Færslur: Donna Cruz

Heilahristingur
Hugleikur og Sandra báru sigur úr býtum
Úrslitin í Heilahristingi, spurningakeppni Rásar 2, fóru fram á gamlársdag. Þá mætti lið Donnu Cruz og Hafsteins Sæmundssonar liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli í kvikmynda- og sjónvarpshristingi. Keppnin var æsispennandi í ár en lið Hugleiks og Söndru bar sigur úr býtum með frábærri frammistöðu.
Fram og til baka
„Ótrúlega erfitt að sleppa manneskju sem þú elskar“
„Ástin maður, af hverju er hún svona flókin?“ spyr leikkonan Donna Cruz sem hefur verið að vinna í sjálfri sér síðustu misseri, og meðal annars æft sig í að sleppa takinu á ástarsamböndum og gremju þegar það á við. Hún hefur vrið að bæta sig í að að segja fyrirgefðu, sætta sig við að vera ekki beðin fyrirgefningar og átta sig á að fólk tjáir ást á ólíkan máta.
30.08.2021 - 14:41
Æfing er lykill að velgengni í rafíþróttum
„Mér finnst mikilvægt að hafa rafíþróttamót fyrir unglinga sérstaklega núna á tímum COVID,” segir Donna Cruz, tölvuleikjaspilari sem hefur spilað tölvuleiki frá þrettán ára aldri. Rafíþróttamót Samféls hefst í dag og þá munu tölvuleikjaspilarar fá tækifæri til að leika listir sínar.
05.02.2021 - 16:03
Viðtal
Fjarlægur draumur fá aðalhlutverk á Íslandi
Kvikmyndin Agnes Joy var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um brambolt fjölskyldu á Akranesi og stormasamt mæðgnasamband. „Fjölskyldan er frekar stöðnuð og komin út í horn í lífinu þegar við hittum þau fyrst. Öll frekar einmana í sinni litlu fjölskyldu í allri þessari nálægð samt,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri.
17.10.2019 - 15:00
Hélt að símtal frá framleiðanda væri plat
Donna Cruz er á Kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður-Kóreu. Íslenska kvikmyndin Agnes Joy var heimsfrumsýnd þar á laugardaginn fyrir troðfullum sal.
10.10.2019 - 12:55