Færslur: Donlad Trump

Þingkonan sem Demókratar vilja reka af þingi
Hvað á bandaríska þingið að gera við þingmann sem telur skotárásina í Parkland-skólanum fyrir tveimur árum hafa verið plat og hefur stutt ákall um aftökur á Demókrötum og leiðtoga þeirra á þingi? Þingmaður Demókrata vill að hún verði rekin af bandaríska þinginu. „Ég ætla að tala við hana,“ voru viðbrögð leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni.
31.01.2021 - 15:09
Myndskeið
Táningur handtekinn vegna skotárása
17 ára unglingur var í dag handtekinn í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa skotið tvo mótmælendur til bana í nótt. Mikil mótmæli hafa verið í borginni síðan á sunnudag er lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Jacob Blake, sjö skotum í bakið. Lögmaður hans hefur lýst því yfir að Blake sé lamaður eftir skotin.
26.08.2020 - 19:41
Fleiri en 100.000 smit staðfest í Bandaríkjunum
Staðfest smit af kórónuvírusnum eru nú orðin fleiri en 100.000 í Bandaríkjunum. Verst er ástandið í New York ríki þar sem um þriðjungur smitanna hefur greinst. Forseti Bandaríkjanna staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerð í sögu landsins til að bregðast við áhrifum útbreiðslu veirunnar.
28.03.2020 - 08:47