Færslur: Dýravelferð

Lausaganga akureyrskra katta aðeins bönnuð að næturlagi
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum, sem nú stendur yfir, að falla frá áformum um að lausaganga katta í bænum verði alfarið bönnuð frá árinu 2025. Þess í stað verði lausaganga kattanna bönnuð að næturlagi og taki það ákvæði gildi um næstu áramót.
26.04.2022 - 17:13
Kattamálið á Akureyri úr sögunni fyrir kosningar?
Allar líkur eru á að fallið verði frá banni við lausagöngu katta á Akureyri á næstunni. Málið verður á dagskrá bæjarstjórnar fljótlega, þar sem von er á tillögu þess efnis. Bæjarfulltrúi í röðum frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri upplýsti þetta á kosningafundi RÚV fyrr í dag.
Segir tímabært að opna dýraathvarf á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar tekur undir álit heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að Akureyrarbær ætti að koma upp dýraathvarfi í bænum. Bæjarfulltrúi segir að með stækkandi samfélagi skapist þörf á sérstöku athvarfi fyrir dýr.
21.03.2022 - 14:58
Sjónvarpsfrétt
Hryssur tilbúnar að leggja á sig blóðtöku fyrir frelsi
Blóðmerabóndi í Vatnsdal þvertekur fyrir að blóðtaka úr fylfullum merum geti talist dýraníð. Hann er sjálfur með tugi mera í blóðtöku sem hann er sannfærður um að lifi góðu lífi.
09.03.2022 - 10:06
Frönsk samtök segja blóðmerahald nauðsyn
Frönsk samtök um kynbætur kinda, kúa og geita segja efnið sem jafnan er unnið úr blóði fylfullra hryssna bráðnauðsynlegt. Þetta kemur fram í umsögn France Génétique Elevage til Alþingis um frumvarp sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flytur um bann við blóðmerahaldi.
12.01.2022 - 16:54
Fréttaskýring
Hænurnar þurfa að dúsa í búrunum í ár í viðbót
Yfir hundrað þúsund íslenskar varphænur þurfa að hírast í þröngum búrum allt að ári lengur en til stóð. Þetta ákvað fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Formaður Félags eggjabænda segir að á næsta ári verði klárað að koma öllum hænum í lausagöngu. Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir að afnám búranna verði skref í rétta átt, hænum líði þó ekkert endilega vel í lausagöngu. 
Heimilar töku allt að 600 tonna af merarblóði á ári
Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að nýju starfsleyfi fyrir líftæknifyrirtækið Ísteka, sem framleiðir hráefni í frjósemislyf úr blóði fylfullra hryssa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Ísteka fái heimild til að framleiða allt að 20 kílógrömm af lyfjaefni á ári úr allt að 600 tonnum - nær 600.000 lítrum - af blóði úr hryssum. Litlar sem engar líkur eru á að þetta verði nýtt að fullu þar sem íslenski hrossastofninn er einfaldlega of lítill til að standa undir svo mikilli blóðtöku.
29.11.2021 - 06:44
„Bara sorg og maður er forviða“
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.
Morgunútvarpið
Öllum steinum þarf að velta við
Öllum steinum þarf að velta við í rannsókn á starfsháttum hrossabænda sem stunda blóðmerabúskap. Þetta segir formaður Félags hrossabænda. Hann segir skiptar skoðanir innan félagsins um hvort slíkur búskapur eigi rétt á sér.
23.11.2021 - 10:15
MAST: Ljóst að vinnubrögð eru óásættanleg
Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir ljóst að myndband frá dýraverndunarsamtökum, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum, sýni að eftirlit þurfi að vera betra.
22.11.2021 - 16:03
Líta slæma meðferð á hryssum alvarlegum augum
Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndefni frá dýraverndarsamtökunum AWF/TSB, eða Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich, sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum. Þetta segir í tilkynningu frá stofnuninni.
22.11.2021 - 12:47
Óvenju margir heimilislausir kettir á vergangi
Samtökin Villikettir hafa þurft að sinna óvenju mörgum heimilislausum köttum á vergangi í haust, segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir formaður Villikatta. „Við vitum ekki ástæðuna, en höfum verið að geta í eyðurnar“ segir Arndís, en þeim dettur helst í hug að fólk sé að losa sig við gæludýr sem það eignaðist á tímum samkomutakmarkana.
22.10.2021 - 16:49
Górillur greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum
Þrettán górillur í dýragarðinum í Atlanta í Bandaríkjunum greindust með COVID-19 í vikunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Starfsfólki var gert viðvart þegar nokkrar af þeim tuttugu górillum sem eru í garðinum sýndu einkenni kórónuveirunnar, til að mynda nefrennsli, hósta og skerta matarlyst.
12.09.2021 - 08:06
Nashyrningar á hvolfi verðlaunaðir á and-Nóbelnum
Rannsókn á nashyrningum hangandi á hvolfi var valin sú skrýtnasta á svokölluðum and-Nóbelsverðlaunum í gær. Verðlaunin eru veitt árlega, oft í sömu flokkum og raunverulegu Nóbelsverðlaunin.
10.09.2021 - 05:31
MAST óskar eftir lögreglurannsókn vegna lakkaða mávsins
Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu vegna ungs hettumávs sem fannst þakinn litsterku lakki á Borgarfirði eystra þann 17.ágúst síðastliðinn. MAST vísaði því beiðninni til lögreglunnar á Austurlandi og óskaði eftir rannsókninni þann 20.ágúst síðastliðinn.
30.08.2021 - 15:22
„Þetta er ekki verjandi, ekki á neinn hátt“
Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir að meðferðin á hettumáfinum, sem fannst útataður í málningu á Borgarfirði eystra í vikunni, sé alls óverjandi. Annaðhvort ráði bjánaskapur eða annarlegar hvatir því að fólk geri svona lagað.
19.08.2021 - 18:21
Rannsaka sauðnautadauða á vesturströnd Grænlands
Lögreglan í Upernavik á vesturströnd Grænlands leitar vitna sem geta veitt upplýsingar um dauða um 30 sauðnauta sem skilin hafa verið eftir í umdæmi lögreglunnar.
14.08.2021 - 04:38
Frakkar banna tætingu og aflífun karlkyns unga með gasi
Bannað verður að farga karlkyns kjúklingum í alifuglarækt í Frakklandi frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Julien Denormandie  landbúnaðarráðherra Frakklands greindi frá þessu í dag. Dýraverndarsinnar hafa árum saman barist fyrir þessari breytingu.
18.07.2021 - 15:48
Dýr tekin af viðskiptafélaga Joe Exotic
Lagt var hald á 68 stór kattardýr í dýragarði í Oklahoma í Bandaríkjunum í vikunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær. Dýrin voru á búgarði hjónanna Jeffs og Laurenar Lowe.
Hrefnunni í Thames lógað
Hrefnunni sem synti í strand á skipastiga á ánni Thames í fyrrakvöld var lógað í gær. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir tókst að koma henni aftur í ánna. Björgunarfólk segir henni hins vegar hafa hrakað hratt og dýralæknar bundu loks enda á þjáningar hennar. Dýralæknir við dýrafræðistofnun Lundúna svæfði hana síðdegis í gær.
11.05.2021 - 05:46
Myndskeið
Hvalreki í Thames
Breska sjóbjörgunarsveitin var kölluð út að ánni Thames í Lundúnum í gærkvöld vegna lítillar hrefnu sem hafði tekist að stranda við stíflu í suðvestanverðri borginni.
10.05.2021 - 05:19
Tugir selshræja á ströndum Dagestans
Að minnsta kosti 170 selahræ hafa fundist á ströndum sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan við Kaspíahaf í Rússlandi síðustu daga. Selategundin er í útrýmingarhættu. Al Jazeera hefur eftir sjávarlíffræðingnum Viktor Nikiforov að ýmsar ástæður geti legið að baki dauða selanna.
07.05.2021 - 04:48
Reynt að smygla 185 skjaldbökum frá Galapagos
Flugvallarstarfsmenn á Galapagos fundu 185 skjaldbökur í farangri sem átti að fara um borð í flugvél á leið til meginlands Ekvador. AFP fréttastofan hefur eftir umhverfisyfirvöldum að dýrin hafi fundist við hefðbundna leit. Lögreglan rannsakar nú málið. 
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.