Færslur: Dýralæknir

Myndskeið
Fluttu pakksaddan fálka úr bakgarðinum til dýralæknis
Þórdís Bragadóttir fylgdist með fálka háma í sig hettumáfshræ í bakgarðinum heima hjá sér í Fossvogi í dag. Eftir máltíðina var fálkinn svo saddur að hann gat ekki hafið sig til flugs og sérstakur fuglavinur frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu flutti hann til dýralæknis. Fálkinn gistir í Húsdýragarðinum í nótt en verður frjáls ferða sinna aftur á morgun.