Færslur: Dýralíf

Fjöldi tilkynninga á dag um dauða fugla á víðavangi
Enn berst fjöldi tilkynninga á dag til Matvælastofnunar um dauða fugla á víðavangi. Sérgreinadýralæknir segir tilkynningarnar áberandi fleiri nú en í venjulegu árferði, ekki síst vegna aukinnar meðvitundar í samfélaginu um fuglaflensuna.
09.05.2022 - 19:49
Vilja að Anastasia fái að vera áfram við höllina
Um tólf þúsund manns mótmæla því í Króatíu með undirskrift sinni að 17 ára gamall flækingsköttur, sem haldið hefur til fyrir utan höll í gamla hverfi Dubrovnik, sem er vinsæll ferðamannastaður við Adríahaf, verði tekinn í burtu.
16.04.2022 - 18:36
Ástralía
Kóalabirnir í útrýmingarhættu
Kóalabirnir, ein helsta táknmynd dýralífs í Ástralíu, eru taldir í útrýmingarhætti á stórum svæðum á austurströnd landsins. Talið er að þeim hafi fækkað um nærri helming á tuttugu árum.
Mótmæla fyrirhuguðum landfyllingum í Skerjafirði
Íbúar í Skerjafirði og Landvernd hafa áhyggjur af að ásýnd svonefndar Shell-fjöru í Skerjafirði spillist og búsvæði fugla og fleiri dýra verði ógnað ef af landfyllingum verður á svæðinu.
Fyrsta réttnefnda þúsundfætlan fundin
Fyrsta þúsundfætlan sem ber nafn með rentu fannst djúpt ofan í ástralskri jörð. Dýrið er með 1.306 fætur, og er fyrsta liðdýrið sem finnst með fleiri en 750 fætur. Tegundin hlýtur latneska heitið Eumillipes persephone. Eumillipes þýðir raunverulega þúsund fætur, og Persefone er vísun til grísku gyðju undirheimanna. 
16.12.2021 - 17:08
Slökkviliðsmaður bjargaði ketti úr tré
Gráleitum klifurketti var bjargað í gærkvöld úr um tíu metra háu tré sem hann treysti sér ekki niður úr. Á Facebooksíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að kötturinn hafi dúsað í trénu í um það bil sólarhring og bar sig nokkuð illa. Hann ríghélt sér í slökkviliðsmanninn sem hélt á honum niður, en lét sig svo hverfa út í myrkrið.
Kötturinn Eldur birtist óvænt í blárri peysu
Kötturinn Eldur er ársgamall mann- og barnavinur sem býr í Vesturbænum. Að sögn eigandans hefur hann líka sterka tískuvitund og veit alveg hverju hann vill klæðast. Nýverið birtist hann óvænt í glænýrri peysu.
14.10.2021 - 20:00
Býflugur drápu 63 mörgæsir í útrýmingarhættu
Sextíu og þrjár afrískar mörgæsir í bráðri útrýmingarhættu fundust dauðar á strönd skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina. Allar höfðu mörgæsirnar ótal stungusár í kringum augun eftir býflugur.
20.09.2021 - 11:00
Rostungurinn synti á haf út í nótt
Rostungurinn sem gerði sig heimakominn á bryggjunni í Höfn í Hornafirði í gær lét sig hverfa í nótt. Lögregluvarðstjóri á Höfn segir að hann hafi vakið mikla athygli bæjarbúa, ekki sé vitað til þess að dýrið hafi valdið neinum skemmdum á bryggjunni
20.09.2021 - 08:06
Myndskeið
Rostungur á Höfn í Hornafirði
Rostungur nokkur gerði sig heimakominn á bryggjunni á Höfn í Hornafirði í dag. Fréttastofa fékk þessar skemmtilegu myndir frá Lilju Jóhannesdóttur af rostungnum, þar sem hann liggur makindalega á bryggjunni og virðist litlu skeita um þá athygli sem hann fær frá forvitnum bæjarbúum.
19.09.2021 - 19:45
Mjálm kattar kom öldruðum eiganda til bjargar
Fjölmennan hóp viðbragðsaðila þurfti til þess að koma konu á níræðisaldri úr hrakningum í Cornwall-héraði í Englandi á laugardag. Konan fannst eftir að kötturinn hennar mjálmaði eftir hjálp. 
16.08.2021 - 06:22
Fleiri selir en í fyrri talningu
Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.
28.07.2021 - 13:47
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Sjónvarpsfrétt
Skíthræddur við köngulær og vinnur við að drepa þær
Vorið kemur með fleira en betri tíð og blóm í haga, því útköllum vegna meindýra hefur fjölgað samhliða meiri heimaveru. Einn ákvað að verða meindýraeyðir til að sigrast á ótta sínum við kóngulær og annar er með heldur óvenjulegan aðstoðarmann. 
19.06.2021 - 22:35
Fyrsta úlfagotið í 80 ár
Yfirvöld í Colorado hafa greint frá fyrsta goti af gráum ylfingum í ein 80 ár. Þetta þykir marka þáttaskil í baráttu ríkisins við að koma tegundinni á legg en hún stendur höllum fæti víða um Bandaríkin.
10.06.2021 - 22:51
Rotta sest í helgan stein
Starfsævi forðarottunnar Magawa líður undir lok í dag eftir fimm ára starf á jarðsprengjusvæðum í Kambódíu. Það eru belgísku góðgerðarsamtökin, APOPO, sem sjá um að þjálfa nagdýr til að þefa uppi jarðsprengjur svo hægt sé að fjarlægja þær. Magawa hefur verið farsælasti starfskrafturinn frá upphafi en hún hefur þefað uppi 71 jarðsprengju í Kambódíu, þar af 38 sem enn voru virkar.
07.06.2021 - 15:57
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Myndskeið
Skjaldbaka reyndist ekki vera útdauð
Rannsóknir hafa staðfest að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagos-eyjum árið 2019 er af tegund sem talið var að hefði dáið út árið 1906. Vísindamenn úr Yale-háskóla rannsökuðu málið með því að bera erfðaefni úr þessari skjaldböku saman við sýni sem tekið var úr annarri fyrir hundrað og fimmtán árum.
27.05.2021 - 22:02
Risaskjaldbaka af tegund sem talin var útdauð
Yfirvöld í Ekvador staðfestu í gær að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagoseyjum árið 2019 sé af tegund sem talið var að hefði dáið út fyrir rúmri öld. Guardian greinir frá þessu. Starfsmenn þjóðgarðsins á eyjunum ætla að leita að fleiri skjaldbökum sömu tegundar til að reyna að bjarga stofninum.
27.05.2021 - 03:53
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
Gagnrýni
„Það er dýpt og viska í þessari sögu“
Nýjasta bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Dýralíf, er margþátta verk sem þolir ítrekaðan lestur, segja gagnrýnendur Kiljunnar.
Gagnrýni
Jafnvægi ljóss og myrkurs
Dauðinn er sífellt nálægur í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi. „Frásögnin er oft knöpp en milli línanna liggur hafsjór af myrkri og sorg en líka mikið ljós.“