Færslur: Dýr

Myndskeið
Risapandan Tuan Tuan gengin á vit feðra sinna
Harmur var kveðinn að í dýragarði Taípei borgar í Taívan þegar risapandan Tuan Tuan hvarf til feðra sinna í gær eftir veikindi, átján ára að aldri. Þau Yuan Yuan, maki hans, voru gjöf kínverskra stjórnvalda til Taívan árið 2008.
20.11.2022 - 06:30
Fjórar hænur drápust þegar hænsnakofi brann
Eldur kviknaði í hænsnakofa á Sauðárkróki rétt eftir miðnættið. Af átta hænum í hænsnakofanum, drápust fjórar.
16.11.2022 - 14:14
Fimm ljón yfirgáfu svæði sitt í áströlskum dýragarði
Dýragarði í Ástralíu var lokað um tíma í morgun eftir að fimm ljón, eitt fullorðið dýr og fjórir ungar, sluppu út af afgirtu svæði þeim ætluðum. Öll skiluðu sér þó aftur.
02.11.2022 - 06:26
Pistill
Það læra flugurnar sem fyrir þeim er haft
„Þar með voru öll skilyrðin uppfyllt. Niðurstöðurnar sýndu að ávaxtaflugur búa yfir hugrænni hæfni og félagseiginleikum til þess að búa sér til hefðir, venjur og menningu, jafnvel þó að ströngustu skilyrði efasemdarmanna þurfi að vera uppfyllt.“ Fróði Guðmundur Jónsson, dýraatferlisfræðingur, fjallar um makaval ávaxtafluga.
30.10.2022 - 12:30
Forn haugur verður endurhlaðinn í norskum bæ
Bæjaryfirvöld í norskum bæ ætla að endurbyggja fornan haug sem skemmdist meðan verið var að byggja skóla. Haugurinn hefur legið undir skemmdum en þykir merkilegur fyrir margra hluta sakir.
23.10.2022 - 06:08
Pistill
Menningarlegur arfur mannapa tapast með skógareyðingu
Órangútanar búa sér til hreiður til að sofa í á hverri nóttu. Villtir mannapar læra hver af öðrum bestu aðferðirnar við hreiðurgerðina en eyðing skóga hefur minnkað stofna þeirra að hættumörkum. „Það verður þó sífellt erfiðara að rannsaka villta Órangútana þar sem stofn þeirra minnkar ár frá ári,“ segir Fróði Guðmundur Jónsson, dýraatferlisfræðingur og pistlahöfundur Lestarinnar.
18.10.2022 - 13:46
Sjónvarpsfrétt
Eftirlit sýndi alvarleg frávik í holdafari hestanna
Alvarleg frávik voru í holdafari hrossa sem eru talin hafa sætt illri meðferð í Borgarnesi. Forstjóri Mast segir vörslusviptingu síðustu forvöð í málum er varða dýraníð. Kona sem hefur fylgst með hestunum hefur áhyggjur af því að þeir muni ekki lifa veturinn af.
14.10.2022 - 18:54
Pistill
Eru krákur kannski menn?
„Þekkt er að krákur og hrafnar hafi lengi þótt bráðgáfuð dýr, en það endurspeglast til dæmis í norrænni goðafræði þar sem hrafnar Óðins bera nöfnin Huginn og Muninn, sem tákna hug og minni.“ Fróði Guðmundur Jónsson, dýraatferlisfræðingur og pistlahöfundur Lestarinnar, fjallar um menningu kráka.
11.10.2022 - 12:30
„Alvöru mál að vera með hund innan um fé“
Bóndi á Vesturlandi segir nauðsynlegt að taka lausagöngu hunda fastari tökum. Of algengt sé að fé hans drepist eftir að hafa lent í hundum. 
04.10.2022 - 10:52
Innlent · Náttúra · Dýr · Dýrbítar · Lamb · Hundar
Vill flytja inn hringrásarhænur í bakgarða
Verkefnið Hringrásarhænur í bakgörðum hlaut styrk frá Matvælasjóði sem verkefni á hugmyndastigi. Markmiðið er að flytja inn hænur sem alla jafna eru þyngri og rólegri en íslenski hænsnastofninn og fullkomnar í bakgarðinn.
03.10.2022 - 16:55
Kengúra banaði Ástrala sem hélt hana sem gæludýr
Grunur leikur á að villt kengúra hafi orðið 77 ára gömlum Ástrala að bana sem hélt hana sem gæludýr. Lögregla segir þetta fyrstu banvænu kengúruárásina í landinu um 86 ára skeið.
13.09.2022 - 05:35
Elsta steingerða risaeðla Afríku fundin í Zimbabwe
Vísindamenn grófu nýverið upp steingerðar líkamsleifar elstu risaeðlu sem fundist hefur í Afríku. Eðlan var þó ekki mjög risavaxin eða um metri á hæð og er talin hafa verið á dögum fyrir 230 milljónum ára.
04.09.2022 - 16:11
Skora á MAST að taka hrossin af eigendum
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands skorar á Matvælastofnun að sinna án tafar lögbundnum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð. Dýraverndarsambandið krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur dýranna sem eru í neyð og hafa verið tilkynntir til stofnunarinnar.
01.09.2022 - 11:44
Hrossin fjarlægð í skjóli nætur
Tæplega tuttugu hross sem virðast aðframkomin úr hor og eru sögð oftast geymd lokaðir inni í hesthúsi, virðast hafa verið fjarlægð úr hesthúsahverfinu í Borgarnesi af eiganda þeirra.
31.08.2022 - 23:32
Innlent · Vesturland · Dýr · Hestar · MAST
Sjónvarpsfrétt
30 hross sögð lokuð inni, grindhoruð og aðframkomin
Tugir hesta sem virðast aðframkomnir úr hor hafa vart fengið að fara út úr húsi í sumar, að sögn hestamanns í Borgarnesi. Ítrekað hefur verið tilkynnt um aðbúnað dýranna.
31.08.2022 - 21:00
Innlent · Vesturland · MAST · Dýr · Hestar
Rosknir hundar geta fengið heilabilun
Hundar geta þurft að glíma við heilabilun þegar líður á ævina, ekki síður en menn. Hreyfing er eitt af lykilatriðum þess að halda heilsu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar bandarískrar rannsóknar.
29.08.2022 - 04:35
Starfsmaður sænsks dýragarðs látinn eftir atlögu dýrs
Starfsmaður dýragarðsins í Öland í Svíþjóð lést af slysförum í dag. Garðurinn var lokaður þegar slysið varð en lögregla segir manninn hafa verið að sinna dýri í garðinum.
28.08.2022 - 22:44
Viðurkennir að hafa smyglað skriðdýrum í buxunum sínum
Bandaríkjamaður sem skipulagði viðamikið smygl á skriðdýrum inn í landið gæti átt áratuga fangelsi yfir höfði sér. Hann og menn sem hann borgaði fyrir viðvikið földu varninginn jafnvel í buxunum sínum.
25.08.2022 - 01:25
Þetta helst
Snýr tasmaníutígurinn aftur?
Vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum kynntu á dögunum metnaðarfull áform um að vekja útdauða dýrategund aftur til lífs með hjálp nýjustu erfðatækni. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu og á toppi fæðjukeðjunnar, en dó út eftir skipulega útrýmingarherferð evrópskra landnema á fjórða áratug síðustu aldar.
18.08.2022 - 13:34
Morðhótanir vegna aflífunar rostungsins Freyu
Framkvæmdastjóra Fiskistofu Noregs og eiginkonu hans hefur borist fjöldi morðhótana eftir að Fiskistofan ákvað að aflífa rostunginn Freyu í gær. Freya hafði gert sig heimakomna í smábátahöfn nálægt Osló, en fékk engan frið fyrir aðdáendum. Norsk stjórnvöld sögðu hættu á að réðist á fólk.
15.08.2022 - 15:37
Erlent · Noregur · Dýr
Mjaldri bjargað heilum á húfi úr Signu
Björgunarfólki í París tókst í nótt að bjarga mjaldri á land sem svamlað hefur um í ánni Signu undanfarna daga. Mjaldurinn var fangaður í net og hifður með krana og komið fyrir á sérstökum pramma.
10.08.2022 - 05:10
Sjónvarpsfrétt
Koma kanínum til bjargar
Dýraþjónusta Reykjavíkur er komin í samstarf við tvenn samtök sjálfboðaliða við að sjá um sívaxandi stofn kanína í borginni. Þær þola illa íslenskt veðurfar og margar drepast úr kulda á veturna. 
08.08.2022 - 15:07
Hvítabjörn felldur á Svalbarða eftir árás á ferðamann
Hvítabjörn var felldur á Svalbarða í dag eftir atlögu hans að 25 frönskum ferðamönnum sem höfðust við í tjöldum norðanvert við Isfjorden. Ein kona særðist á handlegg í árásinni og var flutt með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Longyearbæ.
08.08.2022 - 15:00
Dýragarður ráðþrota gagnvart banvænni veiru í fílum
Þrír asíufílar í svissneskum dýragarði eru dauðir af völdum banvænnar veirusýkingar. Sérfræðingar eru ráðþrota um hvernig stöðva eigi útbreiðslu hennar.
Úlfum fjölgar ört í Danmörku
Búast má við að fullvaxta úlfar í Danmörku verði orðnir um hundrað talsins innan fimm ára ef stofninn fær að vaxa og dafna óáreittur. Þetta segir Kent Olsen, yfirmaður rannsókna hjá náttúruminjasafni Árósa, í samtali við danska ríkisútvarpið.
23.07.2022 - 14:04
Erlent · Danmörk · Dýr · Náttúra

Mest lesið