Færslur: Dýravelferð

Samfélagið
Óeðlilegt dýrahald
Heimildaþættirnir Tiger King á Netflix hafa slegið í gegn og varpað ljósi á svartan markað stórra villtra dýra í útrýmingarhættu sem ganga kaupum og sölum manna á milli og eru misnotuð í dýragörðum af fólki sem segist bera velferð þeirra brjósti.
17.04.2020 - 09:19
Vilja rannsókn á aðgerðum lögreglu vegna hnúfubaks
Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig sú ákvörðun var tekin að skjóta með riffli og haglabyssu á hnúfubak í Skagafirði í nóvember 2018. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Dýrið var fast í veiðarfærum, talið var að það væri hrefna sem er mun smærra dýr, og skutu lögreglumenn á það í nokkra klukkutíma en tókst ekki að aflífa það. Hnúfubakar eru friðaðir.
08.04.2020 - 18:53
Myndskeið
Framleiðandi Arla sakaður um dýraníð
Kúabændur í Svíþjóð, sem selja tugi þúsunda mjólkurlítra til stórfyrirtækisins Arla í hverri viku, eru sakaðir um dýraníð. Myndir af mögrum kúm í grútskítugum stíum hafa vakið óhug.
29.01.2020 - 22:38
Limlest ljón fundust á einkabúgarði
Átta ljónshræ fundust limlest á einkaveiðibúgarði í Suður-Afríku í gær. Lögregla tilkynnti í dag að rannsókn væri hafin þar sem þau hafi öll verið veidd ólöglega. Trýni og loppur dýranna voru skorin af þeim að sögn talsmanns lögreglunnar.
05.01.2020 - 01:52
Leggja til að veiðiaðferðir taki mið af velferð dýra
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafið vinnu við endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og rennur umsagnafrestur við áform um frumvarpið út í dag. Meðal þess sem stefnt er að samkvæmt áformunum er að veiðiaðferðir taki mið af velferð villtra dýra.
02.01.2020 - 10:13
Mega ekki sleppa kópum út í náttúruna
Tveir selkópar sem hafa verið í Búðardal síðustu tvö ár með það að markmiði að sleppa þeim út í náttúruna eru nú komnir aftur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem þeir komu í heiminn.
30.12.2019 - 09:38
Jólin varasöm fyrir gæludýr
Um leið og mannfólkið gerir vel við sig í mat og drykk um jólahátíðina er mikilvægt að hugsa um heilsu og velferð gæludýra og sleppa ekki fram af þeim beislinu í óhóflegu áti og óhollu mataræði. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir gæludýraeigendur um hættur á heimilum yfir hátíðirnar.
19.12.2019 - 20:52
Súmötrutígrafóstur í fórum veiðiþjófa
Fimm voru handtekin á eynni Súmötru í Indónesíu eftir að yfirvöld fundu dauðan súmötrutígur og fjögur fóstur súmötrutígra í krukku. Fréttastofa CNN greinir frá. Yfirvöld fengu ábendingu um að fólkið stæði í veiðiþjófnaði. Þrjú voru handtekin á laugardag, og tvö til viðbótar eftir að fóstrin fundust í krukkunni. Eins var lagt hald á feld af fullorðnum tígri í aðgerð lögreglunnar.
09.12.2019 - 07:00
Sala á vörum úr feldi og skinni bönnuð
Kalifornía varð í gær fyrsta ríkið til þess að banna framleiðslu og sölu á vörum sem búnar eru til úr dýraskinni. Íbúar ríkisins megar ekki selja eða framleiða föt, skó eða töskur úr skinni frá og með árinu 2023. 
13.10.2019 - 07:51
Spegillinn
Dularfull veiki leggst á hunda í Noregi
Dularfull pest herjar nú á hunda í Noregi og í síðustu viku ákvað Matvælastofnun að setja bann við innflutningi á hundum frá Noregi þar til meira er vitað um veikindin. Tugir hunda í fjórtán fylkjum víðsvegar um Noreg hafa drepist þótt flestir hundanna sem veikst hafa séu á svæði í kringum höfuðborgina.
11.09.2019 - 07:13
Dýraverndunarsinnar fagna nýjum lögum í Kanada
Kanadíska þingið samþykkti í gær bann við að halda hvölum föngnum. Bannið verður ekki afturvirkt, þannig að þeir hvalir sem eru í haldi núna, svo sem í dýragörðum, mega vera þar áfram. Eins verður undanþága vegna hvala sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna meiðsla.
11.06.2019 - 04:39
Sekt við dýraníði allt að ein milljón króna
Matvælastofnun hefur heimild til að beita sektum upp á allt að eina milljón króna eða kæra mál til lögreglu varði þau brot á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Dýravaktar Matvælastofnunar í færslu um mál tveggja skipverja sem skáru sporð af lifandi hákarli og hentu í sjóinn. Þar segir jafnframt að málið sé til rannsóknar hjá stofnuninni.
Síðasti Súmötrutarfurinn í Malasíu dauður
Síðasti Súmötru-nashyrningstarfurinn í Malasíu er dauður, og er aðeins ein kýr eftir af stofninum í landinu. Súmötrunashyrningar eru fámennasti hópur nashyrninga í heiminum. Þeir voru úrskurðaðir útdauðir sem villt dýr í Malasíu árið 2015, en nokkrir tugir dýra finnast á indónesísku eyjunum Súmötru og Borneó.
28.05.2019 - 04:51
Kæra Hval hf. á ný
Náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa lagt fram nýja kæru á hendur Hval hf. vegna meintra ólöglegra veiða á langreyði. Samtökin telja að veiðileyfi Hvals hafi runnið úr gildi þar sem að á tímabili, frá 2016 til 2017, var ekkert veitt. Í bréfi samtakanna til lögreglustjórans á Vesturlandi er á það bent að sé ekkert veitt í 12 mánuði eigi leyfið að renna út.
Fjöldi flóðhestahræja fannst í þjóðgarði
Eþíópískir fjölmiðlar greindu frá því í byrjun vikunnar að 28 flóðhestahræ hafi fundist í þjóðgarði í suðvesturhluta landsins. Ekki er ljóst hvers vegna dýrin drápust. CNN hefur eftir Behirwa Mega, þjóðgarðsverði í Gibe Sheleko þjóðgarðinum, að dýrin hafi drepist á milli 14. og 21. þessa mánaðar. 
24.04.2019 - 06:33
Viðtal
Hósti og hitasótt hrjá hesta
Töluvert hefur verið um veikindi hrossa hér á landi á undanförnum vikum og hafa tilfelli verið staðfest á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, segir að bæði sé hitasótt og smitandi hósti að hrjá hesta. Áratugur er síðan hóstafaraldur meðal hesta gekk síðast yfir hér á landi og því mikið af hrossum sem ekki gengu í gegnum faraldurinn þá.
23.04.2019 - 08:50
Mjaldrarnir væntanlegir til Eyja í apríl
Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá, sem hafa fengið leyfi til búsetu í kví við Heimaey, verða fluttir til landsins í næsta mánuði. Samtökin Sealife Trust standa að verkefninu og er markmiðið að gefa hvölunum, sem hafa alist upp í umsjón manna og geta því ekki bjargað sér í náttúrunni, tækifæri til að lifa við ákjósanlegar aðstæður.
26.03.2019 - 07:20
Fjörutíu kíló af plasti í hvalhræi
Ungur hvalur, sem rak á strendur Filippseyja um helgina, drapst úr magakveisu eftir að hafa innbyrt um 40 kíló af plastpokum. Sjávarlíffræðingar og sjálfboðaliðar frá Davao, á filippeysku eyjunni Mindanao, voru hneykslaðir eftir að hvalhræið var krufið. Meðal þess sem fannst í maga þess voru 16 hrísgrjónasekkir, fjórir pokar frá bananaplantekrum og fjöldinn allur af innkaupapokum.
18.03.2019 - 06:33
Hundi byrlaður frostlögur í Hafnarfirði
Grunur leikur á að hundur sem komið var með á Dýraspítalann í Garðabæ í gærkvöldi hafi étið fisk sem var blandaður frostlegi. Samkvæmt Facebooksíðu Dýraspítalans gerðist þetta við golfvöllinn á Holtinu. Hundurinn varð fárveikur, enda getur frostlögur verið banvænn fyrir öll spendýr. Enn er ekki útséð hvort hundurinn hafi orðið fyrir varanlegum skaða, en hann hefur þurft mikla meðhöndlun og virðist á batavegi.
16.03.2019 - 23:21
Flugeldar gætu valdið dýrum ofsahræðslu
Dýraeigendur eru beðnir um að huga vel að gæludýrum sínum á meðan flugeldaskotum stendur um og á áramótum. Sprengingar flugelda geta valdið dýrum ofsahræðslu. Matvælastofnun bendir á það í tilkynningu að dýrin geti valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við þessar aðstæður.
29.12.2018 - 07:35
Helmingur háhyrninga í mikilli hættu
Óttast er að um helmingur háhyrninga í heimshöfunum eigi eftir að deyja út vegna mengunar. Ástæða mengunarinnar eru PCB-eiturefni, sem enn dælast út í sjó þrátt fyrir að hafa verið bönnuð áratugum saman. Efnin berast upp fæðukeðjuna og verða háhyrningar því verst úti vegna mengunarinnar. Það sem verra er er að efnin fara með móðurmjólkinni til kálfanna í miklu magni.
28.09.2018 - 05:08
Viðtal
Settu met í vigtun á pysjum
Pysjutímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og ungir sem aldnir, Vestmanneyingar og ferðamenn hjálpast nú að við að koma áttavilltum pysjum á rétta leið. Pysjurnar eru vigtaðar og vængir þeirra mældir í Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, og var heimsmet í pysjuvigtun sett í gær þegar 472 pysjur voru settar á vigtina.
07.09.2018 - 10:59
Burberry hættir að nota loðdýrafeldi
Breska fataframleiðslufyritækið Burberry ætlar að hætta að brenna óseldar vörur fyrtækisins og sömuleiðis að hætta að nota loðdýrafeldi í vörur sínar. Fyrirtækið er heimsþekkt og framleiðir dýrar tískuvörur.
06.09.2018 - 12:54
Viðtal
Hundar bíta þegar þeir eru farnir að stjórna
Hundaþjálfari segir mikið um áróður á netinu um að fólk eigi ekki að beita hunda sína aga og að slíkur áróður sé mjög varasamur enda sé mjög mikilvægt að temja hunda vel.
22.08.2018 - 08:59
Olíuvinnsla ógnar forsögulegri fisktegund
Vísindamenn óttast að fyrirhuguð olíuvinnsla undan ströndum Suður-Afríku eigi eftir að gera út af við stofn skúfugga, forsögulegrar fisktegundar sem eru meðal þeirra allra sjaldgæfustu í heiminum. Talið var að skúfuggar væru útdauðir þar til slíkur fiskur veiddist nærri hafnarborginni Austur-London árið 1938.
18.08.2018 - 07:15