Færslur: Dýralækningar

Myndskeið
Slegist um hvolpa og kettlinga í kófinu
Mikil eftirspurn er eftir gæludýrum þessa dagana. Dýralæknir hvetur fólk til þess að láta ekki undan hvatvísi heldur hugsa málið vandlega áður en það ræðst í slíka skuldbindingu. Fólk verði að vera reiðubúið til að skuldbinda sig fjárhagslega og tímalega.
12.11.2020 - 19:34
Hætti við að hætta sem dýralæknir
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir á Vestfjörðum hefur ákveðið að draga uppsögn sína til baka og starfa áfram þar til samningur hennar rennur út í haust. Hún hefur gert samkomulag við Matvælastofnun þess efnis. Hún er eini starfandi dýralæknirinn í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum.
13.08.2019 - 14:05
Skipar starfshóp um þjónustu dýralækna
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna.
16.07.2019 - 11:12
Hrossaveiki tengd fóðri
Alls eru 44 hross með einkenni taugasjúkdómsins fjöltaugakvilla. Þar af hafa tólf verið felld og eitt fannst dautt, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.
19.06.2019 - 22:30
Fréttaskýring
Kattagetnaðarvörn ófáanleg fram í maí
Lyfið Perlutex, getnaðarvarnarpilla fyrir ketti, hefur verið ófáanlegt hér á landi frá því í byrjun september og það er ekki von á því á markað fyrr en í fyrsta lagi í maí á næsta ári. Á vef innflytjandans Distica, segir að hormónalyfið sé ekki til hjá framleiðanda. Um 1500 skammtar seldust af lyfinu í fyrra. Kattaræktandi segist eiga von á skemmtilegum kór, þegar allar læðurnar byrji að breima. Lyfið er mjög krabbameinsvaldandi sé það notað til langs tíma.
18.12.2018 - 14:51