Færslur: Dýralíf

Telur framtíðarhorfur mófugla daprar
20 árum eftir að trjám er plantað í mólendi hverfa vaðfuglar af svæðinu, segir fuglafræðingur. Hann telur stóran hluta af mófuglum hverfa ef farin verður sú leið sem Skógræktin hefur boðað. Skógræktarstjóri segir ástæðu til að rannsaka frekar áhrif skógræktar og annarrar landnotkunar á fuglastofna. 
31.10.2019 - 17:15
Ný rannsókn
Séríslenskur rostungsstofn hvarf við landnám
Á öldum áður lifði hér á landi sérstakur íslenskur rostungastofn. Stofninn varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna leyst ráðgátuna um rostungana. Niðurstöður bendi til að rostungastofninn og útrýming hans séu meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
13.09.2019 - 09:53
Myndband
Flothylki sýnir hvernig rusl hefur ferðast
Umhverfis- og auðlindaráðherra, sjósetti í dag flothylki úti fyrir Garðskaga af varðskipinu Þór til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að auka meðvitund og þekkingu fólks á rusli í hafi.
12.09.2019 - 23:27
Myndskeið
Vilja að húnarnir heiti Hong og Kong
Pönduhúnarnir tveir sem fæddust nýverið í dýragarðinum í Berlín í Þýskalandi eru óvænt orðnir hluti af hápólitísku deilumáli Kína og Hong Kong. Í nafnasamkeppni sem þýska dagblaðið Der Tagesspiegel efndi meðal lesenda sinna eru nöfnin Hong og Kong efst á blaði. Meðal annarra vinsælla tillagna eru Joshua Wong Chi-fung og Agnes Chow Ting, eftir helstu leiðtogum mótmæla lýðræðissinna í Hong Kong.
06.09.2019 - 09:24
Ekki á að binda um sporð á lifandi hval
Þegar verið er að koma hval sem rekið hefur á land til aðstoðar, á ekki undir neinum kringumstæðum að binda um sporð hans, til að reyna að draga hann. Það er vísasta leiðin til þess að skaða hvalinn eða drekkja dýrinu, segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þá eigi að láta sérfræðinga á vettvangi meta hvort reyna eigi björgun og hvað skuli gera.
26.08.2019 - 21:15
Grindhvalurinn var aflífaður
Búið er að aflífa grindhvalinn sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í dag. Það var mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Hvalurinn var við slæma heilsu. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsvið Landhelgisgæslunnar var kallað til með viðeigandi búnað og aflífaði dýrið á sjötta tímanum. Hræinu verður sökkt.
26.08.2019 - 17:59
Hvalurinn kominn rúma 100 metra frá landi
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag við að bjarga grindhval sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í morgun. Að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, hefur tekist að koma honum í um 100 til 150 metra fjarlægð frá landi. Í morgun var hann mun nær. Björgunarsveit á bát reynir að vísa honum leiðina á meira dýpi en hann virðist leita til baka að landi.
26.08.2019 - 16:14
Viðtal
Bjarga fágætum laxastofni úr útrýmingarhættu
Finnskir sérfræðingar eru bjartsýnir á að tekist hafi að bjarga fágætum finnskum laxastofni frá útrýmingu. Laxar af þessari tegund halda til í stærsta stöðuvatni Finnlands og ganga aldrei í sjó.
25.08.2019 - 22:05
Erlent · Finnland · lax · Dýralíf
Myndskeið
Hjúkra lundapysju sem villtist í Breiðholtið
Ólafi Kristjáni Guðmundssyni brá heldur í brún þegar dóttir hans Katrín Sara kom heim til þeirra í Dalseli í Breiðholti í gærkvöld með lundapysju í höndunum. Fjölskyldan er tiltölulega nýflutt til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum og er ekki óvön því að handleika pysjur.
13.08.2019 - 17:57
Myndskeið
Risapönduhúnar fæddust í belgískum dýragarði
Tveir risapönduhúnar fæddust í dýragarði í Belgíu á fimmtudag. Móðir þeirra er risapandan Hao Hao, sem dýragarðurinn fékk að láni frá Kínverjum árið 2014.
11.08.2019 - 22:22
Viðtal
Mikilvægt að bregðast rétt við hvalreka
Það sem af er sumri hafa tvær grindhvalatorfur strandað við Ísland. Önnur torfan gekk á land á Löngufjörum á Vesturlandi en hin í Garðskagafjöru í Garði. Að sögn sjávarlíffræðings er hvalreki orðinn að árlegum viðburði. Mikilvægt sé að bregðast rétt við þegar komið er að hval í fjöru. Líklega er hann í fæðuleit, að elta makríl sem syndir nálægt landi.
08.08.2019 - 13:54
Viðtal
Færri fá leyfi til hreindýraveiða en vilja
Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri sækja um leyfi til hreindýraveiða en þeir sem fá leyfið. Umsóknarferlið er happadrætti, segir Skarphéðinn G. Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands.
08.08.2019 - 12:07
Óttast að eitrað sé fyrir köttum á Kattaeyju
Grunur leikur á að eitrað sé fyrir köttum á Umashima-eyju í Japan sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á eyjunni búa fleiri kettir en fólk og þess vegna er hún iðulega kölluð Kattaeyja. Síðan árið 2014 hefur köttunum fækkað úr 90 í 30.
08.08.2019 - 08:24
Erlent · Asía · Japan · kettir · Dýralíf
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Viðtal
Herskáir risamaurar á leið í Húsdýragarðinn
„Þetta eru stærstu maurar sem finnast í náttúrunni,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en risamaurar frá Brasilíu munu fljótlega þramma um garðinn eftir að Umhverfisstofnun heimilaði innflutninginn.
07.08.2019 - 13:34
Vonarneisti kviknaði þegar sá fyrsti varð laus
Níutíu björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum tókst að bjarga þrjátíu dýrum úr grindhvalavöðunni sem strandaði í fjörunni neðan við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um tuttugu drápust og liggja hræ þeirra á víð og dreif um fjöruna, kýr, tarfar og nokkrir kálfar. Sum eru særð, virðast hafa barist mikið áður en yfir lauk. Aðgerðir stóðu yfir í alla nótt og sú sem stýrði þeim segir marga hafa verið orðna þreytta þegar loksins fór að flæða að. 
03.08.2019 - 12:30
Gullsjakali sást í Finnlandi
Maður, sem ók eftir sveitavegi á þriðjudagskvöld í Rautavaara í Finnlandi, kom auga á dýr með rauðleitan feld. Hann hélt að þetta væri refur en þegar hann færðist nær dýrinu fór hann að efast um það og ákvað að smella mynd af dýrinu. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta var alls ekki refur heldur gullsjakali.
26.07.2019 - 12:35
Viðtal
Yrðlingurinn Fela í nýjum þáttum BBC
Heimskautarefur á Hornströndum leikur stórt hlutverk í nýjum dýralífsþætti sem hóf göngu sína í breska ríkissjónvarpinu, BBC, fyrr í vikunni. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, segir að það hafi verið erfitt að velja yrðling og fylgja honum eftir. Oft lifi yrðlingar veturna ekki af.
26.07.2019 - 10:13
Rannsaka grindhvalahræin á morgun
„Við byrjum á lengdarmælingum og kyngreiningum á öllum dýrunum, þetta eru 52 dýr, skilst mér, þannig að það verður töluverð vinna við það,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sérfræðingar frá stofnuninni og Umhverfisstofnun hyggjast á morgun rannsaka grindhvalina 52 sem fundust dauðir í Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi í síðustu viku. Landhelgisgæslan flytur þá á staðinn. Að auki hyggjast sérfræðingarnir vinna viðvik fyrir Íslenska Reðasafnið.
22.07.2019 - 12:21
Óttast dópaða krókódíla
Lögregluyfirvöld í bænum Loretta í Tennessee í Bandaríkjunum hafa séð sig knúin til að vara fólk við því að sturta eiturlyfjum niður í klósettið. Slíkt geti leitt til þess að krókódílar í nágrenninu verði háðir metamfetamíni.
16.07.2019 - 11:57
Eyðing skóga dauðans alvara fyrir dýralíf
Nýleg rannsókn vísindamanna við háskólann í Sheffield sýnir hversu alvarleg eyðing hitabeltisskóga er í raun fyrir bæði dýra-og plöntutegundir. Eyðing hitabeltisskóganna, ásamt hækkandi hitastigi jarðar, eykur líkur á að tegundir deyi út.
08.07.2019 - 21:22
Heimskautarefur fer yfir pólinn á mettíma
Heimskautarefur fór yfir Norðurskautsíshelluna, frá Noregi til Kanada, á 76 dögum en ekki er vitað til þess að refur hafi áður farið jafnlanga leið á jafnskömmum tíma. Refurinn fór um 3500 kílómetra leið og er það talið einstakt afrek.
05.07.2019 - 12:35
Pistill
Tónlist fyrir dýrin
Það er vor í lofti og söngfuglar komnir á kreik. Í síðasta pistli Tómasar Ævars í pistlaröð um tónlist náttúrunnar skoðar hann tónlist fugla og annarra lífvera og hvernig þær nota tónlistina til að tengjast sjálfum sér, umhverfi sínu og mannfólki.
12.05.2019 - 11:50
Mynduð 50% yfir leyfilegum hámarkshraða
Dúfa sem átti leið hjá hraðamyndavél lögreglunnar í landamærabænum Bocholt í vestanverðu Þýskalandi, mældist á helmingi meiri hraða en leyfður. Dúfan var á flugi í húsagötu í Bocholt þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund.
08.05.2019 - 21:12
Myndband
Háhyrningar í höfninni á Patreksfirði
Fjórir háhyrningar syntu inn í höfnina á Patreksfirði í morgun. Tveir þeirra syntu alveg að bryggjunni en tveir héldu sig aðeins utar. Magni Smárason tók upp meðfylgjandi myndband af dýrunum.
09.04.2019 - 15:19