.10.2021 - 16:37
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
Venesúela: samkomulag virðist að hluta í höfn
Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.
Eyðsla innanlands mikil í sögulegum samanburði
Eftirspurn eftir vörum og þjónustu innanlands hélst sterk í faraldrinum, bæði í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, að því er segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis um árangur og ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í faraldrinum.
04.09.2021 - 11:24
Sakar Persónuvernd um rógburð
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu á ráðherrans Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna málsins.
Skólar verða opnir - Engin breyting þar á frá fyrra ári
Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra segja að skólum verði haldið opnum í vetur, á því verði ekki breyting. Forsætisráðherra segir verða metið hvort þörf sé á frekari efnahagsaðgerðum. Fjármálaráðherra segir efnahagslegan skell ekkert í líkingu við þann fyrir ári síðan. 
03.08.2021 - 21:28
Stóraukin framlög til flokka og víða vænn kosningaforði
Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa stóraukist á síðastliðnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem stóð sterkast að vígi fjárhagslega í árslok 2019 og er líklega með besta kosningaforðann nú. Næstbest stóð Samfylkingin en minnst var í veski Sósíalistaflokksins. 
Heimstaden hyggst ekki stórlækka verð að fordæmi Bjargs
Leigufélagið Heimstaden hyggst ekki taka áskorun varaformanns Íbúðafélagsins Bjargs um að stórlækka leiguna. Framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi segir að félagið hafi ekki kost á að endurfjármagna öll lán sín með sama hætti og Bjarg. Leiguverð ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. 
22.07.2021 - 16:23
Fjármálaráðherra ánægður með ganginn í hlutafjárútboði
Fjármálaráðherra segir að það gætu fengist vel yfir fimmtíu milljarðar fyrir hlutinn sem ríkið hyggst selja í Íslandsbanka. Honum líst vel á stóru erlendu fjárfestingasjóðina sem hafa skuldbundið sig til að gerast kjölfestufjárfestar í bankanum.
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.