Færslur: Dýralæknar

Dýralæknir staðfestir að lambið á Refsmýri var skotið
Dýralæknir hefur staðfest að lambið sem drepið var við bæinn Refsmýri í Fellum um helgina hafi verið skotið áður en það var flegið. Hann hefur skilað skýrslu til lögreglunnar.
08.06.2022 - 12:00
Yfir hundrað hundar smitast af óþekktri hóstapest
Yfir hundrað tilvik hafa verið tilkynnt Matvælastofnun um bráðsmitandi öndunarfærasýkingu meðal hunda. Grunur er um talsvert fleiri tilfelli. Matvælastofnun hefur haft pestina til rannsóknar, en niðurstöður úr PCR-greiningum benda til þess að orsökin sé hvorki covid né hundainflúensa. Dýralæknar segja mögulegt að nýjar veirur eða bakteríur, sem ekki hafi greinst í hundum hér á landi áður, valdi veikindunum.
24.01.2022 - 16:47
Dýralæknafélagið á móti banni á lausagöngu katta
Dýralæknafélag Íslands hefur ályktað um fyrirhugað bann Akureyrarbæjar á lausagöngu katta. Formaður félagsins segir að það geti haft mjög alvarleg áhrif á heilsu katta að vera lokaðir inni.
08.11.2021 - 08:19
Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Nú er vitað um 160 miltisbrandsgrafir á Íslandi
Vitað er um 160 miltisbrunagrafir við 130 bæi víðs vegar um landið. Sumarið 2017 hófu hjónin Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Ólöf Erla Haraldsdóttir að merkja þekktar miltisbrunagrafir í landinu.
Andleg vanlíðan og streita algeng meðal dýralækna
Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi samkvæmt nýrri könnun sem Dýralæknafélag Íslands gerði meðal félagsmanna sinna. Stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á samfélagsmiðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda.
23.06.2021 - 09:47
Hræddir hundar á kvíðastillandi vegna jarðskjálftanna
Dýralæknir segir mikið um að hundaeigendur hafi samband  vegna vanlíðunar hunda sinna í jarðskjálftunum. Nokkuð er um að hundar fái kvíðastillandi lyf til að slá á óróleikann en mikilvægast er að sýna þeim hlýju og stuðning.