Færslur: Dýrið

Í BEINNI
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag. Þá kemur í ljós hvort kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hljóti tilnefningu til verðlaunanna.
08.02.2022 - 12:53
Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna
Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson komst á stuttlistann svokallaða hjá bandarísku kvikmynda akademíunni, sem notaður verður við val á tilnefningum til Óskarsverðlauna. Myndin er í flokknum Alþjóðlegar kvikmyndir, ásamt 14 öðrum kvikmyndum sem sköruðu fram úr á árinu.
21.12.2021 - 23:33
Dýrið verðlaunað fyrir bestu brellurnar
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Berlín í kvöld. Þar var Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, meðal annars tilnefnd í flokknum Evrópsk uppgötvun, sem veitt eru leikstjórum með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Valdimar hreppti ekki það hnoss en Dýrið fer þó ekki tómhent heim frá Berlín því þeir Peter Hjorth og Fredrik Nord voru verðlaunaðir fyrir tæknibrellurnar í myndinni.
11.12.2021 - 23:08
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin afhent í kvöld
Áföngum í evrópskri kvikmyndagerð verður fagnað á verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í kvöld. Íslenska kvikmyndin Dýrið er þar tilnefnd til verðlauna. Sýnt verður frá hátíðinni í beinni á RÚV.is.
11.12.2021 - 09:24
Dýrið framlag Íslands til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022.
Dýrið fyrst íslenskra mynda yfir milljón dali
Íslenska kvikmyndin Dýrið halaði inn yfir milljón bandaríkjadali í miðasölutekjur í Bandaríkjunum um helgina og var sjöunda mest sótta myndin í kvikmyndahúsum landsins samkvæmt áætluðum sölutölum Mojo. Miðað við þær tölur er Dýrið þegar orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum.
10.10.2021 - 22:59
Dýrið í fimmta sæti á frumsýningardegi í Bandaríkjunum
Íslenska kvikmyndin Dýrið var fimmta mest sótta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum á frumsýningardegi hennar í gær. Myndin var sýnd í tæplega sex hundruð kvikmyndahúsum í landinu, en íslensk kvikmynd hefur aldrei áður fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs.
10.10.2021 - 00:44
Dýrið sýnt á 600 tjöldum í Bandaríkjunum
Íslenska kvikmyndin Dýrið verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Aldrei hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla dreifingu vestanhafs.
07.10.2021 - 15:56
Menningin
Ótrúlegt ferðalag Dýrsins frá skissubók á hvíta tjaldið
Kvikmyndin Dýrið með Noomi Rapace og Hilmi Snæ í aðalhlutverkum var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hreppti þar verðlaun í flokknum frumlegasta myndin. Kvikmyndinni lýsir Valdimars Jóhannsson leikstjóri sem klassískri sögu með einu súrrealísku elementi.  
Menningin
„Rætur mínar eru enn í íslenskum hraunbreiðum“
Hin heimsþekkta leikkona Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd, Dýrinu. Leikkonan tengist Íslandi sterkum böndum og segir hún að dvölin á Íslandi við tökur á myndinni hafi minnt hana á hver hún er.
23.09.2021 - 13:53
Gagnrýni
Lambið í barnaherberginu
„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um myndina Dýrið.
05.09.2021 - 15:45
Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes
Íslenska kvikmyndin Dýrið hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.