Færslur: Ebóla

Bóluefni gegn ebóla nærri fullkomið
Vísindamenn binda miklar vonir við nýtt bóluefni gegn ebólaveirunni sem prófað var á yfir fimm þúsund manns í Gíneu. Fólkið var bólusett í fyrra, undir lok faraldurs sjúkdómsins í vesturhluta Afríku sem varð yfir 11 þúsund að bana. Enginn þeirra sem fékk bóluefnið smitaðist.
23.12.2016 - 01:42
Ebóla-faraldurinn kenni læknavísindunum lexíu
„Þegar banvæn og bráðsmitandi farsótt geisar og fólk stráfellur allt um kring lamast samfélagið. Við slíkar aðstæður þarf heilbrigðisstarfsfólk að vinna með almenningi að lausnum. Ef það beitir valdi og hlustar ekki fær það almenning upp á móti sér og það gerir illt verra. Þetta er lærdómurinn sem við þurfum að draga af Ebóla-faraldrinum.“ Þetta er sýn Cheikh Ibrahima Niang, prófessors í læknisfræðilegri og félagslegri mannfræði við Cheikh Anta Diop-háskóla í Dakar, Senegal. 
28.10.2016 - 18:22
Fimm dánir úr ebólu í Gíneu frá því í desember
Fimm manns hafa að líkindum dáið úr ebólu í Afríkuríkinu Gíneu frá því að heilbrigðisyfirvöld lýstu því yfir í desember síðastliðnum að faraldurinn væri genginn um garð.
22.03.2016 - 17:32
Tveir hafa greinst með ebólu í Sierra Leone
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin staðfesti í morgun að tveir hefðu nú greinst með ebólu í Sierra Leone, rúmum tveimur mánuðum eftir að stofnunin lýsti því yfir að faraldurinn þar væri yfirstaðinn.
21.01.2016 - 09:42
Erlent · Afríka · Ebóla
Yfir 100 í einangrun vegna hættu á ebólusmiti
Stjórnvöld í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone gera nú hvað þau geta til að slá á ótta almennings vegna ebólutilfellis, sem upp kom í landinu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að ebólufaraldurinn á þessum slóðum væri afstaðinn. Tilkynnt var að búið sé að setja ríflega 100 manns í sóttkví, eftir að ebóla var staðfest sem dánarorsök ungrar konu sem lést í Tonkolili-sýslu í Norðurhéraði landsins á fimmtudag.
17.01.2016 - 05:17
Ebóla drepur enn þótt faraldur sé að baki
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku væri afstaðinn bárust tíðindi af dauðsfalli í Sierra Leone af völdum ebólu. Fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, og fréttaveitunnar AFP, ber þó ekki saman um hver lést og hvenær.
15.01.2016 - 03:28
 · Ebóla
Ebólufaraldurinn um garð genginn
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlar á morgun að tilkynna að ebólufaraldurinn sé um garð genginn. Þá verða liðnir 42 dagar frá því að ebólu varð síðast vart í Líberíu. Þegar hefur því verið lýst yfir að nágrannaríkin Gínea og Síerra Leóne séu laus við veiruna. Tvö ár eru síðan ebólufaraldurinn blossaði upp í nokkrum Vestur-Afríkuríkjum.
13.01.2016 - 09:49
Ebóla-faraldri í Gíneu formlega lokið
Líbería er nú eina landið sem enn tekst á við Ebóla-faraldur, en bæði Síerra Leóne og Gínea hafa lýst því yfir að faraldrinum sé lokið þar í landi. Um 2.500 létust af völdum sjúkdómsins í Gíneu.
29.12.2015 - 05:42
Hjúkrunarfræðingur veiktist aftur af ebólu
Breskur hjúkrunarfræðingur, sem veiktist af ebólu í byrjun árs, hefur sýkst á ný og liggur lífshættulega veikur á sjúkrahúsi í Lundúnum.
14.10.2015 - 16:31
Ekkert ebólusmit í heila viku
Enginn greindist með ebólusmit í síðustu viku og að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er það í fyrsta skipti síðan í mars í fyrra að heil vika líður án þess að nokkur hafi smitast.
07.10.2015 - 20:33
Erlent · Afríka · Ebóla
Þorp í einangrun vegna ebólu
Um 1.000 manna þorp í Sierra Leone hefur verið sett í einangrun eftir að kona lést þar úr ebólu. Þorpið verður í einangrun í þrjár vikur ef ekki greinast fleiri með sjúkdóminn. Þorpsbúar verða að virða strangar reglur og mega ekki fara í heimsókn til nágranna.
04.09.2015 - 13:29
Erlent · Afríka · Ebóla
Nýtt bóluefni gegn ebólu reyndist vel
Bóluefni gegn ebólu sem prófað var nýlega í Gíneu reyndist fullkomlega, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Margaret Chan, forstjóri stofnunarinnar, kveðst vera vongóð um að böndum verði þar með komið á faraldurinn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leone.
31.07.2015 - 13:55
Líbería laus við ebólu
42 dagar hafa liðið án þess að nýtt tilfelli ebólu hafi greinst í Líberíu. Þar með telst ebólufaraldrinum í landinu lokið samkvæmt skilgreiningum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, en þetta er tvöfaldur meðgöngutími veirunnar, frá smitun til framkomu sjúkdómseinkenna.
09.05.2015 - 05:43
Ebólufaraldur fjölgar fórnarlömbum malaríu
Vísindamenn telja að hrun heilbrigðisþjónustunnar í Líberíu, Síerra Leone og Gíneu af völdum ebólu-faraldursins geti hafa valdið því að 11.000 manns hafi látist úr malaríu, sem annars hefði mátt bjarga. Þetta eru jafn margir og létust úr sjálfri ebólupestinni.
24.04.2015 - 04:40
Brugðust í baráttunni við ebólufaraldurinn
Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, viðurkennir að hún hafi brugðist í baráttunni við hinn banvæna ebólufaraldur sem geisað hefur í vesturhluta Afríku undanfarin misseri.
20.04.2015 - 05:47
Erlent · Afríka · Ebóla
Útgöngubann í Sierra Leone
Þriggja daga útgöngubann tók gildi í Sierra Leone í gær, föstudag. Markmiðið er að stemma stigu við útbreiðslu ebólu í landinu. Öllum landsmönnum er gert að halda sig heima.
28.03.2015 - 05:26
Vona að ebólufaraldrinum ljúki í ágúst
Sameinuðu þjóðirnar telja að ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku verði lokið í ágúst. Ár er í dag frá því að staðfest var að hann geisaði. Fleiri en tíu þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins.
23.03.2015 - 20:01
Fyrsta ebólusmit í Líberíu í tæpan mánuð
Stjórnvöld í Líberíu tilkynntu um ebólusmit í kvöld en tæpur mánuður er síðan tilkynnt var um smit. Líbería fór einna verst út úr ebólufaraldrinum en rúmlega fjögur þúsund hafa látið lífið úr ebólu í landinu.
21.03.2015 - 02:23
Tilraunir með bóluefni langt komnar
Tilraunir með bóluefni gegn ebólu eru langt komnar í Gíneu. Vonir standa til að efnið verði helsta vörnin gegn þessum illvíga sjúkdómi. Norðmaður sem lagður var inn á sjúkrahús í Björgvin í Noregi vegna gruns um ebólusmit reyndist ekki með ebólu.
08.03.2015 - 12:35
Norðmaðurinn reyndist ekki smitaður
Maður sem lagður var inn á sjúkrahús í Björgvin í Noregi og talið var að gæti hafa smitast af ebólu reyndist ekki með ebólu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sjúkrahússins í morgun.
08.03.2015 - 10:09
 · Ebóla
Segja AGS hafa veikt heilbrigðiskerfin
Aðhaldsaðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins urðu til þess að veikja heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku ríkja og gerði þeim erfiðara fyrir að takast á við ebólufaraldur sem hefur geisað á svæðinu síðan í febrúar.
22.12.2014 - 02:31
Allt að milljón manns í hættu
Afleiðingar ebólufaraldursins í Líberíu, Gíneu og Sierra Leone geta geta stefnt allt að einni milljón manna í hættu. Þetta segja forsvarsmenn tveggja matvælastofnana Sameinuðu þjóðanna.
17.12.2014 - 14:24
  •