Færslur: Dýr í útrýmingarhættu

Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Myndskeið
Skjaldbaka reyndist ekki vera útdauð
Rannsóknir hafa staðfest að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagos-eyjum árið 2019 er af tegund sem talið var að hefði dáið út árið 1906. Vísindamenn úr Yale-háskóla rannsökuðu málið með því að bera erfðaefni úr þessari skjaldböku saman við sýni sem tekið var úr annarri fyrir hundrað og fimmtán árum.
27.05.2021 - 22:02
Gengu fram á átján dauða asíufíla
Átján fílar fundust dauðir á náttúruverndarsvæði í Assam-héraði í Norðaustur-Indlandi í vikunni. Fílarnir, sem allir tilheyrðu sömu hjörðinni, eru taldir hafa drepist þegar eldingu sló niður í Kandoli-friðlandinu í Assam. Svo margir fílar hafa ekki fundist dauðir á einu bretti í héraðinu í 20 ár, samkvæmt frétt BBC. Það var heimafólk í nálægu þorpi sem lét yfirvöld vita af fíladauðanum, eftir að það gekk fram á hræin í skógi vöxnu friðlandinu.
14.05.2021 - 04:32
Tuttugu áður óþekktar dýrategundir finnast í Bólivíu
Hópur náttúruvísindamanna hefur uppgötvað tuttugu áður óþekktar dýrategundir í Zongo-dal skammt frá La Paz, höfuðborg Bólívíu.
Smádýr talið útdautt en fannst sprelllifandi í Afríku
Vísindamenn hafa óttast að snjáldurmúsin sómalíska hafi endanlega horfið af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu árum - en ekki aldeilis. Þetta örlitla spendýr hefur lifað í kyrrþey á þurrviðrasömu klettasvæði á skaganum Horni Afríku. Hann er í Austur-Afríku og teygir sig út í Arabíuhaf.
Síðasti kvenkyns hvíti gíraffinn drepinn
Talið er að veiðiþjófar í Kenýu hafi drepið síðasta kvenkyns hvíta gíraffann í heiminum og kálf hennar á dögunum. Hræin fundust í austurhluta Kenýa, að því er dýraverndarsamtökin Hirola Conservation greindu frá í tilkynningu í gær.
11.03.2020 - 21:52
Ný rannsókn
Séríslenskur rostungsstofn hvarf við landnám
Á öldum áður lifði hér á landi sérstakur íslenskur rostungastofn. Stofninn varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna leyst ráðgátuna um rostungana. Niðurstöður bendi til að rostungastofninn og útrýming hans séu meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
13.09.2019 - 09:53
Andlit ferðaþjónustunnar í útrýmingarhættu
Lundar og landselir gætu dáið út við Ísland. Tegundirnar falla báðar í flokk dýra í bráðri hættu á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar. Lundum hefur fækkað verulega frá aldamótum og landselastofninn hefur aldrei mælst minni. Umhverfisráðherra vill skoða veiðibann og villidýralög.
11.11.2018 - 18:48