Færslur: duldar auglýsingar

Borist ábending um Facebookfærslu Páls Óskars
Á laugardaginn birti tónlistarmaðurinn Páll Óskar mynd af sér með nýjum bíl. Þar hallar hann sér að bílnum sem er rauður á lit íklæddur fötum í stíl. Neytendastofu hefur borist ábending um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing.
06.05.2019 - 13:24
Viðtal
Skýrt að duldar auglýsingar eru bannaðar
Skýrt kemur fram í reglum um auglýsingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að duldar auglýsingar eru bannaðar. Reglurnar hafa verið á vef Neytendastofu síðan árið 2015, að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur hjá stofnuninni. Í síðustu viku fengu tveir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum bréf frá Neytendastofu um að þeir mættu ekki birta duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum.
08.10.2018 - 08:05
50 prósent auglýsingatekna á netmiðlum
„Það er gífurlega erfitt fyrir löggjafann að móta einhverja stefnu er snýr að fjölmiðlum og auglýsingamarkaði vegna þess að þessi markaður er búinn að vera að þróast svo gífurlega hratt. Veruleikinn sem við búum við núna er allt öðruvísi en fyrir fimm árum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. 
29.01.2018 - 12:22
„Það sama og góð skáldsaga eða gott listaverk“
Kvikmyndagerðarmaðurinn og auglýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson hefur unnið í auglýsingabransanum í rúm 14 ár og leikstýrt auglýsingum fyrir mörg alþjóðleg stórfyrirtæki.
28.06.2017 - 16:30