Færslur: Efnahags- og framfarastofnunin

Stjórnvöld mögulega of værukær gagnvart mútubrotum
Verðandi framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International segir að skýrsla OECD um mútubrot sýni að stjórnvöld hér á landi hafi verið værukær gagnvart þessum málaflokki. Skýrsluhöfundar telja að íslensk stjórnvöld hafi vanmetið hættuna af slíkum brotum.
OECD gagnrýnir refsirammann fyrir mútubrot á Íslandi
Starfshópur á vegum OECD telur óljóst hvort refsiramminn við alþjóðlegum mútubrotum á Íslandi sé til þess fallinn að skila árangri í baráttunni gegn slíkum brotum og hvort refsing við því að greiða mútur sé mátuleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps OECD um alþjóðleg mútubrot á Íslandi.
OECD: Kröfur um aðgengi fyrir alla verði endurskoðaðar
OECD telur að endurskoða þurfi kröfur um aðgengi fyrir alla í byggingaregluverki, til dæmis reglur um að húsnæði með lyftu þurfi að lúta reglum um algilda hönnun. Þetta kemur fram í nýju samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi.
Bakarar gagnrýna tillögur OECD
Landssamband bakarameistara á Íslandi sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að sambandið gerði alvarlegar athugasemdir við ummæli Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Þetta sagði framkvæmdastjórinn á kynningarfundi um niðurstöður mats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
10.11.2020 - 19:37