Færslur: Dýralíf

Fleiri selir en í fyrri talningu
Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.
28.07.2021 - 13:47
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Sjónvarpsfrétt
Skíthræddur við köngulær og vinnur við að drepa þær
Vorið kemur með fleira en betri tíð og blóm í haga, því útköllum vegna meindýra hefur fjölgað samhliða meiri heimaveru. Einn ákvað að verða meindýraeyðir til að sigrast á ótta sínum við kóngulær og annar er með heldur óvenjulegan aðstoðarmann. 
19.06.2021 - 22:35
Fyrsta úlfagotið í 80 ár
Yfirvöld í Colorado hafa greint frá fyrsta goti af gráum ylfingum í ein 80 ár. Þetta þykir marka þáttaskil í baráttu ríkisins við að koma tegundinni á legg en hún stendur höllum fæti víða um Bandaríkin.
10.06.2021 - 22:51
Rotta sest í helgan stein
Starfsævi forðarottunnar Magawa líður undir lok í dag eftir fimm ára starf á jarðsprengjusvæðum í Kambódíu. Það eru belgísku góðgerðarsamtökin, APOPO, sem sjá um að þjálfa nagdýr til að þefa uppi jarðsprengjur svo hægt sé að fjarlægja þær. Magawa hefur verið farsælasti starfskrafturinn frá upphafi en hún hefur þefað uppi 71 jarðsprengju í Kambódíu, þar af 38 sem enn voru virkar.
07.06.2021 - 15:57
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Myndskeið
Skjaldbaka reyndist ekki vera útdauð
Rannsóknir hafa staðfest að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagos-eyjum árið 2019 er af tegund sem talið var að hefði dáið út árið 1906. Vísindamenn úr Yale-háskóla rannsökuðu málið með því að bera erfðaefni úr þessari skjaldböku saman við sýni sem tekið var úr annarri fyrir hundrað og fimmtán árum.
27.05.2021 - 22:02
Risaskjaldbaka af tegund sem talin var útdauð
Yfirvöld í Ekvador staðfestu í gær að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagoseyjum árið 2019 sé af tegund sem talið var að hefði dáið út fyrir rúmri öld. Guardian greinir frá þessu. Starfsmenn þjóðgarðsins á eyjunum ætla að leita að fleiri skjaldbökum sömu tegundar til að reyna að bjarga stofninum.
27.05.2021 - 03:53
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
Gagnrýni
„Það er dýpt og viska í þessari sögu“
Nýjasta bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Dýralíf, er margþátta verk sem þolir ítrekaðan lestur, segja gagnrýnendur Kiljunnar.
Gagnrýni
Jafnvægi ljóss og myrkurs
Dauðinn er sífellt nálægur í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi. „Frásögnin er oft knöpp en milli línanna liggur hafsjór af myrkri og sorg en líka mikið ljós.“
Kiljan
„Kannski er tilgangur okkar að vera glöð og elska“
Í nýrri skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur finnur söguhetjan í dánarbúi frænku sinnar handrit sem fjallar um mannskepnuna, grimmd hennar og veikleika. Báðar eru konurnar ljósmæður og vöktu örlög manna svo mikinn ugg hjá þeirri eldri að hún vildi helst ekki setja hvítvoðunga í fang foreldranna eftir fæðingu.
23.11.2020 - 15:00
Enginn vill dýrgripina sem fólk safnar og deyr frá
Þegar fólk fellur frá er nokkuð algengt hús þess og íbúðir séu seldar með öllu dánarbúinu. Þessu tók Auður Ava Ólafsdóttir eftir þegar hún var að skoða fasteignaauglýsingar og varð það henni innblástur að nýjustu bók sinni Dýralíf sem kom út á dögunum.
16.11.2020 - 11:58
Birnir drepnir af rússneska hernum
Rússneskir sjóliðar drápu birnu og bjarnarhún sem höfðu prílað ofan í kjarnorkukafbát. Kafbáturinn lá við bryggju á herstöðinni í Vilyuchinsk í Kamchatka, austast í Rússlandi. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að kallað hafi verið eftir aðstoð veiðileiðsögumanns til þess að svæfa dýrin.
10.11.2020 - 06:12
Myndskeið
Fjarlægðu fyrsta bú risa drápsgeitunga í Bandaríkjunum
Það þurfti hóp manna klædda þykkum hlífðarklæðnaði til að fjarlægja bú asískra risa drápsgeitunga innan úr tré í Washington ríki í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er fyrsta bú slíkra geitunga í Bandaríkjunu, að sögn sérfræðinga.
27.10.2020 - 14:31
Gunnlaugur reyndi að losa sig við nýju kettlingana
„Við höfðum saknað hans svo mikið,“ segir Freyja Amble Gísladóttir, eigandi kattarins Gunnlaugs sem skilaði sér heim í gær eftir fjögurra mánaða ferðalag. Eftir þriggja mánaða leit gáfust eigendurnir upp og fengu sér kettlinga sem Gunnlaugi fannst óþörf viðbót og í gær reyndi hann að taka málin í sínar loppur.
09.10.2020 - 10:10
Rottan Magawa heiðruð fyrir hetjustörf
Forðarottan Magawa varð í gær fyrsta rottan til þess að hljóta virt heiðursverðlaun bresku dýralæknagóðgerðastofnunarinnar PDSA. Verðlaunin eru veitt árlega dýrum sem hafa sýnt mikla dirfsku eða hollustu við skyldustörf. 
26.09.2020 - 07:54
Hundruð hvala strandaðir við Tasmaníu
Björgunarfólk í Ástralíu segir 200 hvali hafa komist í ógöngur til viðbótar við þá 270 sem fyrir voru í afskekktum flóa í Tasmaníu. Talskona ráðuneytis umhverfismála í Tasmaníu greindi AFP fréttastofunni frá því í gærkvöld að grindhvalirnir 200 hafi fundist um sjö til tíu kílómetrum innar í flóanum. Nú er talið að aðeins tugir hvala séu enn lifandi.
23.09.2020 - 03:42
Hetjan sem flúði slátrarann og synti yfir fjörðinn
Þegar leiða átti kúna Sæunni til slátrunar árið 1987 drýgði hún sögulega hetjudáð og synti þriggja kílómetra leið yfir Önundarfjörðinn. Henni var vel tekið af bóndahjónum í Valþjófsdal sem hlúðu að kúnni fram á síðasta dag. Hjónunum bárust þakkarbréf fyrir gæsku sína frá allri heimsbyggðinni og mörg þeirra eru enn til. Nú er komin út barnabók um Sæunni.
17.09.2020 - 14:03
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Dauði hana ýtir undir löggjöf til verndar sveitalífi
Yfir 74 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem sem kallað er eftir viðbrögðum við snemmbúnum dauðdaga franska hanans Marcel. Söfnuninni er beint að fyrrverandi landbúnaðarráðherra og dýraverndunarsamtökum ýmsum.
Breska lögreglan náði villtri mörgæs
Lögreglan í Nottinghamskíri í Bretlandi tók villtan vegfaranda upp í lögreglubílinn aðfaranótt sunnudags. Á eftirlitsferð sinni urðu lögreglumenn í Broxtowe varir við Humboldt-mörgæs ráfandi um á götunni.
17.08.2020 - 06:33