Færslur: Efnahagshrunið

Sér eftir að hafa gefið ríkinu listasafn Sigurjóns
Birgitta Spur, ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar, kveðst sjá eftir að hafa gefið íslenska ríkinu listasafn manns síns í Laugarnesi. Hún segir það siðferðilega skyldu ríkisins að skila safninu aftur hafi það ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að því.
Viðtal
Dramb er helsti lærdómur hrunsins
Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland áttaði maður sig fyrst á alvöru málsins, segir forseti Íslands. Mikilvægt sé að fólk fyllist ekki drambi - það sé helsti lærdómur bankahrunsins. 
Veitti ekki gögn um SpKef vegna trúnaðar
Landsbankinn veitti fjármála- og efnahagsráðuneyti ekki umbeðnar upplýsingar um yfirtöku á SpKef sparisjóði, og vísaði í að trúnaður ríki yfir þeim. Ráðuneytið óskaði upplýsinganna vegna vinnslu skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um forsendur og afleiðingar samnings ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í suðurkjördæmi, ásamt fleirum, óskaði eftir skýrslunni.
Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Gamla Eimskip tekið til gjaldþrotaskipta
Félagið A1988 hf., sem var stofnað utan um nauðasamninga gamla Eimskipafélagsins, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.
Krefjast sýknudóms í síðasta hrunsmálinu
Verjendur þriggja æðstu stjórnenda Kaupþings fyrir hrun kröfðust í morgun sýknudóms yfir þeim í síðasta hrunsmálinu.
Síðasta hrunsmálið fyrir Landsrétti
Aðalmeðferð hófst í Landsrétti í morgun í síðasta hrunmálinu. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til aflandsfélaga vildarviðskiptavina Kaupþings skömmu fyrir hrun. Féð var notað til flókinna viðskipta með skuldatryggingar á Kaupþing í von um að álagið lækkaði. Lántakarnir áttu að fá allan hagnað ef einhver yrði. Sakborningar voru sýknaðir í héraði.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Aðgerðir og úrræði þurfa að virka þvert á greinar
Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að ef tryggja eigi að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar bóluefni nær útbreiðslu þurfi aðgerðir og úrræði að virka þvert á atvinnugreinar.
04.12.2020 - 05:24
Frakkar hyggjast skapa 160 þúsund ný störf
Franska ríkisstjórnin hyggst grípa til aðgerða þannig að til verði 160 þúsund ný störf í landinu á næsta ári.
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
Myndskeið
„Seðlabankinn mun faglegri núna en fyrir hrun“
Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, segir Ísland hafa breytt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum meira en sjóðurinn Íslandi. Þá sé Seðlabankinn mun faglegri núna en á árunum fyrir hrun.
03.10.2019 - 22:17
Viðtal
Minni heimildir nú til rannsókna efnahagsbrota
Embætti héraðssaksóknara hefur minni rannsóknarheimildir en embætti sérstaks saksóknara hafði. En erlendis er Ísland eftir hrunið einkum þekkt fyrir að hafa rannsakað starfsemi bankanna. Nýlega birti dagblaðið Financial Times alþjóðlegt yfirlit yfir dóma í málum banka eftir hrun: alls 47 bankamenn verið dæmdir, þar af 25 á Íslandi. Samkvæmt samantekt Ríkisútvarpsins hafa 40 manns verið sakfelldir í bankamálum en ekki allir þeirra eru bankamenn. 
Viðtal
Veruleikinn tók fram úr ímyndunarafli höfunda
Á undanförnum áratug hefur komið út fjöldi verka sem hefur tekist á við bóluárin og hrun bankakerfisins með skáldskapinn að vopni. Á næsta ári kemur út hjá bandarísku bókaútgáfunni Punctum bókin Útrásarvíkingar: The Literature of the Icelandic Financial Crisis 2008 - 2014 þar sem Alaric Hall rýnir í bókmenntir íslenska fjármálahrunsins.
08.10.2018 - 16:07
Hrunið, traust og gagnsæi
Vantraust á yfirvöldum hefur víða aukist eftir fjármálarhremmingarnar 2008. Erlendis er vantraustið meðal annars rakið til hægfara hagvaxtar en einnig af því stjórnmálamenn og yfirvöld hafa ekki beitt sér fyrir rannsóknum á starfsemi banka. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið: hagvöxtur nokkuð fljótur að taka við sér og hrunmál rannsökuð en samt er skortur á trausti. Kannski af því gagnsæi er enn hörgulvara samkvæmt nýrri skýrslu um traust.
03.10.2018 - 13:03
Viðtal
Lærdómur hrunsins hafi gleymst í átökum
Icesave-málið og Landsdómsmálið stóðu því fyrir þrifum að íslensk stjórnvöld drægju nægilegan lærdóm af efnahagshruninu. Þetta segir Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor, sem fór fyrir teyminu sem ritaði siðfræðihluta rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út 2010. Deilurnar um þessi tvö mál kæfðu að sumu leyti umræðuna um hvað mætti læra af hruninu. Hann segir að stjórnmálamenn hafi í fyrstu lýst miklum vilja til umbóta, sem síðan gleymdust í átökunum um Landsdómsmálið og Icesave. 
30.09.2018 - 15:41
Áratugi tekur að ná trausti á bönkunum
Tíu ár eru í dag síðan fyrsti íslenski bankinn, Glitnir, var yfirtekinn að stórum hluta af ríkinu. Í hönd fóru erfiðustu dagar og mánuðir í efnahagslífi þjóðarinnar. Bankastjóri Íslandsbanka, sem vann hjá Glitni og tók við stjórn hans eftir fallið, segir að erfiðast sé að endurheimta traustið, það taki kynslóðir. 
29.09.2018 - 18:50
10 ár í dag frá falli Glitnis
Tíu ár eru í dag frá því ríkið eignaðist stóran hluta í Glitni og rétt tæp tíu ár síðan Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu vandamálin voru risavaxin þegar hún tók að sér stjórn Glitnis fyrir tæpum tíu árum.
29.09.2018 - 15:25
Útilokar ekki að ræða framkomu Breta nánar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að hann taki upp þráðinn á ný við Breta um framkomu þeirra í garð Íslands í aðdraganda hrunsins. Þetta kom fram í máli ráðherra fyrir stundu á Alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlend áhrif efnahagshrunsins og hvort farið verði fram á afsökun Breta líkt og Hannes leggi til.
27.09.2018 - 11:06
Fréttaskýring
„Á heildina litið höfum við lært af hruninu“
Tíu árum eftir hrun eru Íslendingar farnir að kaupa fleiri nýja Porsche-bíla en árið 2007, þeir gista frekar á hótelum í dag en í góðærinu og hafa aldrei farið eins mikið úr landi. Þá henda þeir meiru í ruslið. Hins vegar er íslenski neytandinn að mörgu leyti varkárari og skynsamari en árið 2007, segja þeir viðmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég myndi segja að á heildina litið höfum við lært af hruninu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
18.08.2018 - 14:00
Þjóðarskútan, bronsöldin og fjármálamarkaðir
Rannsóknir á hrunum á bronsöld og stofnun fjármálamarkaða í Evrópu leika stórt hlutverk í öðrum þætti hugmyndasögu fullveldisins sem fjallar um skipsbrot þjóðarskútunnar árið 2008.
Nágranni upplifði mótmælin sem ofbeldi
Mótmælin við heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur vorið 2010 voru hvorki friðsæl né falleg. Þetta segir grannkona hennar, sem reyndi að koma henni til varnar.
06.12.2017 - 19:20
Skynjuðu ótta Steinunnar
Mótmælendur við heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur skynjuðu hræðslu hennar, það var ein ástæða þess að þeir komu aftur og aftur. Þetta segir Páll Halldór Halldórsson, einn mótmælendanna. Hann segir sárt að vita til þess að henni hafi liðið illa öll þessi ár, hann neitar því þó að bera ábyrgð á því. 
05.12.2017 - 19:28
Óuppgerður kafli Íslandssögunnar
Mótmælin við heimili stjórnmálamanna eru hluti af kafla í Íslandssögunni sem þjóðin á eftir að gera upp. Þetta segir Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur. Margir hafi leitað að blóraböggli til að skeyta skapi sínu á, og gefið hafi verið veiðileyfi á stjórnmálamenn og útrásarvíkinga. 
05.12.2017 - 19:03