Færslur: Druslugangan

Druslugöngunni frestað um óákveðinn tíma
Druslugöngunni 2021, sem ganga átti í Reykjavík í dag, laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma „vegna nýjustu frétta um aðgerðir í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu," eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Morgunútvarpið
Gerendameðvirkni síðustu vikna kom ekki á óvart
„Maður er ekkert hissa og það er eiginlega það sorglega. Þetta kemur manni ekkert á óvart,“ segir Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar í ár, um gerendameðvirkni í umræðunni síðustu mánuði í tengslum við frásagnir kvenna sem segja þekkta karlmenn hafa brotið á þeim. Hún telur þó að hópar sem vinni gegn ofbeldi tvíeflist við umræðuna. Það þurfi mikla orku til að berjast á móti gerendameðvirkni. „Ég held að þetta kveiki frekar í okkur en að róa okkur,“ segir hún.
19.07.2021 - 10:10
Vímuefnanotkun, rasismi og kynbundið ofbeldi á Íslandi
Flóra er yfirlýst feminískt veftímarit sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði enda þykja efnistökin hispurslaus, ögrandi og öðruvísi. Þar segja ólíkir hópar oft skuggalegar reynslusögur sem endurspegla fjölþættan samfélagslegan og oft dulinn vanda. „Markmið okkar er að ná í raddir sem annars fá ekki pláss í fjölmiðlum,“ segir Elinóra Guðmundsdóttir ritstjóri.
19.08.2020 - 09:26
Rafræn Drusluganga gefur jaðarsettum hópum orðið
Í ár hefði tíunda Druslugangan farið fram og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún verið gengin niður Skólavörðustíginn í lok júlí. Í staðinn var ákveðið að gangan yrði rafræn í ár með útgáfu rafræns tímarits.
13.08.2020 - 14:07
Engin Drusluganga í ár – gefa út vefrit
Hin árlega Drusluganga verður ekki farin í Reykjavík þetta sumarið vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hennar hefur verið ákveðið að gefa út vefrit sem hefur fengið nafnið Drusla x Flóra. Vefritið kemur út í ágúst.
13.07.2020 - 15:35
„Ekki nóg að segjast vera á móti ofbeldi“
„Ég held að þetta verði heitasti dagur sumarsins þannig að ég vona að sem flestir mæti og gangi með okkur,“ sagði Helga Lind Mar, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar í hádegisfréttum, rúmri klukkustund áður en gangan hófst. „Okkur finnst mikilvægt að allir geti speglað sig í göngunni þannig að hún er orðin regnhlíf yfir og fyrir alla þolendur sama hvernig ofbeldi þeir eru að upplifa.“
28.07.2018 - 12:39
Druslugangan á morgun: „Við munum ekki þegja“
Druslugangan verður gengin í áttunda sinn hér á landi á morgun til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. „Hún er gengin til að sýna samfélaginu að við munu ekki þegja. Við munum alltaf standa upp gegn nauðgunarmenningu,“ segir Helga Lind Mar, einn af skipuleggjendum göngunnar. Gengið er frá Hallgrímskirkju klukkan tvö seinni part dags.
27.07.2018 - 22:31
Áhersla á að gangan sé allra
Druslugangan verður haldin í áttunda skipti laugardaginn 28.júlí. Markmið göngunnar er eins og undanfarin ár að sporna gegn kynferðisofbeldi.
24.07.2018 - 12:00
Druslugangan rofið þögn margra fórnarlamba
Mörg þúsund druslur gengu fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli í dag í sjöunda sinn. Stefán Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda, segir að baráttan hafi skilað miklu síðustu ár. Margir þolendur kynferðisofbeldis lifðu enn í þögninni ef ekki væri fyrir Druslugönguna.
29.07.2017 - 16:03
Nektarmyndir eðlileg kynferðisleg tjáning
Það er ekkert nýtt að senda nektarmyndir en með tilkomu samfélagsmiðla er mun auðveldara að brjóta á fólki. Þetta segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar, í samtali við Síðdegisútvarpið í dag. Druslugangan verður í sjöunda skipti á morgun til að skila skömminni frá þolendum ofbeldis til gerenda og stafrænt kynferðisofbeldi verður sett í forgrunn í ár. Björn Árni Jóhannsson er einnig gestur í þættinum og ræðir ofbeldið sem hann varð fyrir sem barn.
28.07.2017 - 20:18
Vona að bókin verði úrelt eftir 20 ár
Út er komin bókin „Ég er drusla“, sem er ætlað að fanga orkuna sem hefur orðið til í kringum Druslugönguna. „Við vildum búa til verk sem allir áttu og allir gætu séð sig í. Í stað þess að vera bara heimild um þennan atburð vildum við endurskapa orkuna,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, hönnuður bókarinnar.
28.06.2017 - 16:58
Stjórnmálamenn hvattir í Druslugönguna
Hin árlega Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag klukkan 14:00. Gengið er frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og að Austurvelli. Í dag verður svokallað Druslupepp þar sem varningur göngunnar verður seldur í miðbænum og tónleikar í kvöld. „Ekkert sem þú gerir réttlætir það að einhver beitir þig ofbeldi,“ segir Ævar Vísindamaður í sérstakri krakkaútskýringu.
20.07.2016 - 13:59