Færslur: Ebba Katrín Finnsdóttir

Lagalistinn
„Þarna tók lífið fram fyrir hendurnar á mér“
Þegar Ebba Katrín Finnsdóttir sótti fyrst um í leiklistardeild Listaháskóla Íslands var henni hafnað. Í annað skipti fékk hún sama svar og ætlaði sér að gefa leikkonudrauminn upp á bátinn. Hún skráði sig í verkfræði en leiklistin togaði enn í hana. Í dag eru þrjú ár síðan hún útskrifaðist og það er nóg að gera hjá leikkonunni sem fer með hlutverk Júlíu í Þjóðleikhúsinu.
Poppland
„Það er alveg gredda í þessu“
Heiti King er óður til Rómeós Montague og hans ómótstæðilega kynþokka, sungið af Júlíu Kapúlet. Lagið er eftir Sölku Valsdóttur og er hluti af nýjustu uppsetningu á leikritinu Rómeó og Júlía sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.