Færslur: Dýr

Myndskeið
Er vinsælasti baðstaður landsins í Hraunborgum?
Spói nokkur baðar sig nú reglulega í fuglabaði við sumarbústað þeirra Óskars Einarssonar og Kötlu Magnúsdóttur í Hraunborgum. Hjónin komu fyrir tveimur fuglaböðum við bústað sinn fyrir nokkrum árum, sífellt fleiri fuglar hafa nú uppgötvað þau og baða sig þar bæði sjálfum sér og húsráðendum til yndis og ánægju.
14.06.2020 - 21:02
Innlent · Dýr · Sumar · Fuglar
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Krókódíll sem sagður er hafa verið í eigu Hitlers allur
Krókódíll sem slapp úr dýragarði í Berlín þegar bandamenn gerðu loftárásir á borgina í nóvember árið 1943 er nú allur, 84 ára gamall. Samkvæmt sögusögnum átti Adolf Hitler, leiðtogi nasista í Þýskalandi, krókódílinn á sínum tíma.
25.05.2020 - 06:56
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Spegillinn
Regluverk um tilraunir á erfðabreyttum dýrum of flókið
Vísindamenn sem gera tilraunir á erfðabreyttum lífverum hér á landi telja að regluverkið sé allt of flókið. Fagráð Matvælastofnunar sem veitir umsagnir um tilraunirnar lagði niður störf því engin þóknun hefur verið fyrir vinnuna í ráðinu.
24.02.2020 - 16:02
Myndskeið
Nýr nágranni í Bryggjuhverfinu er landselur
Íbúar í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í Reykjavík hafa undanfarna daga fylgst með landsel sem heimsækir hverfið reglulega og kemur sér makindalega fyrir á bryggjusporðinum.
22.01.2020 - 15:32
Hestamenn segja reiðvegi hafa orðið útundan
Hestamenn telja að reiðstígar hafi orðið útundan í samgönguáætlun næstu ára. Þetta kemur fram í umsögn Landssambands hestamanna um þingsályktanir um samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi. 
07.01.2020 - 07:05
Leggja til að veiðiaðferðir taki mið af velferð dýra
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur hafið vinnu við endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og rennur umsagnafrestur við áform um frumvarpið út í dag. Meðal þess sem stefnt er að samkvæmt áformunum er að veiðiaðferðir taki mið af velferð villtra dýra.
02.01.2020 - 10:13
Lagt til að einangrun hunda og katta sé stytt
Einangrun hunda og katta sem flutt eru til landsins verður stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa, eða um helming, ef tillögur atvinnuvegaráðuneytisins að nýrri reglugerð verður að veruleika. Tillögurnar voru birtar í samráðsgátt fyrir helgi.
22.12.2019 - 12:40
Jólin varasöm fyrir gæludýr
Um leið og mannfólkið gerir vel við sig í mat og drykk um jólahátíðina er mikilvægt að hugsa um heilsu og velferð gæludýra og sleppa ekki fram af þeim beislinu í óhóflegu áti og óhollu mataræði. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir gæludýraeigendur um hættur á heimilum yfir hátíðirnar.
19.12.2019 - 20:52
Viðtal
Íslenskir kraftaverkahundar syngja óperu
Hundurinn Snóker kom eigendum sínum á óvart þegar hann var aðeins hvolpur og hefur síðan sungið fyrir þau aríur af mikilli list og innlifun á hverjum degi. Arndís Björk Ásgeirsdóttir heimsótti söngelska hunda og ræddi við Hönnu Maríu dýralækni um það hvers vegna dýrin okkar sækja sum í að hlýða á og jafnvel flytja tónlist.
15.10.2019 - 13:39
Haninn Maurice sigraði nágranna fyrir dómi
Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað hananum Maurice og eiganda hans í vil, eftir að nágrannar höfðuðu dómsmál vegna þess sem þeir töldu vera ótímabært hanagal hans snemma á morgnanna.
05.09.2019 - 16:55
New York bannar að fjarlægja kattarklær
New York varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna að fjarlægja klær af köttum. Slíkt er bannað í nokkrum löndum og segja dýraverndunarsinnar aðgerðirnar grimmdarlegar.
23.07.2019 - 02:56
Viðtal
Hósti og hitasótt hrjá hesta
Töluvert hefur verið um veikindi hrossa hér á landi á undanförnum vikum og hafa tilfelli verið staðfest á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, segir að bæði sé hitasótt og smitandi hósti að hrjá hesta. Áratugur er síðan hóstafaraldur meðal hesta gekk síðast yfir hér á landi og því mikið af hrossum sem ekki gengu í gegnum faraldurinn þá.
23.04.2019 - 08:50
Flugeldar gætu valdið dýrum ofsahræðslu
Dýraeigendur eru beðnir um að huga vel að gæludýrum sínum á meðan flugeldaskotum stendur um og á áramótum. Sprengingar flugelda geta valdið dýrum ofsahræðslu. Matvælastofnun bendir á það í tilkynningu að dýrin geti valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við þessar aðstæður.
29.12.2018 - 07:35
Myndskeið
Ver öllum sínum tíma í umönnun 200 katta
Þetta byrjaði allt með einni lítilli kisu sem sonur hennar bað hana um að annast. Síðan eru liðin sex ár og kattamamman í höfuðborg Omans er nú með 200 ketti á heimilinu.
22.09.2018 - 20:35
Erlent · Dýr · kettir · Dýralíf
Sjaldséðir fuglar á ferðinni
Nokkuð er um sjaldgæfar erlendar fuglategundir á landinu þessa dagana. Í þeim hópi eru laufsöngvarar, fjallafinkur, glóbrystingar og rúkragar. Safaspæta heldur sig í birkitrjám við Apavatn.
12.09.2018 - 23:37
Innlent · Fuglar · Fuglalíf · Dýralíf · Náttúra · Dýr
Leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gæludýrahald verði leyft í félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Því er íbúum nú leyfilegt að halda hunda eða ketti.
07.09.2018 - 19:28
Viðtal
Settu met í vigtun á pysjum
Pysjutímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og ungir sem aldnir, Vestmanneyingar og ferðamenn hjálpast nú að við að koma áttavilltum pysjum á rétta leið. Pysjurnar eru vigtaðar og vængir þeirra mældir í Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, og var heimsmet í pysjuvigtun sett í gær þegar 472 pysjur voru settar á vigtina.
07.09.2018 - 10:59
Myndskeið
Hræ af hval í sjónum við Sæbraut
Hræ af hval er á reki í sjónum við Sæbraut í Reykjavík. Lögregla fékk tilkynningu um hræið rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er ekki ósennilegt að það sé af annarri andarnefjunni sem rak á land í Engey á dögunum.
26.08.2018 - 13:58
Viðtal
Hundar bíta þegar þeir eru farnir að stjórna
Hundaþjálfari segir mikið um áróður á netinu um að fólk eigi ekki að beita hunda sína aga og að slíkur áróður sé mjög varasamur enda sé mjög mikilvægt að temja hunda vel.
22.08.2018 - 08:59
Vilja endurskoðun á reglum um einangrun dýra
Hundaræktarfélag Íslands hefur um nokkurt skeið kallað eftir endurskoðun á lengd einangrunar gæludýra sem koma til landsins. Hún er nú fjórar vikur hjá hundum. Formaður félagsins segir að rök sem sett voru fram í grein þriggja vísindamanna sem birt var í veftímaritinu Icelandic Agricultural Sciences ekki standast.
16.08.2018 - 08:03
Innlent · Dýr · Hundar
Um 100 ungar á legg á einu besta ári fálkans
„Árið 2018 er eitt besta ár fálkans sem vitað er um frá því að rannsóknir á honum hófust árið 1981.“ Þetta segir Ólafur K. Níelsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
15.08.2018 - 11:06
Innlent · Náttúra · Fuglar · Dýr
Hundur í Hong Kong spáir Íslandi sigri á HM
Dýr um víða veröld keppast nú um að feta í „fótspor“ kolkrabbans Páls, sem sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2010, með því að spá rétt um úrslit fjölda leikja í keppninni. Heyrnarlaus köttur á listasafni í Pétursborg hefur þegar reynst sannspár um leiki á mótinu í ár, en hundur í Hong Kong fer alla leið og spáir Íslendingum heimsmeistaratitlinum.
15.06.2018 - 17:41