Færslur: Dýragarður

Ljónum og tígrisdýrum bjargað frá Úkraínu
Sex ljónum og sex tígrisdýrum var forðað frá Úkraínu í liðinni viku en fjöldi annarra dýra í úkraínskum dýragörðum er þar enn og í bráðri hættu, rétt eins og mannfólkið. Fjöldi fólks er sagður leggja sig fram um að reyna að koma þeim í öruggt skjól.
07.03.2022 - 07:03
Tígurinn Charly og órangútaninn Sandai bólusett
Bengaltígurinn Charly og órangútaninn Sandai eru meðal tíu dýra sem voru bólusett í dýragarði í Chile á mánudaginn. Þekkt er að dýr smitist af COVID-19.
Risapandan Huan Huan er orðin móðir
Risapöndunni Huan Huan fæddust tvíburar skömmu eftir miðnætti. Huan og maki hennar Yuan Zi dvelja í láni frá Kína í frönskum dýragarði. Forstjóri dýragarðsins gat ekki hamið gleðina þegar hann greindi frá fæðingunni enda eiga pöndur erfitt með að eignast afkvæmi.
02.08.2021 - 03:41
Elsta górilla í heimi orðin 64 ára
Górillan Fatou fagnaði í gær sextíu og fjögurra ára afmæli sínu. Talið er að hún sé elsta górilla í heimi en meðalaldur górilla er á milli fjörutíu og fimmtíu ár.
14.04.2021 - 21:41
Myndskeið
Mjaldrar vingast við mörgæs
Í dýragörðum fá dýr sjaldnast að hitta aðrar tegundir. Nú þegar stór hluti mannkyns sætir samkomubanni ríkir meira frelsi hjá sumum þeirra sem dvelja í görðunum.
01.04.2020 - 19:40