Færslur: Donald Trump

Trump segir Biden stjórnað af skuggaverum
Joe Biden er stýrt af fólki sem heldur sig í dimmum skugga að sögn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali við Fox fréttastöðina sem var birt í gærkvöld. 
Biden fordæmir óeirðir: „Ekkert af þessu eru mótmæli“
„Óeirðir eru ekki mótmæli,“ sagði Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins sem fordæmdi síðdegis ofbeldi og skemmdarverk í borgum víðsvegar um Bandaríkin. „Gripdeildir eru ekki mótmæli. Íkveikjur eru ekki mótmæli. Ekkert af þessu eru mótmæli, þetta er einfaldlega ólöghlýðni.“
Telja óráðlegt að Trump heimsæki Kenosha
Demókratar óttast að aukin harka færist í mótmælin í Kenosha í Wisconsin-ríki ef Donald Trump Bandaríkjaforseti fylgir eftir áformum sínum um að heimsækja borgina. Mandela Barnes, vararíkisstjóri Demókrata í Wisconsin, telur að Trump ætti að hætta við heimsókn sína.
30.08.2020 - 19:14
Heimskviður
Flokksþing Repúblikana og gjáin milli Bandaríkjamanna
Hvernig sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara í haust verður forsetatíð Donalds Trump lengi í minnum höfð. Hann er að byggja múr milli Bandaríkjanna og Mexíkó, hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum, á stríði við fjölmiðla sem hann segir flytja falsfréttir, hefur tekið upp hanskann fyrir hvítum þjóðernissinnum og talað fyrir herðingu laga um þungunarrof, svo fátt eitt sé nefnt.
Herinn mun ekki hlutast til um kosningarnar
Bandaríski herinn mun ekki hlutast til um forsetakosningarnar í nóvember, né heldur eiga þátt í að skera úr um niðurstöður þeirra verði úrslitin dregin í efa.
Færri fylgdust með Trump en Biden
Um 23,8 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með stefnuræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á lokakvöldi landsfundar Repúblikana, sem sýnd var í sjónvarpi.
Óttast að erfitt verði að finna hlutlausan kviðdóm
Saksóknarar í Bandaríkjunum vöruðu í dag Brian Kolfage, sem var ákærður ásamt Steve Bannon fyrir fjársvik, við birtingu færslna á samfélagsmiðlum á samfélagsmiðlum.
28.08.2020 - 21:37
Kínverjar og Bandaríkjamenn vilja halda lífi í samningi
Samningamenn Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í síma í gær um viðskiptasamning milli ríkjanna. Þeir kveðast sammála um að nauðsynlegt sé mynda þær aðstæður og andrúmsloft sem þurfi halda áfram þar sem frá var horfið fyrr á árinu.
Vill að sonur Trumps verði skyldaður til að bera vitni
Ríkissaksóknari New York hefur farið fram á það við dómara að Eric Trump, syni Donald Trump Bandaríkjaforseta, verði skipað að bera vitni í rannsókn á forsetanum og fyrirtækjum hans.
24.08.2020 - 23:53
Trump segir Demókrata reyna að stela kosningunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Demókrata um að reyna að stela forsetakosningunum í ræðu sinni á landsþingi Repúblíkana í kvöld. Hann gaf í skyn að Demókratar vildu ekki senda póstatkvæðaseðla til ríkja sem styddu Repúblíkana.
Tímasetning Conway óheppileg fyrir Trump
„Minna drama og meiri mamma,“ er ástæðan sem Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur sagt liggja að baki þeirri ákvörðun sinni að yfirgefa Hvíta húsið. Conway, sem stjórnaði kosningabaráttu Trumps 2016, tilkynnti óvænt í gær að hún hygðist láta af störfum.
Kellyanne Conway yfirgefur raðir Trumps
Kellyanne Conway helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að stíga til hliðar. Hún stjórnaði kosningabaráttu forsetans árið 2016 og er þekkt fyrir að takast hressilega á við fréttamenn.
„Donald er illur,“ segir systir Trumps
„Þessi djöfulsins tíst, og lygarnar! Guð minn góður, ég tala of frjálslega en þú veist hvað ég meina, Hann er tvísaga, illa undirbúinn og lýgur. Andskotinn! En hann nær til fólks, með því sem þau gera börnunum á landamærunum.“ Þetta heyrist systir Donalds Trump, Maryanne Trump Barry, segja á upptöku sem Washington Post birti í gærkvöldi.
Segir Trump hafa brugðist og alið á ótta og sundrungu
Joe Biden tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember. Í þakkarávarpi sínu sagði Biden að Donald Trump hefði brugðist þeirri grundvallarskyldu að verja þjóð sína, hét því að binda enda á „myrkrið" sem ríkt hefur í forsetatíð Trumps og kallaði eftir samstöðu og bjartsýni.
Tveir látnir og tugir þúsunda á hrakhólum vegna elda
Tugir stórra skógarelda loga enn stjórnlaust í Kaliforníu og fara ört stækkandi. Tveir menn hafa látist í eldunum og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín, einkum við San Francisco-flóann. Ferðafólki hefur sumstaðar verið vísað frá hótelum, svo skjóta megi skjólshúsi yfir heimafólk.
21.08.2020 - 01:49
Steve Bannon handtekinn og ákærður ásamt þremur öðrum
Steve Bannon hefur verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, fyrir fjársvik tengd fjársöfnun fyrir múrnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni að risi við landamæri Mexíkó.
Segir Trump vilja skipta á Grænlandi og Púertó Ríkó
Fyrrum starfsmannastjóri heimavarnaráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, Miles Taylor, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi viðrað þá hugmynd sína að Bandaríkin og Danmörk skipti á Púertó Ríkó og Grænlandi. Hann kveðst telja að forsetinn hafi ekki verið að grínast.
20.08.2020 - 11:37
Niðurskurði í póstþjónustu frestað fram yfir kosningar
Yfirmaður bandarísku póstþjónustunnar, Louis DeJoy, tilkynnti í gær að niðurskurði og samdrætti í starfi póstþjónustunnar hefði verið frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Hart hefur verið er deilt um niðurskurðinn og Trump Bandaríkjaforseti sakaður um að reyna vísvitandi að draga úr getu póstþjónustunnar til að taka við póstsendum atkvæðum fyrir forsetakosningarnar. Demókratar hafa krafist rannsóknar alríkislögreglunnar.
Demókratar staðfesta Biden sem forsetaefni
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, var í gærkvöld formlega kjörinn frambjóðandi Demókrataflokksins á flokksþingi Demókrata, sem fer að mestu fram í gegnum fjarfundarbúnað vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Forsetakosningarnar fara fram 3. nóvember þar í landi.
Demókratar krefjast þess að FBI rannsaki póstinn
Demókratar í fulltrúadeild bandaríkjaþings krefjast rannsóknar á því hvort yfirmaður bandarísku póstþjónustunnar hafi brotið lög og reynt að torvelda póstkosningu fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Yfirmaður póstþjónustunnar hefur samþykkt að mæta fyrir fulltrúadeildina í næstu viku.
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Myndskeið
Friðarsamkomulagið hvorki þýðingarmikið né sögulegt
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum, segir að friðarsamkomulag Ísrels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna komi ekki til með að leiða til friðar. Samkomulagið sé ekki sögulegt og hafi litla þýðingu.
Trump boðar harðar aðgerðir gegn Íran
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því á blaðamannafundi í gær að koma viðskiptarefsingum Sameinuðu þjóðanna gegn Íran aftur í gildi. Til þess ætlar hann að beita umdeildri aðferð. Eftir að tillögu Bandaríkjastjórnar um áframhaldandi bann við vopnasölu til Írans var hafnað í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni bjuggust sérfræðingar við því að hún gripi til svokallaðs afturhvarfs.
16.08.2020 - 06:43
Yngri bróðir Bandaríkjaforseta látinn
Robert Trump, yngri bróðir Bandaríkjaforseta, andaðist í gær. Hann var 71 árs að aldri. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu að honum þætti miður að tilkynna að bróðir hans væri látinn. „Hann var ekki bara bróðir minn, heldur besti vinur," segir í yfirlýsingunni. 
16.08.2020 - 04:22
Heimskviður
Mikil áskorun fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseta gengur illa að snúa kosningabaráttunni sér í vil og svo gæti farið að eftir 80 daga hafi Demókratar náð forsetaembættinu og meirihluta í báðum deildum þingsins. Kórónuveirufaraldurinn hefur geisað nánast óáreittur í Bandaríkjunum því eins og veiran skæða hefur aðgerða- og andvaraleysi forsetans smitast út í samfélagið. Faraldurinn er hvergi eins útbreiddur og þar og setur allt í senn í uppnám, efnahag Bandaríkjanna, kosningarnar sjálfar og forsetatíð Donalds Trump.