Færslur: Dýralíf

Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Myndskeið
Þrastarungar hertóku baðherbergi í Vesturbænum
Þrastarungar halda til í góðu yfirlæti á baðherbergi í vesturbæ Reykjavíkur, en þangað var þeim bjargað undan köttum sem biðu færis þegar þeir duttu úr hreiðrunum. Húsráðendur hafa takmörkuð not af baðherbergi sínu vegna unganna, en láta sér það í léttu rúmi liggja. Ungarnir voru fjórir þar til í morgun þegar einn þeirra náði tökum á fluglistinni og lét sig hverfa út um gluggann.
24.07.2020 - 21:01
Innlent · Dýralíf · Dýr · Fuglar · Þrestir
Myndskeið
Litla grá og Litla hvít láta blóðprufu ekki á sig fá
Yfirþjálfari mjaldranna í Vestmannaeyjum sýndi hvernig hvalirnir eru þjálfaðir til að vera sammvinnuþýðir við blóðsýnatöku. Hún segir Litlu grá og Litlu hvít fljóta hinar ánægðustu meðan dýralæknirinn stingi nálinni í sporðinn en þær jafna sig nú á magavkveisu.
23.07.2020 - 16:14
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05
Samfélagið
Þrastarfjölskylda í glugga mannanna
Þrastarhjón nýttu nótt eina fyrr í vor til að byggja sér hreiður. Það var í góðu tré og virtist vera í góðu skjóli. Þegar birti almennilega til horfðu þau í augun á furðu lostinni reykvískri mannafjölskyldu. Hreiðrið var alveg upp við gluggann á húsinu þeirra. Í stað þess að hætta við allt saman ákváðu þrestirnir að halda hreiðrinu. Kellann verpti eggjum sem svo klöktust. Innandyra naut fólkið þess að vera í návígi við fiðruðu fjölskylduna og fékk stórkostlega innsýn í líf og uppeldi unganna.
23.06.2020 - 16:25
Áhrif útgöngubanns á dýralíf rannsökuð
Rannsókn er hafin á áhrifum útgöngubanns vegna kórónuveirufaraldursins á dýraríkið. Hópur vísindamanna ætlar að skoða hegðun dýrategunda fyrir, á meðan og eftir að útgöngubannið var í gildi. Þannig vilja þeir greina hvaða áhrif minni umsvif mannkyns höfðu á önnur dýr og þeirra hegðum. Tilgangur rannsóknarinnar er að sögn vísindamannanna að sjá hvernig ört fjölgandi mannkynið getur deilt jörðinni með öðrum sem á henni búa. 
23.06.2020 - 03:33
Færri fá kettling en vilja
Þau sem leita að kettlingi, eða jafnvel stálpuðum ketti til að taka að sér, hafa fæst erindi sem erfiði þessa dagana. Lítið er auglýst af kettlingum á vefsíðum þar sem áður mátti finna slíkar auglýsingar í tugatali. 
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Krían fyrr á ferðinni en venjulega
Vorboðinn hrjúfi, krían, er komin til landsins. Koman þykir í fyrra fallinu þó að ekki muni mörgum dögum, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Hann sá í gærmorgun til tveggja kría í Óslandi á Höfn.
19.04.2020 - 17:37
Risapöndupar nýtir samkomubann til ástarleikja
Miðaldra risapöndupar í skemmtigarði í Hong Kong nýtur greinilega friðsins sem það fær á meðan útgöngubann er í borginni. Parið stundaði í fyrsta sinn kynmök síðan þau voru flutt í garðinn árið 2007. 
08.04.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Dýralíf · Pöndur · Hong Kong
Myndskeið
Þórólfur: Fólk ætti ekki að fá sér tígrisdýr
Það gæti verið óvarlegt að fá sér tígrisdýr á tímum heimsfaraldurs kórónaveirunnar, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag var hann spurður út í sýkingu kórónaveirunnar frá mönnum í dýr og hvort fólk ætti að forðast umgang við gæludýr.
06.04.2020 - 14:49
Mynd með færslu
Sótti fimm metra snák í garð aldraðrar konu
„Þetta er stærsti snákur sem ég hef séð í 27 ár," sagði snákaeftirlitsmaðurinn Tony Harrison eftir að hann aðstoðaði aldraða konu við að fjarlægja snák sem var við útidyr húss hennar við Oxenford í Ástralíu. Snákurinn reyndist fimm metra langur búrmískur pýton-snákur, sem vó um 80 kílógrömm. 
25.03.2020 - 04:55
Skoða hvort illvígar veirur hafi drepið kanínurnar
Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal. Eins og fréttastofa greindi frá í gær voru yfir 50 hræ hirt í dalnum á síðustu dögum. Helstu möguleikar sem er verið að skoða er brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits ef um slíkt er að ræða. 
Rannsaka mikinn kanínudauða í Elliðaárdal
Matvælastofnun barst tilkynning um fjölda dauðra kanína í Elliðaárdal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í morgun. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einnig hafi á annan tug ábendinga komið frá almenningi. 
Sníkill í laxi þarf ekki súrefni
Vísindamenn við örverufræði í háskólanum í Oregonríki í Bandaríkjunum uppgötvuðu dýr sem þarf ekki súrefni til að lifa af. Dýrið er holdýr sem er sníkill í vefjum laxa. Dýrið stelur nauðsynlegum næringarefnum af laxinum í stað þess að innbyrða súrefni beint sjálft.
27.02.2020 - 06:45
Myndskeið
Mjaldrasystur bregða á leik
Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít virðast una sér vel í Vestmannaeyjum. Þær voru fluttar hingað til lands frá Kína með flugvél á síðasta ári. Þær hafa verið í sóttkví síðan þær komu til landsins en stefnt er að því að flytja þær í hvalalaug með vorinu.
03.02.2020 - 23:46
Myndskeið
Nýr nágranni í Bryggjuhverfinu er landselur
Íbúar í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í Reykjavík hafa undanfarna daga fylgst með landsel sem heimsækir hverfið reglulega og kemur sér makindalega fyrir á bryggjusporðinum.
22.01.2020 - 15:32
Hærri hiti sjávar drap milljón langvíur
Um milljón langvíur drápust á innan við ári vegna óvenjulegs hita sjávar í Kyrrahafi á milli áranna 2015 og 2016. Samkvæmt nýútgefinni rannsókn drápust fuglarnir að líkindum úr hungri.
17.01.2020 - 02:17
Ástleitin skjaldbaka bjargar eigin tegund frá útdauða
Talið er að risaskjaldbaka frá einni af Galapagos-eyjunum hafi átt stóran þátt í því að bjarga tegund sinni frá útdauða. Vísindamenn segja að það megi þakka hinni miklu kynhvöt risaskjaldbökunnar. Skjaldbakan fær nú að snúa aftur til síns heima eftir að hafa eytt síðustu áratugum í ræktunarverkefni þjóðgarðs eyjanna sem miðaði að því að bjarga tegundinni frá útdauða.
11.01.2020 - 10:16
Ungar rjúpur í lakari holdum en fullorðnar
Ungar rjúpur reyndust í lakari holdum en fullorðnir fuglar í mælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands í haust. Enginn munur reyndist á kynjum.
28.11.2019 - 08:53
Fjarðabyggð harmar umfjöllun um alifugla
Fjarðabyggð harmar umfjöllun um kröfur sveitarfélagsins á hendur eiganda alifugla á Fáskrúðsfirði. Í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu kemur fram að aldrei hafi verið gerð krafa um að þrjátíu alifuglum sem hafi aðsetur á Fáskrúðsfirði yrði lógað.
26.11.2019 - 11:37
Myndskeið
Brunasárin drógu kóalabjörninn Lewis til dauða
Kóalabjörninn Lewis, sem komst í heimsfréttirnar þegar honum var bjargað úr skógareldum í Ástralíu, er dáinn. Hann brann illa í eldunum og sárin drógu hann til dauða. Dýralæknar svæfðu hann þegar ljóst var að brunasárin væru ekki að gróa.
26.11.2019 - 10:44
Vanræktur páfagaukur tekinn af eiganda
Matvælastofnun fann við eftirlit sitt tvo horaða páfagauka í búri á Norðurlandi, þar af var annar dauður. Ástand þeirra mátti rekja til vanfóðrunar og vatnsleysis. Páfagaukurinn sem lifði var tekinn tafarlaust af eigandanum. Málið er til meðferðar hjá Matvælastofnun sem leitar nú að nýju heimili fyrir páfagaukinn.
26.11.2019 - 10:36
Síðdegisútvarpið
„Samúð bæjarbúa er hundrað prósent með öndunum“
Endurnar þrjátíu á Fáskrúðsfirði, sem til stendur að aflífa á morgun fái þær ekki húsaskjól fyrir veturinn, eru gæfar og skemmtilegar samkvæmt Óðni Magnasyni íbúa bæjarins. Hann kveðst bjartsýnn á að bæjaryfirvöld leyfi öndunum að lifa.
25.11.2019 - 16:55