Færslur: Efnahagmál

Vilja flýta aðgerðum og bregðast strax við samdrætti
Viðreisn vill bregðast strax við samdrætti og flýta aðgerðum til að takast á við efnahagsvandann sem Kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Útlit sé fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn og aðgerðir þurfi að miða að því. 
03.09.2020 - 13:47
Frakkar hyggjast skapa 160 þúsund ný störf
Franska ríkisstjórnin hyggst grípa til aðgerða þannig að til verði 160 þúsund ný störf í landinu á næsta ári.
Íbúum Barcelona gert að halda sig heima
Fjórum milljónum íbúa borgarinnar Barcelona á Spáni var sagt að halda sig heima við í dag eftir að kórónuveirutilfellum tók á fjölga á ný. 
17.07.2020 - 22:37
Hagstofan spáir mesta samdrætti lýðveldissögunnar
Verg landsframleiðsla dregst saman um  8,4 prósent í ár sem er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kom út í morgun.
26.06.2020 - 10:14
Mestum samdrætti til 2021 spáð á Íslandi
Efnahagshorfur í heiminum eru enn verri en áður var gert ráð fyrir samkvæmt uppfærðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í júnískýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahagshorfur aðildarríkja er Íslandi spáð meiri efnahagslegum samdrætti fram til loka næsta árs heldur en nokkru öðru OECD-ríki.   
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Heimurinn á tímum kórónuveirunnar
Yfir ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveiruna í rómönsku Ameríku. Álfan gæti einnig staðið frammi fyrir matvælaskorti í kjölfar verðfalls á heimsmörkuðum í dag. Óttast er að langan tíma taki fyrir efnahaginn að ná sér.
12.06.2020 - 02:07
Myndskeið
Spá mesta efnahagssamdrætti í sögu OECD
Efnahagssamdráttur á heimsvísu á þessu ári verður sá mesti í sextíu ára sögu OECD. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir hundruð milljóna hafa misst vinnuna og ástandið verði enn verra ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á.
10.06.2020 - 22:10
Framkvæmdir legið niðri í ár vegna dýptar mýrarinnar
Framkvæmdir við nýtt knatthús í Vetrarmýri í Garðabæ hafa legið niðri í um ár. Bærinn leitar nú leiða til að koma til móts við verktakann en mýrin er dýpri og meiri en áætlað var og framkvæmdin því kostnaðarsamari.
10.06.2020 - 12:52
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Vonar að ferðaþjónustan nái viðsnúningi í haust
Ferðamálastjóri fagnar áformum þýskra stjórnvalda um að opna fyrir ferðalög til Íslands í næsta mánuði. Hann segir vísbendingar um að haustið verði betra en upphaflega var gert ráð fyrir.
26.05.2020 - 22:05
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Trzy dni bez zakażeń
W czasie ostatnich 24 godzin nie wykryto żadnego nowego zakażenia. Branża turystyczna przygotowuje się i swoje usługi do przyjęcia islandzkich podróżnych. W czasie kryzysu Covid-19, wzrosło poparcie dla rządu.
06.05.2020 - 17:30
Nie ma nowych zakażeń
W ciągu ostatnich 24 godzin nie odnotowano nowych zakażeń Covid-19. Władze mają nadzieję na wprowadzenie kolejnych zmian w obowiązujących nakazach i prawdopodobnie od 18 maja otwarte zostaną baseny.
05.05.2020 - 15:18
Sjá fram á samdrátt í bílasölu
Sala á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 7,4 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Útlit er fyrir að samdrátturinn verði meiri næstu tvo mánuði enda hafa bílaleigur keypt um 40 prósent nýrra fólksbíla síðustu ár.
31.03.2020 - 12:41
Ekki endilega góð hugmynd að taka sparnaðinn út
Það er ekki endilega góð hugmynd að taka út sérseignarsparnað, þótt það sé í boði. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Eitt af því sem stjórnvöld ætla að gera til að bregðast við ástandinu vegna kórónuveirunnar er að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn. Björn Berg segir að þótt heimildin sé veitt þýði það ekki endilega að fólk eigi að nýta sér hana, séreignarsparnaður sé hugsaður til efri áranna.
Myndband
230 milljarða aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Kostnaður við aðgerðir í fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru nemur um 230 milljörðum króna, sem eru tæplega 8 prósent af landsframleiðslu. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi nú eftir hádegi. Í þeim eru meðal annars brúarlán til fyrirtækja sem ríkið ábyrgðist að hluta, sérstakar barnabætur í júní og 100 prósent endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna viðgerða á heimilum.
Viðtal
Líklegra að svartsýnustu spár verði að veruleika
Sífellt líklegra er að svartsýnustu spár um áhrif COVID-19 faraldursins á efnahagskerfið hér á landi verði að veruleika. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin styðji við bakið á atvinnulífinu. Þó megi ekki gleyma því að ástandið sé tímabundið.
16.03.2020 - 20:04
Bjóða fólki að gera hlé á afborgunum vegna veirunnar
Stjórnendur Arion banka hafa tekið þá ákvörðun að bjóða einstaklingum sem eru í viðskiptum við bankann að gera greiðsluhlé vegna COVID-19 veirunnar. Bankinn ætlar að koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna veirunnar, og gefa þeim kost á að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði „til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.“ Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hafa ákveðið að bjóða sambærilegar lausnir.
Viðtal
Krefst fundar með Pompeo og að hætt verði við ferðabann
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur krafist þess formlega  að bandarísk stjórnvöld hætti við ferðabann frá Íslandi. Hann mótmælir aðgerðum bandarískra stjórnvalda harðlega og hefur óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór furðar sig á því að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnvöl í þeim löndum sem bannið tekur til.
12.03.2020 - 12:57
Segir að réttindi verkafólks verði tryggð í aðgerðunum
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að réttindi verkafólks verði tryggð í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í gær, vegna efnahagslægðar sem búist er við vegna fækkunar ferðamanna í ljósi kórónaveirunnar. Bæði forseti ASÍ og formaður Eflingar hafa lýst yfir áhyggjum af því að ekki verði tekið nægt tillit til verkafólks í aðgerðunum. Ásmundur Einar segir að á næstunni verði rætt við verkalýðshreyfinguna um aðgerðirnar.
11.03.2020 - 12:25
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25%. Frá þessu var greint í morgun, en vaxtaákvörðun var flýtt um viku vegna kórónaveirunnar.
11.03.2020 - 08:06
Viðtal
Segir fyrirsjáanlegt að atvinnuleysi aukist
Ekki er nóg að ríkisstjórnin hafi samráð við fjármálafyrirtæki varðandi aðgerðir til varnar efnahagslífinu vegna áhrifa COVID-19 kórónaveirunnar, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Að hennar mati hefðu stjórnvöld einnig átt að hafa samráð við fulltrúa launafólks. Kynntar voru aðgerðir til handa fyrirtækjum í dag vegna efnahagslægðar sem rekja má til fækkunar ferðamanna vegna COVID-19.
10.03.2020 - 19:35
Myndskeið
Gjöldum tímabundið aflétt af fyrirtækjum
Gistináttagjaldi verður aflétt tímabundið og sumum öðrum gjöldum sömuleiðis, til að koma til móts við fyrirtæki í þeirri kólnun í íslenska efnahagslífinu sem viðbúin er vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
10.03.2020 - 14:07
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54