Færslur: Edduverðlaun

Kosning
Sjónvarpsefni ársins 2021
Hvert fannst þér vera sjónvarpsefni ársins í fyrra? Nú getur þú kosið um það hér að neðan. Úrslit kosningarinnar verða kynnt á Edduverðlaunahátíðinni í september næstkomandi.
27.05.2022 - 13:31
Samherjamaður vildi svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Einn af stofnendum og eigendum útvegsfyrirtæksins Samherja, Kristján Vilhelmsson, fór þess á leit við Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademínuna (ÍKSA) að Helgi Seljan fréttamaður RÚV yrði sviptur Edduverðlaunum í byrjun síðasta árs.
Agnes Joy verður framlag Íslands á Óskarnum
Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin sópaði að sér verðlaunum á Edduhátíðinni í vor, hún varð hlutskörpust um valið á kvikmynd ársins auk þess sem hún var verðlaunuð fyrir handrit, sem byggir á hugmynd Mikaels Torfasonar.
25.11.2020 - 18:51
Agnes Joy og Hvítur, hvítur dagur sigursælust á Eddunni
Kvikmyndirnar Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason sópuðu að sér Edduverðlaunum og enduðu með sex styttur hvor. Tilkynnt var um verðlaunahafa í sérstökum skemmtiþætti í kvöld í stað hátíðlegrar athafnar í beinni vegna ískyggilegs COVID-ástands í samfélaginu.
06.10.2020 - 20:58
Eddan: Allir verðlaunahafar — Hrútar með 11
Edduverðlaunin, eða íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í kvöld. Kvikmyndin Hrútar hlaut langflest verðlaun og var m.a. valin besta myndin. Grímur Hákonarson tók við verðlaunum fyrir bæði handrit og leikstjórn Hrúta, Sigurður Sigurjónsson fyrir besta leik í aðalhlutverki og Theodór Júlíusson fyrir best leik í aukahlutverki.
28.02.2016 - 21:45
Eddan: Ragna Fossberg sæmd heiðursverðlaunum
„Ferilskrá Rögnu Fossberg er samofin íslenskri kvikmyndasögu. Hún hefur leitt förðun og hárgreiðslu hjá RÚV frá því fyrir litasjónvarp.“ Ragna hefur áður unnið til fimm Edduverðlauna og var í ár sæmd heiðursverðlaunum, fyrir störf sín í tæplega hálfa öld. Í þakkarræðuni sagðist Ragna þó ekki vera hætt, heldur rétt að byrja.
28.02.2016 - 21:33
„Ég hef ekki séð neitt af þessu drasli“
Kynnir kvöldsins á Edduverðlaununum 2016, Anna Svava Knútsdóttir, opnaði hátíðina með uppistandi. Þar viðurkenndi hún m.a. að hún hefði ekki séð neina af þeim myndum sem tilnefndar eru og gerði góðlátlegt grín að Jóni Gnarr.
28.02.2016 - 20:07