Færslur: Donbas

Zelensky segir illskuna sífellt færast í aukana
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir bardaga færast í aukana í austurhluta landsins og að illskan verði sífellt meiri. Stríðinu er langt í frá lokið sagði hann daglegu ávarpi sínu.
Gera allt sem þau geta til að frelsa bresku hermennina
Bretlandsstjórn segist ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að frelsa tvo breska liðsmenn Úkraínuhers sem voru dæmdir til dauða í Donetsk. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að Bretar hafi ekki sett sig í samband við Rússa vegna þessa.
14.06.2022 - 12:54
Allar flóttaleiðir frá Severodonetsk lokaðar
Ekkert lát er á hörðum eldflauga- og sprengjuárásum Rússa á úkraínsku borgina Severodonetsk í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu. Stórskotahríð hefur dunið á iðnaðarhverfi þar sem um 500 óbreyttir borgarar hafa leitað skjóls, að sögn héraðsstjóra Luhansk, og allar brýr til vesturs, yfir ána Donats, hafa verið sprengdar niður.
14.06.2022 - 01:54
Þrír erlendir liðsmenn Úkraínuhers dæmdir til dauða
Dómstóll í Alþýðulýðveldinu Donetsk, héraði í Austur-Úkraínu sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar og bandamenn Rússa hafa lýst sjálfstætt ríki, dæmdi á fimmtudag þrjá erlenda liðsmenn Úkraínuhers til dauða. Mennirnir, tveir breskir ríkisborgarar og einn marokkóskur, voru ákærðir og sakfelldir fyrir að vera málaliðar á vegum Úkraínu, samkvæmt rússnesku fréttastofunni RIA Novosti.
Spáir falli Pútíns innan hálfs árs
Vladimír Pútín verður farinn frá völdum eftir þrjá til sex mánuði segir Christopher Steele, fyrrverandi yfirmaður Rússlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar, MI6. Steele rekur nú eigið fyrirtæki en hefur enn náin tengsl við MI6 og bandarísku leyniþjónustuna CIA. Steele sagði ennfremur að margt benti til þess að heilsu Pútíns hefði hrakað og það veikti stöðu hans innan rússneska stjórnkerfisins. Örlög Rússlandsforseta væru þó tengd því sem gerðist á vígvellinum í Úkraínu.
Zelensky: Örlög Donbas ráðast í Severodonetsk
Liðsmenn Úkraínuhers í borginni Severodonetsk heyja nú „eina erfiðustu orrustu“ sem háð hefur verið gegn innrásarher Rússa frá stríðsbyrjun, að sögn Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta, sem segir örlög alls Donbas-svæðisins í húfi.
09.06.2022 - 07:08
Linnulausar árásir á Severodonetsk
Úkraínskar hersveitir berjast nú við að ná aftur yfirráðum í borginni Severodonetsk, þar sem hörð átök hafa geysað síðustu daga. Rússneski herinn náði yfir 70% af borginni á sitt vald í vikunni, en að hertaka borgina er talið mjög hernaðarlega mikilvægt Rússum.
Óvæginn Wagnerher Pútíns eirir engu
Stríð eiga sér margskonar birtingarmyndir. Hryllingurinn sem íbúar heimsþorpsins hafa orðið vitni að nýliðna mánuði í fjölmiðlum, opinberar hinn hrollkalda veruleika og miskunnarleysi landhernaðar. Grímulaust andlit stríðsátaka birtist þannig með innrás Rússlands í Úkraínu.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Krímskaginn verður ekki endurheimtur með hernaði
Stór hluti Úkraínsks lands sem Rússar hafa innlimað eða lagt undir sig með öðrum hætti frá árinu 2014 verður ekki endurheimtur með hernaði, sagði Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld. Nefndi hann Krímskagann sérstaklega í þessu sambandi.
Ný atlaga að Kyiv gæti verið yfirvofandi
Ráðamenn í Kreml eru sagðir ráðgera nýja atlögu gegn Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þrátt fyrir að sú fyrsta hafi runnið algerlega út í sandinn. Háttsettir menn innan stjórnarflokks Rússlands eru sigurvissir.
Sóknin þyngist sífellt í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir gríðarlegan vanda blasa við í Donbas. Hann segir rússneska innrásarliðið einbeita sér að árásum á landsvæði með ströndinni og beita til þess hámarksþunga stórskotaliðs síns.
Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.
Lögðu 150 lík í fjöldagröf í Luhansk
Lögregla lagði á dögunum minnst 150 lík í fjöldagröf nærri borginni Lysitsjansk í Luhansk-héraði í Austur-Úkraínu. Borgin er á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Héraðsstjórinn Serhyi Haidai greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Telegram og heitir því að hin látnu muni fá sómasamlega útför að stríðinu loknu.
26.05.2022 - 05:39
Fjöldamorð yfirvofandi á Donbas svæðinu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sakar Rússa um að hafa skipulagt fjöldamorð á Donbas svæðinu í austurhluta Úkraínu. Árásir á austurhéruðin hafa verið hertar til muna. Lettnesk fréttaveita segir skiptar skoðanir um gang Úkraínustríðsins í innsta hring valdakerfisins í Moskvu. Rætt sé um að koma Pútín forseta frá völdum.
24.05.2022 - 12:03
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Zelensky krefst þess að Rússar bæti allt tjón í Úkraínu
Rússnesk stjórnvöld þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem herir þeirra hafa valdið í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld. Hann segir að lokastig stríðsins verði afar blóðugt.
21.05.2022 - 03:20
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Rússar hrökklast frá Karkív og einbeita sér að Donbas
Rekstraraðili gasdreifikerfisins í Úkraínu tilkynnti í gær að byrjað sé að dæla gasi á ný til yfir 3.000 viðskiptavina í gegnum dreifistöðvar í Karkív-héraði, sem skrúfað var fyrir þegar Rússar voru þar með her sinn. 54 gasdreifstöðvar í sjö héruðum Úkraínu eru enn óstarfhæfar vegna stríðsátakanna, segir í tilkynningu gasfélagsins.
16.05.2022 - 05:44
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Yfir fimm milljónir hafa flúið Úkraínu
Yfir fimm milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa frá því að innrás rússneska hersins hófst 24. febrúar, þar af rúmlega fimmtíu þúsund síðastliðinn sólarhring. Yfir þúsund flugskeytum var skotið á skotmörk í austanverðri Úkraínu síðustu nótt. Rússnesk stjórnvöld segjast hafa sent Úkraínumönnum uppkast að friðarsamkomulagi.
20.04.2022 - 12:10
Zelensky: Orrustan um Donbas er hafin
Rússneski herinn byrjaði á mánudag stórsókn sína inn í austanverða Úkraínu, að sögn stjórnvalda í Kænugarði. Með þessu er hafinn nýr kafli í innrásarstríði Rússa, sem virðast ætla að einbeita sér að Donbas-svæðinu og landtengingu við Krímskagann, eftir að þeir hörfuðu frá höfuðborginni fyrr í þessum mánuði.
18.04.2022 - 23:15
Búast við stórsókn Rússa í Donbas - enn lið í Mariupol
Fresturinn sem Rússar gáfu leifum varnarliðs úkraínsku hafnarborgarinnar Mariupol til að leggja niður vopn og gefast upp rann út á hádegi í gær að staðartíma en það heldur enn kyrru fyrir. Forsætisráðherra Úkraínu lýsti því yfir í gær að uppgjöf kæmi ekki til greina. Úkraínsk yfirvöld á Donbas-svæðinu hvetja fólk til að flýja sem fyrst til vesturs hið fyrsta.
18.04.2022 - 06:23