Færslur: Efnahagsbrot

Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Ortega sakfelld
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Daniels Ortega forseta Níkaragva hefur verið sakfelld fyrir efnahagsbrot. Chamorro sem hefur verið í haldi frá því í júní á síðasta ári var fundin sek um peningaþvætti og fjármálaóstjórn.
Veruleg skattsvik til rannsóknar í Danmörku
Danska lögreglan handtók í dag sex manns, sem eru grunaðir um umfangsmikil skattsvik og peningaþvætti. Húsrannsókn var gerð á 22 stöðum fyrir hádegi í þremur lögregluumdæmum á Sjálandi, á heimilum og í fyrirtækjum.
03.06.2020 - 14:30
Bræðratengsl ekki nóg í máli systkinanna í Sjólaskipum
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu systkinanna, sem oftast eru kennd við Sjólaskip, um að skattsvikamálum þeirra yrði vísað frá. Systkinin töldu að hægt væri með réttu að draga óhlutdrægni saksóknarans í málinu í efa á grundvelli tengsla hans við blaðamann. Saksóknarinn, Finnur Þór Vilhjálmsson, er bróðir blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar, sem hefur skrifað nokkrar greinar um málið og fannst systkinunum á sig hallað í þeim skrifum.