Færslur: Dómur

Sjónvarpsfrétt
Þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn sextán stúlkum
Móðir unglingsstúlku sem karl á sjötugsaldri braut á, fagnar þriggja ára fangelsisdómi yfir honum. Maðurinn var dæmdur fyrir brot gegn sextán stúlkum á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Móðirin segir að vegna úrræðaleysis hafi þolendur orðið enn fleiri en ella.
05.08.2022 - 19:40
R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring í áraraðir. Kelly, sem var sakfelldur fyrir níu mánuðum, verður leiddur fyrir dómara í dag. Þá verður loks kveðinn upp dómur en dómsuppkvaðningu hefur verið frestað nokkrum sinnum.
ON ætlar ekki að áfrýja í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar ekki að áfrýja dómi Landsréttar í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið, en Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og dæmdi ON til þess að greiða Áslaugu bæði skaða- og miskabætur.
91 milljón í bætur eftir fall í stiga skemmtistaðar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Vörð til að greiða manni 91 milljón króna í skaðabætur. Maðurinn datt í stiga skemmtistaðar árið 2016 og hlaut varanlega höfuðáverka og skerðingar.
06.05.2022 - 13:11
Dæmdir fyrir kynþáttaníð og líkamsárás
Í Héraðsdómi Norðurlands eystra féll dómur fyrir kynþáttaníð og líkamsárás sem átti sér stað á Húsavík sumarið 2020. Tveir menn á tvítugsaldri hlutu dóma fyrir árásina, báðir dómarnir skilorðsbundnir.
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil til 18 mánaða fangelsis
Hæstiréttur hefur dæmt Þórhall Guðmundsson sem hefur verið nefndur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum manni fyrir rúmum tíu árum.
Staðfesta dóm yfir manni sem keyrði á nágranna sinn
Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni sem beitti nágranna sinn grófri líkamsárás í árslok 2017. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa tvisvar ekið á nágrannann, ekið með hann á vélarhlíf bílsins og tekið skarpa beygju með þeim afleiðingum að brotaþolinn féll niður með hlið bílsins. Dómurinn féllst ekki á uppgefnar ástæður ákærða, að háttsemin hefði helgast af neyðarvörn.
22.01.2021 - 17:45
Sveik 30 milljónir í reiðufé af tæplega áttræðri frænku
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu á fimmtugsaldri sem nýtti sér, að því er segir í dóminum, einfeldni og fákunnáttu tæplega áttræðrar frænku sinnar til að hafa af henni 30 milljónir í reiðufé.
12.12.2020 - 15:19
Nauðgunin hafi „valdið þeim báðum miklu áfalli“
Ungur maður var í dag dæmdur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Vestfjarða. Hann hlaut átján mánaða dóm en vegna þess meðal annars hversu brotið markaði djúp spor í hans eigið sálarlíf, ekki aðeins brotaþola, og olli honum miklu áfalli, er dómurinn skilorðsbundinn til fimm ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða brotaþola 1,5 milljónir í bætur.
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.