Færslur: Efnahagmál

Viðtal
Líklegra að svartsýnustu spár verði að veruleika
Sífellt líklegra er að svartsýnustu spár um áhrif COVID-19 faraldursins á efnahagskerfið hér á landi verði að veruleika. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin styðji við bakið á atvinnulífinu. Þó megi ekki gleyma því að ástandið sé tímabundið.
16.03.2020 - 20:04
Bjóða fólki að gera hlé á afborgunum vegna veirunnar
Stjórnendur Arion banka hafa tekið þá ákvörðun að bjóða einstaklingum sem eru í viðskiptum við bankann að gera greiðsluhlé vegna COVID-19 veirunnar. Bankinn ætlar að koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna veirunnar, og gefa þeim kost á að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði „til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.“ Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða sambærilegar lausnir.
Viðtal
Krefst fundar með Pompeo og að hætt verði við ferðabann
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur krafist þess formlega  að bandarísk stjórnvöld hætti við ferðabann frá Íslandi. Hann mótmælir aðgerðum bandarískra stjórnvalda harðlega og hefur óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór furðar sig á því að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnvöl í þeim löndum sem bannið tekur til.
12.03.2020 - 12:57
Segir að réttindi verkafólks verði tryggð í aðgerðunum
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að réttindi verkafólks verði tryggð í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í gær, vegna efnahagslægðar sem búist er við vegna fækkunar ferðamanna í ljósi kórónaveirunnar. Bæði forseti ASÍ og formaður Eflingar hafa lýst yfir áhyggjum af því að ekki verði tekið nægt tillit til verkafólks í aðgerðunum. Ásmundur Einar segir að á næstunni verði rætt við verkalýðshreyfinguna um aðgerðirnar.
11.03.2020 - 12:25
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25%. Frá þessu var greint í morgun, en vaxtaákvörðun var flýtt um viku vegna kórónaveirunnar.
11.03.2020 - 08:06
Viðtal
Segir fyrirsjáanlegt að atvinnuleysi aukist
Ekki er nóg að ríkisstjórnin hafi samráð við fjármálafyrirtæki varðandi aðgerðir til varnar efnahagslífinu vegna áhrifa COVID-19 kórónaveirunnar, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Að hennar mati hefðu stjórnvöld einnig átt að hafa samráð við fulltrúa launafólks. Kynntar voru aðgerðir til handa fyrirtækjum í dag vegna efnahagslægðar sem rekja má til fækkunar ferðamanna vegna COVID-19.
10.03.2020 - 19:35
Myndskeið
Gjöldum tímabundið aflétt af fyrirtækjum
Gistináttagjaldi verður aflétt tímabundið og sumum öðrum gjöldum sömuleiðis, til að koma til móts við fyrirtæki í þeirri kólnun í íslenska efnahagslífinu sem viðbúin er vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
10.03.2020 - 14:07
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54
Auka opinbera fjárfestingu vegna veirunnar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að öflugur gjaldeyrisvaraforði, lágt skuldahlutfall, hagkvæm vaxtakjör og jákvæður viðskiptajöfnuður geri það að verkum að efnahagskerfið sé vel undir það búið að takast á við möguleg áhrif af völdum COVID-19 veirunnar. Til standi að auka opinbera fjárfestingu vegna stöðunnar.
Fjórðungi minna fé varið í bílaviðgerðir
Landsmenn vörðu um fjórðungi minna fé í bílaviðgerðir í ágúst í ár en í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbanka Íslands. Þar kemur einnig fram að kaup á eldsneyti drógust saman um þrjú prósent.
04.10.2019 - 10:41
Myndband
OECD leggur til veggjöld og sölu bankanna
Selja þarf bankana, taka upp veggjöld og efla læsi að mati OECD. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að nú sé tími til að huga að innviðum eins og vegakerfinu.
16.09.2019 - 18:51
Taka vaxtastig og verðbólgu með í dæmið
Það er ekki aðeins í höndum verkalýðshreyfingarinnar að stjórna efnahagslífinu hér á landi, segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, sagði í Silfrinu í dag að ef samið verði um hóflegar launahækkanir verði hægt að lækka vexti og örva efnahagslífið til að bregðast við mögulegum samdrætti.
31.03.2019 - 16:48
Langlíft högg ef WOW hverfur af markaði
Fari WOW air í þrot verður markaðurinn lengur að jafna sig en gert hefur verið ráð fyrir og líklega yrði langt þangað til annað flugfélag myndi hlaupa í skarðið. Þetta segir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Atvinnuleysi verður tvöfalt meira á næsta ári miðað við í fyrra ef allt fer á versta veg, segir í nýrri hagspá bankans. Svo virðist sem WOW air hafi borgað með farþegum sínum flest ár frá því að félagið var stofnað árið 2011.
27.03.2019 - 18:32
Líran fellur: „Efnahagshrun líklegt“
Tyrkneska líran hefur hríðfallið síðastliðna daga og aðgerðir sem seðlabanki Tyrklands boðaði í morgun virðast ekki duga til að snúa þróuninni við. Dósent í hagfræði telur efnahagshrun líklegt en að áhrif þess verði að mestu bundin við Tyrkland. 
13.08.2018 - 18:11
 · Efnahagmál · Tyrkland
  •