Færslur: Efnahags- og fjármálaráðherra

ÁTVR kærir til Landsréttar
ÁTVR ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, sem kveðnir voru upp á föstudag, verða því kærðir til Landsréttar. 
Skortir samhljóm milli fjármálastefnu og sáttmálans
Fjármálaráð telur að ekki sé samhljómur milli stjórnarsáttmála og framlagðrar fjármálastefnu. Þá verði ríkisstjórnin að horfa til langs tíma í ljósi öldrunar þjóðarinnar.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Sjá hraðpróf sem lykilinn að opnara samfélagi
Hraðpróf eru lykillinn að opnara samfélagi að mati forsætis- og fjármálaráðherra. Þau geta bæði skapað rými fyrir stærri viðburði og dregið úr íþyngjandi sóttkvíarkröfum þegar smit kemur upp í skólum.
Ísland stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir
Ísland stóð storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Fjármálaráðherra segir að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur.
Mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi í dag
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælir fyrir fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta er þriðja fjáraukalagafrumvarpið sem ríkisstjórnin leggur fram á þessu ári.
Myndskeið
Auðveldara að rækta sumarblóm en að stjórna covid
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé ekki hægt að stjórna útbreiðslu COVID-19 eins og að rækta sumarblóm. Hann er ánægður með þær ráðstafanir sem er að finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra.
Lokaatlagan í glímunni við faraldurinn er framundan
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Straumhvörf séu um þessar mundir með bólusetningum og leiðarendinn nálgist. Á síðari hluta ársins taki því við allt annar veruleiki.