Færslur: EES

EFTA-dómur stöðvar ekki lagningu sæstrengs
Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið gert skylt að ráðast í rannsókn á því hvort hlutafjáraukning íslenska ríkisins til Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs standist reglur um ríkisaðstoð. Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur ekki áhrif á langingu sæstrengsins sem hófst í síðustu viku. Sýn kvartaði til ESA og taldi ríkisaðstoð til Farice vera ólögmæta og ekki í samræmi við þjónustusamning milli Farice og Fjarskiptasjóðs.
01.06.2022 - 11:36
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Ungu fólki einfaldað að sækja um vinnudvöl á Bretlandi
Ungt fólk getur nú sótt um dvalarleyfi vegna fyrirhugaðrar vinnudvalar á Bretlandi. Það byggir á samkomulagi þess efnis sem undirritað var milli ríkjanna í júlí á síðasta ári.
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Óleyfilegar fullyrðingar um heilsubót algengar
Mikið er um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla hérlendis, er fram kemur í nýrri úttekt Matvælastofnunar. Oftast sáust slíkar fullyrðingar í auglýsingabæklingum eða á vefsíðum og sneru þær flestar að því að ákveðin næringarefni hefðu áhrif á vöxt, þroska eða starfsemi líkamans.
01.10.2021 - 21:08
Vara við tilslökunum þar sem lítið er bólusett
Sóttvarnastofnun Evrópu varar við því að kórónuveirusmitum geti fjölgað að nýju í einhverjum löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það eigi einkum við þau ríki þar sem bólusetningar ganga hægt.
Ísland enn langefst á lista yfir losun á hvern íbúa
Íslendingar voru sú þjóð innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, sem losaði mest af gróðurhúsalofttegundum árið 2019 á hvern íbúa. Mestu munar um losun vegna landnotkunar. Heildarlosunin hér á landi var fimm sinnum meiri árið 2019 en meðallosunin í ríkjum Evrópusambandsins þetta sama ár og ríflega tvöfalt meiri en í Lúxemborg, þar sem losunin er næst mest miðað við höfðatölu.
20.08.2021 - 05:51
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Katrín við von der Leyen: Ísland má ekki gleymast
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag.
Ísland, Noregur og Bretland semja um verslun
Gengið hefur verið frá samningi milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og Bretlands um tímabundinn verslunarsamning vegna útgöngu Breta úr ESB. Samningurinn gildir frá 1. janúar uns formlegt fríverslunarsamkomulag verður undirritað.
23.11.2020 - 13:12
Efnahagsmál · Atvinnulíf · Viðskipti · Erlent · Evrópa · Innlent · Brexit · Bretland · Noregur · EES · ESB
Myndskeið
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.
Boðar auknar hömlur á jarðakaup
Forsætisráðherra ætlar í næstu viku að leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að setja hömlur á jarðaviðskipti. Samkvæmt frumvarpinu þarf samþykki ráðherra fyrir kaupum á stærri jörðum.
08.02.2020 - 19:13
Landsréttur staðfestir hæfi Arnars Þórs
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um að hann sé hæfur til að dæma í máli starfsmanns Samgöngustofu. Starfsmaðurinn krafðist þess að Arnar Þór viki vegna ummæla sem hann lét falla um þriðja orkupakkann í aðsendri grein í Morgunblaðinu og viðtali á mbl.is.
18.01.2020 - 14:00
Gert að framselja grunaða og brotlega Íslendinga
Íslenska ríkið verður nú að framselja Íslendinga sem grunaðir eru um glæp eða hafa gerst brotlegir innan ríkja Evrópusambandsins, til viðkomandi ríkis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nýrri evrópskri handtökustilskipun, sem tók gildi nú um mánaðamótin, er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að brotamenn dyljist í eigin landi.
08.11.2019 - 12:54
Myndskeið
Færslu- og þjónustugjöld gætu snarlækkað
Færslu- og þjónustugjöld banka gætu lækkað verulega með tilkomu opins bankakerfis. Að sama skapi gætu tekjur bankanna dregist verulega saman og eru þeir þegar farnir að búa sig undir harðari samkeppni.
16.10.2019 - 21:38
Myndskeið
Hætta á að íslensk fyrirtæki verði undir
Íslensk tækni- og nýsköpunarfyrirtæki eiga á hættu að verða undir í samkeppni við erlend fyrirtæki, verði tilskipun Evrópusambandsins um opin bankaviðskipti ekki innleidd í íslensk lög fljótlega, segir talsmaður Samtaka fjártæknifyrirtækja.
15.10.2019 - 22:22
Undrast að kostir og gallar séu ekki greindir
EES-skýrslan svarar ekki þeim spurningum sem Alþingi vildi fá svör við, segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem átti frumkvæði að skýrslubeiðninni. Kostir og gallar aðildar séu ekki metnir sem hafi þó verið hvatinn að skýrslubeiðni Alþingis.
03.10.2019 - 12:04
Myndskeið
Stöðnun, einangrun og afturför án EES
EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum. Þetta er niðurstaða skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kynnt var í dag. Utanríkisráðherra segir samninginn einstakan og útilokað að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag.
Sjöttu hver lög bein afleiðing EES-samnings
Rúmlega sjötta hver lagasetning frá Alþingi síðasta rúma aldarfjórðunginn er bein afleiðing af aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Það eru 485 lög af 3.071 frá vetrinum 1992 til 1993. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um EES-samninginn og áhrif hans á íslenskt samfélag. Skýrsluhöfundar taka fram að mikil hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu ef Íslendingar stæðu utan EES og vildu frekar nota heimasmíðaðar reglur.
01.10.2019 - 14:31
Eyða verður vafa um lögmæti EES
Binda verður enda á stjórnlagaþrætur um aðild Íslands að EES-samningnum segir starfshópur sem vann skýrslu um EES-samstarfið. Það verður að gera annað hvort með ákvæði um aðildina í stjórnarskrá eða með viðurkenningu á því að hún hafi áunnið sér stjórnlagasess.
01.10.2019 - 12:00
Greiða atkvæði um þriðja orkupakkann á morgun
Á morgun verða greidd atkvæði um þriðja orkupakkann á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og búist er við að hann standi lengi. Umræður á Alþingi um orkupakkann hafa staðið yfir í um hundrað og fimmtíu klukkustundir, og eru þær lengstu í sögu þingsins.
01.09.2019 - 22:05
Fréttaskýring
Hvað er þriðji orkupakkinn?
Næstu daga ræðst það hvernig Alþingi afgreiðir þriðja orkupakkann. Málið er það sem hefur fengið mesta umræðu á Alþingi, samanlagt 138 klukkstundir og 25 mínútum betur. Drjúgur meirihluti virðist vera fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi þrátt fyrir að málið hafi vakið harðar deilur.
Skila undirskriftum ekki fyrir atkvæðagreiðslu
Undirskriftum þeirra Sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann verður ekki skilað áður en Alþingi greiðir atkvæði um málið. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, segir það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem forysta flokksins ætli ekki að taka undirskriftirnar til greina.
26.08.2019 - 09:31