Færslur: dragmenning

Landinn
Hótelstjóri á daginn, dragdrottning á kvöldin
„Ég man bara þegar ég var krakki að þetta var einn af uppáhalds leikjunum mínum, fara í fermingarkjóla af frænkum mínum. Ég fann mér alltaf tilefni til að vera með leikrit, stelast í brjóstahaldara og eitthvað svona,“ segir Hákon Guðröðarson, oftast kallaður Hákon Hildibrand.
18.10.2020 - 08:58
Lestin
Dragdrottningin og olíuveldið
Hún er leikkona, söngkona, sjónvarpsþáttafrömuður og fyrirsæta. Hún er sköllóttur karlmaður og hárprúð drottning: dragmóðir heimsins sem berst ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og annarra undirokaðra hópa. En hún er líka olíubarón.
24.05.2020 - 16:50
Menningarefni · Vökvabrot · drag · dragmenning · RuPaul · Olía · Gas · RÚV núll
Lestin
Semur tónlist í nýjum þáttum með frægum dragdrottningum
„Vonandi tekst að opna hjörtu sem voru lokuð gagnvart því sem þau þekkja ekki,“ segir Herdís Stefánsdóttir kvikmyndatónskáld um nýju HBO þættina We're here, sem hún semur tónlist fyrir. Þættirnir fjalla um stjörnur úr RuPaul's Drag Race sem ferðast um Bandaríkin og fá fólk úr smábæjum til að kynnast dragi og opna augu og huga fyrir því sem er framandi.
28.04.2020 - 08:54
Gagnrýni
Við fæðumst öll nakin og restin er drag
Íhaldssemi og fordómar hafa aukist í valdatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en á sama tíma hefur hálfgert dragæði gripið Bandaríkjamenn, ekki síst í kjölfar vinsælda raunveruleikaþáttanna RuPaul’s Drag Race. Nýjasta útspil RuPaul eru leiknir sjónvarpsþættir, AJ and the Queen. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í þættina.
29.03.2020 - 16:37
Konur í dragi gefa Stígamótum til baka
„Margar úr okkar hópi og í kringum okkur hafa fengið dýrmæta hjálp frá Stígamótum og við vonum að okkar fjárstuðningur nýtist til að hjálpa enn fleirum,“ segir Glóey Þóra einn skipuleggjandi dragveislu sem haldin verður á Gauknum til styrktar samtökunum. „Á heildina litið mun samstaða, femíniskur andi og kærleikur ríkja í kvöld.“
19.09.2019 - 14:06
Bað guð að gera sig fallega og mjóa
„Við viljum ekki vera heilbrigðar við viljum vera svo mjóar að vinir okkar verði áhyggjufullir,“ er meðal þess sem Dragkóngur Íslands, sem kýs að kalla sig Hans, segir í nýju lagi sínu. Lagið hans, Beautiful, delicate, quiet, skinny eða Falleg, viðkvæm, þögul og mjó, kom út í vikunni.
17.08.2019 - 12:32
Miklu meira en bara karlar að fara í kjól
Dragsúgur, mánaðarleg sýning drag-fjöllistafólks, á þriggja ára afmæli á morgun, við kynntum okkur aðeins dragmenninguna á Íslandi og fengum Gógó Starr til að hjálpa okkur við að verða fabjúlöss.
15.11.2018 - 14:08
Dragdrottning verður sérleg karnival-fjallkona
Dragdrottningin Gógó Starr, alter-egó sviðslistamannsins Sigurðar Heimis Guðjónssonar, mun leiða skrúðgönguna niður Laugaveg 17. júní sem sérleg karnival-fjallkona. Skrúðgangan hefst klukkan 13:00 og mun fara frá Hlemmi niður Laugaveg alla leið í Hljómskálagarðinn, þar sem stórtónleikar og önnur skemmtanahöld taka við.
15.06.2018 - 03:09
„Fæ að eigna mér ofurkvenleikann í dragi“
Bio-queens nefnast kvenmenn í dragi sem klæða sig ekki upp sem karlmenn. Þær eru ekki drag-kóngar heldur drag-drottningar, sem ýkja þá annað hvort kvenleika sinn eða helga sig ákveðnum kvenkarakter.
25.04.2017 - 09:39