Færslur: Efnahagmál

Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.
Erum í upphafi nýs framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar
Seðlabankastjóri segir að kórónuveirufaraldurinn geti reynst blessun í dulargervi og að þjóðin sé að ganga inn í nýtt framfaraskeið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og eru stýrivextir bankans nú 1,25 prósent.
Afkoma Landsbanka batnar um 17,4 milljarða
Afkoma Landsbankans á fyrri hluta árs var rúmir 14 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrr tapaði bankinn 3,3 milljörðum. Þetta er 17,4 milljarða aukning milli ára. Hagnaður bankans á seinni ársfjórðungi nam 6,5 milljörðum króna. Þessa uppsveiflu má meðal annars rekja til efnhagssamdráttar síðasta árs, sem reyndist þó minni en margir spáðu.
22.07.2021 - 15:06
Verðbólgan hjaðnar milli mánaða
Verðbólgan hjaðnar frá því í apríl en hún mælist nú 4,4 prósent en hún var 4,6 prósent í apríl. Húsnæðisverð hefur vegið þyngst í hækkunum verðbólgu undanfarna mánuði en Seðlabankinn spáir því að verðbólgumarkmiðum verði náð fyrir lok árs.
Of lítið of seint og kosningalykt af aðgerðunum
Þingmenn stjórnarandstöðuflokka eru mishrifnir af efnahagsaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var á föstudag. Að mörgu leiti sé hann skref í rétta átt en aðrir segja hann of lítið, of seint. Inga Sæland segir aðgerðapakkann anga af yfirvofandi kosningum.
Spegillinn
Heimshorfurnar í anda Tolstoys
Það er ekki lengra síðan en í október að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var einkar svartsýnn á framvinduna í hagkerfi heimsins. Covid-19 myndi valda þar varanlegum skaða og batinn yrði hægur og ójafn. Í nýjasta yfirliti AGS sem var kynnt á ársfundi sjóðsins nýlega, er tónninn annar: horfurnar mun betri en virtist, afleiðingarnar takmarkaðar. Sjaldgæft að sjóðurinn endurmeti stöðuna með þessum hætti.
Verðbólgan veldur áhyggjum, gengur vonandi til baka
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að hafa ákveðnar áhyggjur af mestu verðbólgu sem mælst hefur í sjö ár, en vonast til þess að þessi toppur mælist í eitt skipti og gangi svo til baka.
26.01.2021 - 12:38
Spegillinn
Hjólin gætu snúist hratt en atvinnuleysi er vandinn
Atvinnuleysið er mesta áhyggjuefnið í eftirmálum COVID-faraldursins segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Margir óvissuþættir hafa áhrif á hversu hratt efnahagurinn tekur við sér á næsta ári í kjölfar bólusetningar.
29.12.2020 - 14:12
Tekist á um fjárlög í Bandaríkjunum
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru nú í kapphlaupi við tímann að búa til björgunarpakka fyrir bágstatt efnahagslíf landsins og fjárlög næsta ár. Einnig þarf að ákveða fjárframlög til varnarmála.
06.12.2020 - 23:30
Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.
Vilja flýta aðgerðum og bregðast strax við samdrætti
Viðreisn vill bregðast strax við samdrætti og flýta aðgerðum til að takast á við efnahagsvandann sem Kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Útlit sé fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn og aðgerðir þurfi að miða að því. 
03.09.2020 - 13:47
Frakkar hyggjast skapa 160 þúsund ný störf
Franska ríkisstjórnin hyggst grípa til aðgerða þannig að til verði 160 þúsund ný störf í landinu á næsta ári.
Íbúum Barcelona gert að halda sig heima
Fjórum milljónum íbúa borgarinnar Barcelona á Spáni var sagt að halda sig heima við í dag eftir að kórónuveirutilfellum tók á fjölga á ný. 
17.07.2020 - 22:37
Hagstofan spáir mesta samdrætti lýðveldissögunnar
Verg landsframleiðsla dregst saman um  8,4 prósent í ár sem er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kom út í morgun.
26.06.2020 - 10:14
Mestum samdrætti til 2021 spáð á Íslandi
Efnahagshorfur í heiminum eru enn verri en áður var gert ráð fyrir samkvæmt uppfærðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í júnískýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahagshorfur aðildarríkja er Íslandi spáð meiri efnahagslegum samdrætti fram til loka næsta árs heldur en nokkru öðru OECD-ríki.   
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Heimurinn á tímum kórónuveirunnar
Yfir ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveiruna í rómönsku Ameríku. Álfan gæti einnig staðið frammi fyrir matvælaskorti í kjölfar verðfalls á heimsmörkuðum í dag. Óttast er að langan tíma taki fyrir efnahaginn að ná sér.
12.06.2020 - 02:07
Myndskeið
Spá mesta efnahagssamdrætti í sögu OECD
Efnahagssamdráttur á heimsvísu á þessu ári verður sá mesti í sextíu ára sögu OECD. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir hundruð milljóna hafa misst vinnuna og ástandið verði enn verra ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á.
10.06.2020 - 22:10
Framkvæmdir legið niðri í ár vegna dýptar mýrarinnar
Framkvæmdir við nýtt knatthús í Vetrarmýri í Garðabæ hafa legið niðri í um ár. Bærinn leitar nú leiða til að koma til móts við verktakann en mýrin er dýpri og meiri en áætlað var og framkvæmdin því kostnaðarsamari.
10.06.2020 - 12:52
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Vonar að ferðaþjónustan nái viðsnúningi í haust
Ferðamálastjóri fagnar áformum þýskra stjórnvalda um að opna fyrir ferðalög til Íslands í næsta mánuði. Hann segir vísbendingar um að haustið verði betra en upphaflega var gert ráð fyrir.
26.05.2020 - 22:05
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Sjá fram á samdrátt í bílasölu
Sala á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 7,4 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Útlit er fyrir að samdrátturinn verði meiri næstu tvo mánuði enda hafa bílaleigur keypt um 40 prósent nýrra fólksbíla síðustu ár.
31.03.2020 - 12:41
Ekki endilega góð hugmynd að taka sparnaðinn út
Það er ekki endilega góð hugmynd að taka út sérseignarsparnað, þótt það sé í boði. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Eitt af því sem stjórnvöld ætla að gera til að bregðast við ástandinu vegna kórónuveirunnar er að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn. Björn Berg segir að þótt heimildin sé veitt þýði það ekki endilega að fólk eigi að nýta sér hana, séreignarsparnaður sé hugsaður til efri áranna.
Myndband
230 milljarða aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Kostnaður við aðgerðir í fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru nemur um 230 milljörðum króna, sem eru tæplega 8 prósent af landsframleiðslu. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi nú eftir hádegi. Í þeim eru meðal annars brúarlán til fyrirtækja sem ríkið ábyrgðist að hluta, sérstakar barnabætur í júní og 100 prósent endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna viðgerða á heimilum.