Færslur: Eðlisfræði

Í hópi bronsverðlaunahafa á Evrópuleikunum í eðlisfræði
Kristján Leó Guðmundsson var í hópi bronsverðlaunahafa á Evrópuleikum í eðlisfræði. Leikarnir fóru fram á netinu dagana 20. og 21. júlí en var stjórnað frá Eistlandi. Íslenska landsliðið í eðlisfræði tók þátt í mótinu í fyrsta skipti nú í ár. Það var valið í maí og er skipað, auk Kristjáns, af Arnari Gylfa Haraldssyni, Jasoni Andra Gíslasyni, Jóni Val Björnssyni og Valdimar Erni Sverrissyni.
28.07.2020 - 15:03
„Snilldargáfa þeirra var ekki ókeypis“
„Í mínum huga er þetta tímabil merkilegasti tíminn í sögu vísindanna, sá tími þar sem menn breyttu gjörsamlega þeirri sýn sem við höfum á heiminn,” segir Kári Stefánsson um fyrstu tuttugu og fimm ár síðustu aldar, en samskipti og átök helstu eðlisfræðinga þess tíma eru viðfangsefni bókarinnar Quantum eftir Manjit Kumar. Kári sagði frá bókinni í Lestinni á Rás 1 en þar fjallar fólk úr ólíkum áttum um bækur sem að mati þess varpa áhugaverðu eða mikilvægi ljósi á heiminn.