Færslur: Dýravernd

Útvarpsfrétt
Flytja nær 150 nautgripi af umdeildum bæ
Starfsmenn Matvælastofnunar hafa unnið að því í gær og í dag að fjarlægja tæplega 150 nautgripi af bæ í Borgarfirði, ýmist til að koma þeim fyrir annars staðar eða senda þá í slátrun. Stofnunin ákvað að svipta eigendur dýrunum vegna þess að þeir gerðu ekki þær úrbætur í dýrahaldinu sem krafist var.
15.11.2022 - 14:42
Dýraverndunarsinnar fresta aðgerðum í Borgarfirði
Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi fara að Nýjabæ í Borgarfirði eftir hádegið í dag til að tryggja velferð búfjár á bænum. Dýraverndurnarsinnar sem höfðu boðað komu sína á bæinn í dag hafa frestað sínum aðgerðum til mánudags.
Villikettir bera fram djarfa bón um ókeypis lóð
Samtökin Villikettir hafa farið þess á leit við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þau fái lóð endurgjaldslaust undir 300 fermetra stálgrindahús til að geta sinnt villi-og vergangskisum. Samtökin segja að þetta kunni við fyrstu sýn að virðast djörf bón en hún sé bæði sanngjörn og skiljanleg. Samtökin hafi sennilega sparað bæjarfélaginu 70 til 80 milljónir á þeim átta árum sem þau hafa starfað í Hafnarfirði.
Misþyrmingar og dráp bjarnarhúns vekja mikla reiði
Glæparannsókn er hafin í Mexíkó á því þegar svartbjarnarhúni í vatnsleit var misþyrmt og að lokum stytt aldur. Málið hefur vakið mikla reiði þar í landi.
24.08.2022 - 01:15
Tekist á um framtíð nautaats í Mexíkó
Dómstóll í Mexíkóborg, höfuðborg Mexíkós, mælti í gær fyrir um lokun heimsins stærsta nautaats-leikvangs um óákveðinn tíma, eða þar til niðurstaða fæst í dómsmáli sem miðar að því að banna nautaat í borginni. Nautaat á sér langa og ríka hefð í Mexíkó en þar, líkt og á Spáni, hefur þetta blóðuga sport átt nokkuð undir högg að sækja síðustu ár.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
„Það þýðir ekkert að drepa heilan fjörð af fuglum“
Samtök um náttúru-, umhverfis- og dýravernd krefjast rannsóknar á mengunarslysi á Suðureyri sem olli dauða 208 æðarfugla. Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða hefur fundið 140 æðarfuglshræ við Súgandafjörð og hafa 68 fuglar verið aflífaðir.
„Bara sorg og maður er forviða“
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.
Færeyingar endurskoða umdeildar höfrungaveiðar
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyinga, hefur tilkynnt að landstjórnin ætli að endurskoða reglugerð um höfrungaveiðar. Færeyingar hafa nýverið sætt mikilli gagnrýni dýra- og náttúruverndarsinna vegna veiða á tannhvölum af höfrungaætt, en síðastliðinn sunnudag var yfir 1400 höfrungum slátrað í Skálafirði við eyjarnar.
16.09.2021 - 17:33
Fílar á Sri Lanka fá persónuskilríki
Stjórnvöld á Sri Lanka ætla að gefa út skilríki fyrir fíla og banna mönnum að fara drukknir á bak í útreiðartúrum. Þetta er hluti af aðgerðum stjórnvalda til að tryggja velferð fílanna. Um 200 fílar eru í einkaeigu á Sri Lanka og fer miklum sögum af illri meðferð þeirra.
21.08.2021 - 10:45
„Þetta er ekki verjandi, ekki á neinn hátt“
Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir að meðferðin á hettumáfinum, sem fannst útataður í málningu á Borgarfirði eystra í vikunni, sé alls óverjandi. Annaðhvort ráði bjánaskapur eða annarlegar hvatir því að fólk geri svona lagað.
19.08.2021 - 18:21
Myndskeið
„Trúi því ekki að það fari nokkur að spreyja fuglinn“
Ekki er vitað hver skildi ungan hettumáf eftir á víðavangi á Borgarfirði eystra, þakinn litsterku lakki. Finnandinn segir erfitt að kyngja að nokkrum hafi dottið í hug að úða málningu á dýrið. Hann íhugar að kæra það til viðeigandi yfirvalda.
19.08.2021 - 09:32
Ungur hettumáfur litaður með sterku lakki
Máfur, sem að öllum líkindum hefur verið litaður með sterku lakki, fannst á Borgarfirði eystra í gær. Fuglinn er illa á sig kominn og svo virðist sem hann hafi verið hafður sem gæludýr.
18.08.2021 - 12:27
Sækýr eiga undir högg að sækja í Flórída
Metfjöldi sækúa hefur drepist það sem af er ári í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Áætlað er að yfir 840 dýr hafi drepist frá 1. janúar til júlíbyrjunar í ár. Þar með fellur fyrra met frá 2013 þegar 830 sækýr drápust eftir að hafa komist í tæri við skaðlega þörunga.
12.07.2021 - 18:54
Fyrsta úlfagotið í 80 ár
Yfirvöld í Colorado hafa greint frá fyrsta goti af gráum ylfingum í ein 80 ár. Þetta þykir marka þáttaskil í baráttu ríkisins við að koma tegundinni á legg en hún stendur höllum fæti víða um Bandaríkin.
10.06.2021 - 22:51
Prins sakaður um að hafa fellt stærsta björn Evrópu
Emanuel, prins af Liechtenstein, er sakaður um að hafa drepið stærsta skógarbjörn Rúmeníu. Prinsinn var með leyfi fyrir því að skjóta birnu sem hafði valdið miklum skemmdum á sveitabæjum í Ojdula, en er sagður hafa farið djúpt inn í skóginn og drepið björninn Arthur. 
06.05.2021 - 06:23
Sögur af landi
Sauðfjárverndin var aðeins einn maður
Björgvin Þ. Valdimarsson, tónskáld og kórstjóri, var aðeins ungur drengur þegar hann kynntist Jóni Konráðssyni, kennara og sauðfjárunnanda. Með þeim þróaðist einstök vinátta sem varði allt til æviloka Jóns. Jón var mikill dýravinur og baráttumaður fyrir velferð íslensku sauðkindarinnar.
17.04.2021 - 17:04
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Viðtal
Áramótin geta reynst dýrum erfið
Heyrn dýra er næmari en mannfólks og gerir þau viðkvæm fyrir flugeldum. Vel þarf að gæta að þeim yfir áramótin, segir Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun. Lögregla fékk í gær nokkur símtöl vegna þeirra sem byrjaðir eru að fagna áramótunum með flugeldum.
30.12.2020 - 20:39
Dauði hana ýtir undir löggjöf til verndar sveitalífi
Yfir 74 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem sem kallað er eftir viðbrögðum við snemmbúnum dauðdaga franska hanans Marcel. Söfnuninni er beint að fyrrverandi landbúnaðarráðherra og dýraverndunarsamtökum ýmsum.
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49

Mest lesið