Færslur: e. coli smit

E. coli-bakterían mjög smitandi
Flestir sem greinast með e. coli-sýkingu hætta að smita á fyrstu þremur vikum veikinda. Bakterían er mjög smitandi og börn geta smitað lengur, í undantekningartilfellum í nokkra mánuði. Því þarf að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir smit, sérstaklega í leikskólum.
02.08.2019 - 15:29
Myndskeið
Uppruni e.coli sýkingar rakinn með erfðatækni
Með því að greina genamengi bakteríunnar sem olli e.coli faraldrinum í Efstadal II var hægt að rekja smitið beint til kálfanna á býlinu og bregðast skjótt við. Sérfræðingur hjá Matís segir að hver dagur geti skipt sköpum við greiningu á bakteríum í matvælum.
23.07.2019 - 22:09
Engin tilfelli af e. coli fundust í dag
Sýni frá fjórum einstaklingum voru rannsökuð með tilliti til bakteríunnar í dag en enginn greindist með e. coli. Í tilkynningu frá Embætti Landlæknis segir að engin breyting hafi orðið á líðan barnanna sem fylgst er með á Barnaspítala Hringsins.
23.07.2019 - 14:33
Grunur um e. coli-smit í tveimur fullorðnum
Grunur er um að tveir fullorðnir hafi smitast af e. coli-bakteríunni. Í dag voru sýni úr fjórtán manns rannsökuð. Staðfesting á því hvort um sömu e. coli bakteríu er að ræða og hjá börnunum sem áður hafa greinst er væntanleg innan tveggja til þriggja daga. Í tilkynningu frá Landlæknisembættinu segir að búist sé við því að e. coli-faraldurinn sé að renna sitt skeið. Þessi vika muni líklegast skera úr um það.
17.07.2019 - 15:15
Vonir um að e. coli-faraldurinn sé í rénun
Ekkert barn greindist með e. coli-sýkingu af þeim níu sýnum sem rannsökuð voru á Landspítalanum í dag. Ekkert barn er nú á spítala af völdum sýkingarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnarlækni.
16.07.2019 - 15:51
Hveiti veldur e. coli-faraldri í Bandaríkjunum
21 Bandaríkjamaður veiktist af e. coli-sýkingu eftir að hafa borðað hveiti sýkt af bakteríunni. Týpan sem um ræðir er sú sama og fannst í bænum Efstadal 2, svokölluð O 026, sem veldur eitrun og getur valdið HUS sem endar með nýrnabilun og stundum dauða.
15.07.2019 - 16:34
E. coli-smit hjá börnum orðin 19
Tvö e. coli-smit greindust í dag. Annað var staðfest e. coli sýking hjá barni sem hefur legið á spítala síðan fyrir helgi. Staðfest er að smituð börn eru orðin 19. Margt bendir til að aðgerðir í Efstadal 2 þann 4. júlí hafi borið árangur. Barn í Bandaríkjunum sem var í Efstadal 2 er mikið veikt og sterkur grunur er um alvarlega sýkingu hjá því.
15.07.2019 - 14:31
Sambærilegur e. coli-faraldur í San Diego
Ellefu börn sýktust af e. coli á landbúnaðarsýningu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í lok júní. Eitt barn lést. Yfirvöld lokuðu sýningunni 4. júlí, sama dag og kálfastíunni í Efstadal 2 var lokað. Smitsjúkdómalæknir segir faraldurinn hér án fordæma og sérstaklega alvarlegan. Alls greindust 23 e. coli-tilfelli hér á árunum 2010 til 2018.
14.07.2019 - 11:58
Myndskeið
Eitt tilvik getur haft alvarlegar afleiðingar
Sóttvarnarlæknir segir að það megi endurskoða reglur um veitingastaði þar sem dýr eru í miklu návígi. Þó megi ekki fara út í hræðslu við umgengni við dýr. Bandarískt barn liggur mikið veikt á spítala vestanhafs og leikur grunur á ecoli smiti úr Efstadal 2. Faraldurinn er ekki í rénun.
13.07.2019 - 18:12
Öll smituðu börnin talin munu ná sér að fullu
Öll börnin sem hafa smitast af e. coli úr Efstadal 2 eru á batavegi. Eitt fékk svo alvarlega nýrnabilun að það þurfti blóðskilun. 17. smitið greindist í dag, en sterkur grunur er um það 18. hjá barni sem lagðist inn á spítala í dag. Ís er talinn líklegasta smitleiðin, en að minnsta kosti 15 börn af 18 fengu sér ís í Efstadal 2. Engar sambærilegar bakteríur hafa greinst annarsstaðar á landinu.
12.07.2019 - 18:36
Öll sýktu börnin íslensk og búsett hér
Landlæknisembættið er í reglulegu sambandi við alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld og ferðaþjónustu hérlendis vegna e.coli faraldursins sem sýkt hefur að minnsta kosti sextán börn undanfarnar vikur. Öll börnin sem hafa greinst til þess eru íslensk og langflest búsett á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins undirstrikar mikilvægi hreinlætis, sérstaklega hjá börnum, til að sporna við sýkingum eftir umgengni við dýr.
12.07.2019 - 11:55
E. coli smit löngu orðið faraldur
Nú hafa 16 börn greinst með e. coli-smit. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta löngu orðið að faraldri. Búið sé að grípa til ýmissa aðgerða til að reyna koma í veg fyrir að fleiri smitist.
11.07.2019 - 16:49
Fjögur börn greind með e. coli í dag
Fjögur ný tilfelli e. coli-smits greindust í dag en alls voru 27 sýni rannsökuð. Börnin sem voru greind eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára, að því er fram kemur á vef Landlæknis.
11.07.2019 - 15:43
Líðan barna með e. coli batnandi eða stöðug
Líðan barnanna tólf sem greinst hafa með e. coli smit er batnandi eða stöðug, að sögn Viðars Arnar Eðvarðssonar, sérfræðings í nýrnalækningum barna. Börnin eru flest undir fimm ára aldri og það yngsta fimm mánaða.
11.07.2019 - 14:16
Viðtal
Ómögulegt að segja hversu víðtækt smitið er
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ómögulegt að segja til um hversu víðtækt e. coli smitið frá Efstadal II er. Ný tilfelli komi fram á hverjum degi.
10.07.2019 - 19:59
Tvö börn til viðbótar greinst með e. coli
Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli bakteríuna og eru því þau orðin 12 talsins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá embætti landlæknis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
10.07.2019 - 16:25
Tíu börn hafa smitast af e. coli
Tíu börn hafa smitast og veikst af e.coli bakteríunni. Grunur um uppruna smits beinist að ákveðnum stað í uppsveitum Árnessýslu. Þetta segir Katrín Guðjónsdóttir, staðgengill forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar. Katrín segir að bakterían hafi að öllum líkindum borist með matvælum eða af snertingu við dýr. Gripið hafi verið til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. 
08.07.2019 - 14:56
Matvæli og vatn til rannsóknar vegna e. coli
Tvö börn liggja alvarlega veik á barnaspítala Hringsins með nýrnabilun vegna sýkingar af e. coli bakteríu. Orsök smitsins er ófundin en bæði matvæli og drykkjarvatn eru til rannsóknar. Alls hafa fjögur börn veikst, á aldrinum fimm mánaða til sjö ára. Þau voru öll á sömu stöðunum í uppsveitum Árnessýslu.
04.07.2019 - 18:42