Færslur: EES

Myndskeið
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.
Boðar auknar hömlur á jarðakaup
Forsætisráðherra ætlar í næstu viku að leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að setja hömlur á jarðaviðskipti. Samkvæmt frumvarpinu þarf samþykki ráðherra fyrir kaupum á stærri jörðum.
08.02.2020 - 19:13
Landsréttur staðfestir hæfi Arnars Þórs
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um að hann sé hæfur til að dæma í máli starfsmanns Samgöngustofu. Starfsmaðurinn krafðist þess að Arnar Þór viki vegna ummæla sem hann lét falla um þriðja orkupakkann í aðsendri grein í Morgunblaðinu og viðtali á mbl.is.
18.01.2020 - 14:00
Gert að framselja grunaða og brotlega Íslendinga
Íslenska ríkið verður nú að framselja Íslendinga sem grunaðir eru um glæp eða hafa gerst brotlegir innan ríkja Evrópusambandsins, til viðkomandi ríkis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nýrri evrópskri handtökustilskipun, sem tók gildi nú um mánaðamótin, er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að brotamenn dyljist í eigin landi.
08.11.2019 - 12:54
Myndskeið
Færslu- og þjónustugjöld gætu snarlækkað
Færslu- og þjónustugjöld banka gætu lækkað verulega með tilkomu opins bankakerfis. Að sama skapi gætu tekjur bankanna dregist verulega saman og eru þeir þegar farnir að búa sig undir harðari samkeppni.
16.10.2019 - 21:38
Myndskeið
Hætta á að íslensk fyrirtæki verði undir
Íslensk tækni- og nýsköpunarfyrirtæki eiga á hættu að verða undir í samkeppni við erlend fyrirtæki, verði tilskipun Evrópusambandsins um opin bankaviðskipti ekki innleidd í íslensk lög fljótlega, segir talsmaður Samtaka fjártæknifyrirtækja.
15.10.2019 - 22:22
Undrast að kostir og gallar séu ekki greindir
EES-skýrslan svarar ekki þeim spurningum sem Alþingi vildi fá svör við, segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem átti frumkvæði að skýrslubeiðninni. Kostir og gallar aðildar séu ekki metnir sem hafi þó verið hvatinn að skýrslubeiðni Alþingis.
03.10.2019 - 12:04
Myndskeið
Stöðnun, einangrun og afturför án EES
EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum. Þetta er niðurstaða skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kynnt var í dag. Utanríkisráðherra segir samninginn einstakan og útilokað að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag.
Sjöttu hver lög bein afleiðing EES-samnings
Rúmlega sjötta hver lagasetning frá Alþingi síðasta rúma aldarfjórðunginn er bein afleiðing af aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Það eru 485 lög af 3.071 frá vetrinum 1992 til 1993. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um EES-samninginn og áhrif hans á íslenskt samfélag. Skýrsluhöfundar taka fram að mikil hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu ef Íslendingar stæðu utan EES og vildu frekar nota heimasmíðaðar reglur.
01.10.2019 - 14:31
Eyða verður vafa um lögmæti EES
Binda verður enda á stjórnlagaþrætur um aðild Íslands að EES-samningnum segir starfshópur sem vann skýrslu um EES-samstarfið. Það verður að gera annað hvort með ákvæði um aðildina í stjórnarskrá eða með viðurkenningu á því að hún hafi áunnið sér stjórnlagasess.
01.10.2019 - 12:00
Greiða atkvæði um þriðja orkupakkann á morgun
Á morgun verða greidd atkvæði um þriðja orkupakkann á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og búist er við að hann standi lengi. Umræður á Alþingi um orkupakkann hafa staðið yfir í um hundrað og fimmtíu klukkustundir, og eru þær lengstu í sögu þingsins.
01.09.2019 - 22:05
Fréttaskýring
Hvað er þriðji orkupakkinn?
Næstu daga ræðst það hvernig Alþingi afgreiðir þriðja orkupakkann. Málið er það sem hefur fengið mesta umræðu á Alþingi, samanlagt 138 klukkstundir og 25 mínútum betur. Drjúgur meirihluti virðist vera fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi þrátt fyrir að málið hafi vakið harðar deilur.
Skila undirskriftum ekki fyrir atkvæðagreiðslu
Undirskriftum þeirra Sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann verður ekki skilað áður en Alþingi greiðir atkvæði um málið. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, segir það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem forysta flokksins ætli ekki að taka undirskriftirnar til greina.
26.08.2019 - 09:31
Á eftir að innleiða innan við 1% EES-gerða
Svokallaður innleiðingarhalli Íslands vegna EES-gerða, það er, tilskipana og reglugerða, er innan við eitt prósent, í þriðja sinn í röð. Þetta hefur aldrei gerst áður samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að það eigi eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi, sex tilskipanir og 38 reglugerðir.
16.07.2019 - 19:11
Innlent · EFTA · ESA · EES
Faggildingarvottorð ekki fullgild innan EES
Faggildingarvottorð, gefin út hér á landi, teljast ekki jafngild sams konar vottorðum frá öðrum ríkjum EES og njóta ekki endilega virðingar á Evrópska efnahagssvæðinu eins og staðan er nú. Þeir sem hafa fengið faggildingarvottorð hér á landi, og vilja veita þjónustu í öðru EES-ríki, geta því ekki reitt sig á að vottorðin séu fullgild þar.
15.07.2019 - 16:47
Viðtal
Segir að umræða um orkupakkann sé ekki málþóf
Málþóf Miðflokksmanna í umræðu um þriðja orkupakkann er komið út fyrir öll velsæmismörk, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Staðan sé afleit. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins segir að umræðan snúist um efnisatriði og sé því ekki málþóf. Hins vegar vanti svör stuðningsmanna orkupakkans. 
28.05.2019 - 19:42
Árétta sérstöðu Íslands í raforkumálum
Sérstaða Íslands hvað varðar þriðja orkupakkann er áréttuð í sameiginlegri yfirlýsingu Noregs, Liechtenstein og Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti yfirlýsinguna á ríkisstjórnarfundi í gær.
11.05.2019 - 08:59
Vill skoða EES-samninginn vegna orkupakkans
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir þriðja orkupakkann fela í sér eftirgjöf valds til Evrópusambandsins. Hann segir mjög æskilegt að fara yfir EES samninginn og hvernig hann hafi nýst og vill að málinu verði vísað aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar því það sé staðurinn til að fá undanþágur.
02.05.2019 - 17:56
Útvarpsfrétt
Segir yfirráð yfir raforku ekki tapast
Fjármálaráðherra segir þriðja orkupakkann ekki fela í sér framsal á valdi til Brüssel eða að yfirráð yfir íslenskum raforkumarkaði verði færð annað. Þetta kom fram í máli ráðherra á þingfundi sem nú stendur yfir. 
02.05.2019 - 12:20
Viðtal
Segir orkupakka ekki um yfirráð yfir auðlindum
Þriðji orkupakkin snýr ekki að því hvort ríki missi yfirráð yfir auðlindum sínum, sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra í sjónvarpsfréttum í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson, mælti fyrir þriðja orkupakkanum á Alþingi síðdegis. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins leggjast gegn honum.
08.04.2019 - 20:00
Segir þriðja orkupakkann standast stjórnarskrá
Þriðji orkupakkinn stenst að fullu stjórnarskrá Íslands, sagði utanríkisráðherra á Alþingi þegar hann mælti fyrir honum síðdegis. Aðeins Miðflokkurinn og Flokkur fólksins leggjast gegn þriðja orkupakkanum.
08.04.2019 - 18:55
Mælir fyrir þriðja orkupakkanum í dag
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mælir á Alþingi síðar í dag fyrir þingsályktunartillögu sinni um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að umræðan um hann í samfélaginu sé nú þegar orðin fyrirferðarmikil.
08.04.2019 - 12:40
Vilja tilskipanir burt og yfirþjóðlegt vald
Norsku samtökin Nei við ESB, sem barist hafa gegn aðild að ESB í bráðum hálfa öld, krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Noregs að EES-samningnum. Þau vilja nýjan samning án kvaða um innleiðingu á tilskipunum frá Evrópusambandinu.
20.03.2019 - 17:00
 · Erlent · EES · ESB
Viðtal
Segir bændur ekki óttast réttláta samkeppni
Bændasamtök Íslands óttast ekki samkeppni við innfluttar vörur ef þær eru framleiddar við sömu skilyrði og þær íslensku, segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna. Ársfundur þeirra verður haldinn í Hveragerði um helgina. Samtökin leggjast gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra um innflutning á ófrosnu kjöti.
14.03.2019 - 13:29
Corbyn gælir við aðild að EES-samningnum
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, er sagður gæla við þá hugmynd að Bretar feti svipaða slóð og EFTA-ríkin og gerist aðilar að EES-samningnum eftir Brexit. BBC greinir frá þessu. Haft er eftir Corbyn að hann sé nú að „skoða allar leiðir“ sem geti komið í veg fyrir að Bretar standi uppi samningslausir eftir boðaða úrgöngu úr Evrópusambandinu hinn 29. mars.
07.03.2019 - 06:53