Færslur: Edduverðlaunin

Edduverðlaunum frestað fram á haust
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, hefur ákveðið að fresta afhendingu Edduverðlaunanna fram á haustið, í von um að þá verði hægt að blása til hefðbundinnar Eddu-hátíðar með pompi og prakt og fjölda gesta.
16.04.2021 - 05:54
Edduverðlaunin afhent hálfu ári á eftir áætlun
Edduverðlaunin verða afhent í byrjun október. Upphaflega stóð til að afhenda þau í mars, en COVID setti þá strik í reikninginn. Þau verða því afhent rúmu hálfu ári á eftir áætlun.
Myndskeið
„Göngum afturábak til framtíðar“
Halldóra Geirharðsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki á Edduverðlaununum í kvöld eftir framúrskarandi leik í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Í þakkarræðu sinni var henni sérlega umhugað um kvíða og núvitund og hvatti fólk til þess að snúa veröldinni við.
22.02.2019 - 23:24
Myndskeið
„Þú verður aldrei listamaður, Egill"
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Eðvarðsson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar 2019 sem veitt voru í kvöld í Austurbæjarbíói í Reykjavík. Í þakkarræðu sinni rifjaði Egill upp orð gamals kennara sem sagði að Egill yrði aldrei listamaður, til þess væri hann of flinkur.
Myndskeið
„Drullast til að gera eitthvað“
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hlaut Edduverðlaunin í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki, fyrir eftirminnilegt hlutverk sitt í Lof mér að falla. Hún hélt tilfinningaþrungna ræðu og hvatti yfirvöld til að „drullast til að gera eitthvað“ í málefnum fíkniefnaneytenda.
22.02.2019 - 21:45
„Að horfa á fjöll án þess að reykja eitthvað“
Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson hlaut Edduverðlaunin fyrr í kvöld fyrir tónlistina í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Í þakkarræðu sinni fór Davíð með fallegt ljóð um reykingar.
22.02.2019 - 21:06
Mynd með færslu
Edduverðlaunin 2019 afhent í kvöld
Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld í Austurbæjarbíói. Sýnt er beint frá Eddunni á RÚV og í spilaranum hér að ofan og hefst útsending kl. 20.55. Kvikmyndin Lof mér að falla er með flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, alls 12 talsins. Fast á hæla hennar kemur Kona fer í stríð með 10 tilnefningar.
22.02.2019 - 20:03
Myndskeið
Fyrirmynd og frumkvöðull með húmor að vopni
Guðný Halldórsdóttir, eða Duna Laxness eins og hún er oftast kölluð, hlaut heiðursverðlaun Eddunnar í gær. „Allar greinar þurfa sína frumkvöðla og sínar fyrirmyndir og heiðursverðlaunahafi Eddunnar 2018 er svo sannarlega bæði frumkvöðull og fyrirmynd,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem afhenti Dunu verðlaunin.
26.02.2018 - 09:32
Mynd með færslu
Edduverðlaunin afhent
Edduverðlaunin eru afhent í 19. sinn á Hótel Hilton í kvöld klukkan 20.15. Sýnt er beint frá afhendingu verðlaunanna á RÚV og í spilaranum hér að ofan. Sjónvarpsþáttaröðin Fangar fékk flestar tilnefningar í ár – 14 talsins – og þar á eftir kom kvikmyndin Undir trénu með 12 tilnefningar.
25.02.2018 - 20:01