Færslur: Drífa Snædal

Drífa hafi verið innmúruð en þau boðberar nýrra tíma
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekkert sé hæft ásökunum Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, um að hún hafi staðið í persónuárásum gegn henni. Í yfirlýsingu um afsögn sína í síðustu viku, sagði Drífa að óbærilegt hafi verið að vinna með ákveðnu fólki í verkalýðshreyfingunni.
Fréttaskýring
Afsögn forseta og baráttan um Alþýðusambandið
Drífa Snædal sagði af sér formennsku í Alþýðusambandi Íslands í síðustu viku. Ástæðurnar sem Drífa gaf upp fyrir afsögn sinni eru erfið samskipti innan hreyfingarinnar og stemmingin gagnvart henni sjálfri frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga. En hvernig eru þessar átakalínur innan verkalýðshreyfingarinnar?
Harma aðstæðurnar sem leiddu til afsagnar Drífu
Formenn 11 félaga innan starfsgreinasambands Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau þakka fráfarandi forseta ASÍ, Drífu Snædal, farsælt og gefandi samstarf.
Spegillinn
Afsögn Drífu Snædal stórtíðindi
Það er alltaf harður vetur fram undan þegar kemur að stórum kjarasamningum, segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent og sérfræðingur í vinnumarkaði og stéttarfélögum, en alltaf nást samningar. Erfitt sé að ráða í það nú hver áhrifin verði af ólgu í verkalýðshreyfingunni sem birtist í afsögn Drífu Snædal úr embætti forseta Alþýðusambands Íslands.
Sjónvarpsviðtal
„Engum í hag að hver höndin sé uppi á móti annarri“
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afsögn Drífu Snædal sem forseti Alþýðusambandsins komi honum ekki verulega á óvart en að honum þyki leitt að þetta hafi verið niðurstaðan. Miklu máli skipti fyrir atvinnulífið og samfélagið að það sé gott talsamband á milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins.
10.08.2022 - 12:38
Sjónvarpsviðtal
„Þetta hefur á köflum verið óbærilegt“
„Stemningin gagnvart mér frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga hefur verið þannig að ég treysti mér ekki til að vinna hérna áfram í hreyfingunni. Þegar sú ákvörðun lá fyrir að ég myndi ekki gefa kost á mér aftur var hreinlegast að hætta strax. Í staðinn fyrir að vera í embætti í tvo mánuði, nánast umboðslaus,“ segir Drífa Snædal, fráfarandi forseti ASÍ.
10.08.2022 - 11:44
Segir Drífu hafa verið andlýðræðislegan forseta
Vinnubrögð fráfarandi forseta ASÍ, Drífu Snædal, voru lokuð, andlýðræðisleg og vöktu undrun og gagnrýni, segir formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir.
10.08.2022 - 11:39
Svakalegar tölur segir forseti ASÍ
Verðbólgan er komin í 9,9 prósent og hefur ekki mælst svo mikil í tæp þrettán ár. Forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að beita sér til að milda höggið. Þetta sé mun meiri verðbólga en búist var við og nú þurfi að fylgjast náið með að verðbólgan fari ekki út í verðhækkanir á nauðsynjum.
22.07.2022 - 17:47
Sjónvarpsfrétt
Hættuástand á vinnumarkaði
Hættuástand er að skapast á vinnumarkaði þegar gríðarleg þörf er á vinnuafli og hingað streyma erlendir starfsmenn sem ekki þekkja réttindi sín. Þetta segir forseti ASÍ og telur að efla þurfi allt eftirlit, staðan sé óboðleg.
18.07.2022 - 23:31
Sjónvarpsfrétt
Næstum allt laust í haust
Yfir 300 kjarasamningar meirihluta launþega á íslenskum vinnumarkaði renna út á næstu mánuðum. Stærstu stéttarfélögin hafa kynnt Samtökum atvinnulífsins kröfugerðir sínar. Forseti ASÍ segir svigrúm til launahækkana en óvissa sé mikil. 
Segir núverandi launafyrirkomulag vera til mikilla bóta
Katrín Jakobsdóttir segir að það fyrirkomulag sem leysti kjararáð af hólmi sé til mikilla bóta þótt forystumenn verkalýðsfélaga hafi gagnrýnt það. Hún telur að óánægja með hækkun launa æðstu embættismanna ætti ekki að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður.
Sjónvarpsfrétt
Undarleg skilaboð inn í komandi kjaraviðræður
Forseti ASÍ furðar sig á að æðstu ráðamenn þjóðarinnar fái launahækkun á hverju ári sem sé töluvert umfram hækkanir í almennum kjarasamningum. Þessi hækkun hafi áhrif á komandi kjaraviðræður.
03.07.2022 - 19:07
Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
Stjórnvöld hafi misst stjórn á húsnæðismarkaði
Forseti ASÍ telur stjórnvöld hafa misst stjórn á húsnæðismarkaðnum. Það, og innflutt verðbólga, sé helsta orsökin fyrir hækkun stýrivaxta.
22.06.2022 - 12:42
ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið borgi laun í Covid-veikindaleyfi
Samtök atvinnulífsins segja að launakostnaður í covid-veikindaleyfi kosti fyrirtæki landsins 100 milljónir á dag og vilja að ríkið greiði laun þeirra sem lenda í einangrun. Forseti ASÍ er ekki hrifin af frekari skilyrðislausum ívilnunum fyrir atvinnulífið.
Sjónvarpsfrétt
Efling embættis ríkissáttasemjara vekur grunsemdir
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óljóst hvað átt sé við með eflingu embættis ríkissáttasemjara í nýja stjórnarsáttmálanum. Það veki þó grunsemdir um að að völd hans verði aukin, sem kemur illa við verkalýðshreyfinguna.
29.11.2021 - 19:49
Göngum út frá að Agnieszka sé starfandi formaður
Forseti ASÍ á von á að Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynni um afsögn sem annar varaforseti ASÍ fljótlega. Hún býst við að málefni Eflingar verði rædd á fundi miðstjórnar ASÍ á morgun.
02.11.2021 - 12:28
ASÍ hafi sent tölvupóst eftir ákall frá starfsfólki
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ásakanir Birgis Jónssonar, forstjóra Play um að ASÍ standi í „skotgrafahernaði“ og óski eftir hryllingssögum starfsmanna vera alvarlegar og ósannar. „Inntakið í bréfinu sem við sendum flugliðum Play var að við buðum fram aðstoð okkar vegna þess að við höfðum fengið nafnlausar ábendingar. Við vildum koma því á framfæri að það væri hægt að tala við okkur í trúnaði og að við værum til þjónustu reiðubúin,“ segir Drífa.
Segir ASÍ hafa beðið starfsfólk Play um hryllingssögur
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, vísar allri gagnrýni Alþýðusambands Íslands um kjör starfsfólks félagsins á bug. Hann segir ASÍ hafi að fyrra bragði sent starfsmönnum Play tölvupósta þar sem óskað var eftir „hryllingssögum“. ASÍ hefur gagnrýnt launakjör starfsfólks auk þess að Play hafi ekki samið við Flugfreyjufélag Íslands, heldur séu allir starfsmenn í Íslenska flugstéttarfélaginu sem sambandið skilgreini sem „gult stéttarfélag“.
Fjöldi lausra starfa til marks um bata atvinnulífsins
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tölur Hagstofunnar um laus störf á þriðja ársfjórðungi sýna batamerki í atvinnulífinu. Forseti ASÍ tekur undir það og segir áríðandi að vanda til verka við ráðningar og horfa til langtímaatvinnulausra varðandi lausnir.
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Ekki hægt að leggja á framlínufólk annan eins vetur
Forseti ASÍ segir brýnt að tryggja afkomu fólks sem missir tekjur vegna kórónuveirufaraldursins og huga að öryggi og velferð framlínufólks. Ekki sé hægt að leggja á það annan eins vetur og í fyrra.
Segir ástæðu til bjartsýni eins og staðan er núna
Drífa Snædal forseti ASÍ telur útlitið á vinnumarkaði nú almennt ágætt. Ferðaþjónustan sé að fara af stað með miklum krafti og fólk að snúa til fyrri starfa þar. Hún segir alla finna það á eigin skinni hve mjög er að lifna yfir samfélaginu.