Færslur: Dýravelferð

Frakkar banna tætingu og aflífun karlkyns unga með gasi
Bannað verður að farga karlkyns kjúklingum í alifuglarækt í Frakklandi frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Julien Denormandie  landbúnaðarráðherra Frakklands greindi frá þessu í dag. Dýraverndarsinnar hafa árum saman barist fyrir þessari breytingu.
18.07.2021 - 15:48
Dýr tekin af viðskiptafélaga Joe Exotic
Lagt var hald á 68 stór kattardýr í dýragarði í Oklahoma í Bandaríkjunum í vikunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær. Dýrin voru á búgarði hjónanna Jeffs og Laurenar Lowe.
Hrefnunni í Thames lógað
Hrefnunni sem synti í strand á skipastiga á ánni Thames í fyrrakvöld var lógað í gær. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir tókst að koma henni aftur í ánna. Björgunarfólk segir henni hins vegar hafa hrakað hratt og dýralæknar bundu loks enda á þjáningar hennar. Dýralæknir við dýrafræðistofnun Lundúna svæfði hana síðdegis í gær.
11.05.2021 - 05:46
Myndskeið
Hvalreki í Thames
Breska sjóbjörgunarsveitin var kölluð út að ánni Thames í Lundúnum í gærkvöld vegna lítillar hrefnu sem hafði tekist að stranda við stíflu í suðvestanverðri borginni.
10.05.2021 - 05:19
Tugir selshræja á ströndum Dagestans
Að minnsta kosti 170 selahræ hafa fundist á ströndum sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan við Kaspíahaf í Rússlandi síðustu daga. Selategundin er í útrýmingarhættu. Al Jazeera hefur eftir sjávarlíffræðingnum Viktor Nikiforov að ýmsar ástæður geti legið að baki dauða selanna.
07.05.2021 - 04:48
Reynt að smygla 185 skjaldbökum frá Galapagos
Flugvallarstarfsmenn á Galapagos fundu 185 skjaldbökur í farangri sem átti að fara um borð í flugvél á leið til meginlands Ekvador. AFP fréttastofan hefur eftir umhverfisyfirvöldum að dýrin hafi fundist við hefðbundna leit. Lögreglan rannsakar nú málið. 
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Hundar Lady Gaga komnir heim
Frönsku bolabítarnir tveir sem rænt var af aðstoðarmanni tónlistarkonunnar Lady Gaga í fyrradag eru komnir aftur í hendur eiganda síns. Þeim Koji og Gustav var komið á lögreglustöð í Los Angeles borg af konu sem virtist ekkert vera tengd ræningjunum.
Dularfullur dauði pelíkana í Senegal
Umhverfisyfirvöld í Senegal rannsaka nú dauða 750 pelíkana sem fundust í norðanverðu landinu. Fuglarnir voru allir í Djoudj fuglaathvarfinu í votlendinu við landamærin að Máritaníu. Þangað leita milljónir farfugla á hverju ári, og er svæðið á heimsminjaskrá Mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
28.01.2021 - 06:59
Vísa frá kæru vegna óásættanlegs holdafars hunds
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur vísað frá kæru hundseiganda sem telur að eftirlit Matvælastofnunar með hundinum hafi verið óheimilt.
Myndskeið
Smygla hvolpum til Svíþjóðar og selja á okurverði
Svartamarkaðsbrask með hvolpa er orðið vaxandi vandamál í Svíþjóð og þeim er nú smyglað til landsins í auknum mæli. Tollverðir líkja ástandinu við skiplagða glæpastarfsemi.
07.12.2020 - 19:39
Íhuga að lögfesta hundagöngur
Hundar þurfa að fá að minnsta kosti tvo göngutúra á dag, sem ekki vara skemur en í klukkutíma að samanlögðu. Þýsk yfirvöld íhuga nú að lögfesta þá lágmarkshreyfingu sem þýskum hundaeigendum ber að veita gæludýrum sínum.
19.08.2020 - 23:53
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Ekki þarf veiðikort til músaveiða innandyra
Verði frumvarp um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra að lögum verða allar veiðar á villtum fuglum og dýrum að vera sjálfbærar og lúta veiðistjórnun. Óheimilt verður að veiða ófleyga unga og ekki má veiða aðra fugla en lunda í háf. 
Myndskeið
Sniðganga vörur úr kókoshnetum sem apar tína
Nokkrar breskar verslanir hafa hætt sölu á kókosafurðum frá Tælandi eftir ábendingar frá dýraverndunarsamtökum, sem segja illa farið með apana sem tína kókoshneturnar. Yfirvöld á Tælandi þvertaka fyrir að nokkuð sé hæft í ásökununum.
07.07.2020 - 15:48
Erlent · Asía · Tæland · Dýr · Dýravelferð
Dularfullur fíladauði í Botsvana
Yfirvöld í Botsvana leita nú skýringa á dauða vel á fjórða hundrað fíla í norðanverðu landinu á skömmum tíma. Fyrst bárust fregnir af fjölda dauðra fíla í byrjun maí, og voru alls 169 dýr dauð þegar mánuðirinn var liðinn. Um miðjan júní hafði fjöldinn rúmlega tvöfaldast, og var um 70 prósent dýranna að finna við vatnsból.
02.07.2020 - 04:35
38 dauðir hvolpar með flugi frá Úkraínu til Kanada
Yfirvöld í Kanada rannsaka nú hvers vegna um 500 hvolpar voru á meðal farangurs um borð í flugvél úkraínska flugfélagsins Ukraine International, sem lenti á alþjóðaflugvellinum í Toronto um síðustu helgi. 38 hvolpanna voru dauðir þegar vélin lenti. Hundaeigandi sem sótti annað dýr úr vélinni sagði aðkomuna hafa verið eins og úr hryllingsmynd. 
21.06.2020 - 03:52
Veiðiþjófar nýta mannfæðina í útgöngubanni
Einhyrndur nashyrningur var drepinn af í indverskum þjóðgarði í vikunni að sögn yfirvalda. Tegundin er einkar sjaldgæf. Veiðiþjófar hafa nýtt sér að fáir eru á ferli vegna kórónuveirufaraldursins. Dýrin hafa einnig notið góðs af því að færri eru á ferli og engin umferð um þjóðveginn við Kaziranga þjóðgarðinn í Assam héraði. Nashyrningarnir hafa hætt sér nær þjóðgarðsmörkunum, sem gerir þá að auðveldari skotmörkum fyrir veiðiþjófa að sögn yfirvalda. 
11.05.2020 - 06:27
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Samfélagið
Óeðlilegt dýrahald
Heimildaþættirnir Tiger King á Netflix hafa slegið í gegn og varpað ljósi á svartan markað stórra villtra dýra í útrýmingarhættu sem ganga kaupum og sölum manna á milli og eru misnotuð í dýragörðum af fólki sem segist bera velferð þeirra brjósti.
17.04.2020 - 09:19
Vilja rannsókn á aðgerðum lögreglu vegna hnúfubaks
Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig sú ákvörðun var tekin að skjóta með riffli og haglabyssu á hnúfubak í Skagafirði í nóvember 2018. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Dýrið var fast í veiðarfærum, talið var að það væri hrefna sem er mun smærra dýr, og skutu lögreglumenn á það í nokkra klukkutíma en tókst ekki að aflífa það. Hnúfubakar eru friðaðir.
08.04.2020 - 18:53
Myndskeið
Framleiðandi Arla sakaður um dýraníð
Kúabændur í Svíþjóð, sem selja tugi þúsunda mjólkurlítra til stórfyrirtækisins Arla í hverri viku, eru sakaðir um dýraníð. Myndir af mögrum kúm í grútskítugum stíum hafa vakið óhug.
29.01.2020 - 22:38
Limlest ljón fundust á einkabúgarði
Átta ljónshræ fundust limlest á einkaveiðibúgarði í Suður-Afríku í gær. Lögregla tilkynnti í dag að rannsókn væri hafin þar sem þau hafi öll verið veidd ólöglega. Trýni og loppur dýranna voru skorin af þeim að sögn talsmanns lögreglunnar.
05.01.2020 - 01:52
Leggja til að veiðiaðferðir taki mið af velferð dýra
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafið vinnu við endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og rennur umsagnafrestur við áform um frumvarpið út í dag. Meðal þess sem stefnt er að samkvæmt áformunum er að veiðiaðferðir taki mið af velferð villtra dýra.
02.01.2020 - 10:13