Færslur: Efnahagskreppa

Reiði vegna skipunar nýs forseta á Sri Lanka
Ekki sér fyrir endann á pólitískri upplausn í asíuríkinu Sri Lanka, eftir að Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra var settur tímabundið í embætti forseta. Hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni meirihluta þingsins í komandi kosningum, en stjórnarandstæðingar segja hann ekki vera arftakann sem þurfi til þess að kollvarpa spilltu stjórnkerfi landsins.
17.07.2022 - 03:46
Afsögn forseta Sri Lanka með tölvupósti metin lögmæt
Þingið á Sri Lanka hefur samþykkt afsögn Gotabaya Rajapaksa, forseta landsins. Hann sagði af sér í gær með tölvupósti til forseta þingsins, sem hefur yfirfarið lagalegar forsendur bréfsins og metið það lögmæta afsögn úr embætti. Hundruð mótmælenda fögnuðu afsögn forsetans á götum Colombo, stærstu borgar Sri Lanka, í gær.
15.07.2022 - 05:36
Reyndu að víkja forseta Ekvadors úr embætti
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Ekvador mistókst að bola forsetanum, Guillermo Lasso, úr embætti í dag.
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Ástandið versnar áður en það batnar
Nýr forsætisráðherra tók við embætti á Sri Lanka í gærkvöld. Hans og nýrrar ríkisstjórnar, sem enn hefur ekki verið mynduð, bíður það erfiða verkefni að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Mótmælendur krefjast þess enn að forseti landsins fari frá.
13.05.2022 - 17:25
Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Tveir létust í mótmælum á Sri Lanka
Tveir létust og að minnsta kosti 139 særðust í óeirðum milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á Sri Lanka í dag. Annar hinna látnu er þingmaður. Yfirvöld lýstu í dag yfir útgöngubanni um allt land eftir að stuðningsmenn stjórnvalda réðust vopnaðir bareflum á óvopnaða stjórnarandstæðinga sem kröfðust þess að forseti landsins segði af sér. Forsætisráðherrann bauðst til að segja af sér eftir að ró komst á að nýju.
09.05.2022 - 11:43
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Bátur með 60 innanborðs sökk undan strönd Líbanon
Bátur með sextíu farandverkamenn innanborðs sökk undan ströndum Líbanons í dag. Lík eins barns er fundið en 45 hefur verið bjargað á lífi. Atvikið varð skammt frá borginni Trípólí norðanvert í landinu.
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
Mótmælaalda gengur yfir Sri Lanka
Gotabaya Rajapaksa, forseti Sri Lanka, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna mótmælaöldu sem gengur yfir landið. Djúp efnahagskreppa er í landinu og skortur á nauðsynjavörum.
02.04.2022 - 03:45
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Rafmagnslaust í Líbanon næstu daga
Algert rafmagnsleysi er í Líbanon, eftir að olía kláraðist í tveimur stærstu orkuverum landsins í dag. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir líbönskum yfirvöldum. Dýpsta efnahagskreppa sem orðið hefur í heiminum frá 1850 er nú í Líbanon og hefur lífskjörum í landinu hrakað mikið á síðustu átján mánuðum.
09.10.2021 - 16:37
Stefnir í innan við 40% kjörsókn í Íran
Kjörstöðum í Íran hefur verið lokað og talning hafin í forsetakosningum þar sem talið er líklegast að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi sigri. Áhugi á kosningunum virðist í minna lagi meðal kjósenda.
18.06.2021 - 23:37
Samdráttur bitnar á smærri og viðkvæmari hópum
Hlutfall þeirra sem teljast langtímaatvinnulaus er nú um 30 af hundraði en nokkuð hafði borið á langtímaatvinnuleysi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í lok árs 2019 höfðu um 1.700 verið án atvinnu lengur en í tólf mánuði.
Sóttvarnir íþyngja síður hér en í flestum OECD-ríkjum
Innlendar sóttvarnir hafa verið minna íþyngjandi hér á landi en í flestum OECD-ríkjum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata.
Ástralir virðast á leið upp úr kórónuveirukreppunni
Ástralir virðast á leið út úr kórónuveirukreppunni, fyrstu kreppu þarlendis um þrjátíu ára skeið.
Kastljós
Seðlabankastjóri segist ánægður með stöðu krónunnar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist ánægður með stöðu krónunnar og telur að verðbólga muni hverfa á næsta ári. Nauðsynlegt hafi verið að ná fram vaxtalækkunum og örva nýbyggingar. Seðlabankinn spáir nú meiri efnahagssamdrætti en búist var við í lok sumars. Stýrivextir voru lækkaðir í gær og bankinn boðar kaup á ríkisskuldabréfum til að styðja við þjóðarbúskapinn.  
Spegillinn
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
Minni samdráttur ráðstöfunartekna en meiri misskipting
Búast má við að samdráttur ráðstöfunartekna verði minni í yfirstandandi kreppu en í efnahagskreppunni árið 2008. Samdrátturinn bitnar þó með mun ójafnari hætti á landsmönnum en í síðustu kreppu. Þetta kemur fram í nýrri grein Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans.
Þyngra högg á vinnumarkaðinn en í fyrri kreppum
Áhrif á vinnumarkaðinn hafa komið fram í ríkara mæli í þeirri kreppu sem nú stendur yfir en í fyrri efnahagskreppum. Fólk með meðaltekjur tapar um það bil 326.000 krónum af ráðstöfunartekjum við það að missa vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans sem var birt í morgun.
20.10.2020 - 10:28