Færslur: Dómstólasýslan

Mikið álag á dómskerfinu og öryggismál ekki í lagi
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir öryggismál við dóminn ekki í lagi. Það veki ugg hjá starfsfólki þegar það fæst við alvarleg ofbeldismál. Álag hefur aukist vegna mikillar fjölgunar gæsluvarðhalds- og rannsóknarúrskurða.
Persónuvernd skoðar nafnbirtingar á vefsíðum dómstóla
Hæstiréttur birti dag nauðgunardóm þar sem nafn fórnarlambsins, ungrar stúlku, hafði ekki verið afmáð. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir Persónuvernd hafa óskað eftir upplýsingum frá dómstólunum um birtingu persónuupplýsinga í dómsúrlausnum.
Fréttaskýring
Um 30 beiðnir til dómstóla um nafnleynd í birtum dómum
Hæstarétti hafa borist 16 beiðnir um að afmá nöfn úr dómum á grundvelli nýrra reglna um persónuvernd. Landsrétti hafa borist tvær slíkar beiðnir og alls hafa um eða yfir tíu beiðnir borist til héraðsdómstólanna. Héraðsdómar Reykjavíkur, Reykjaness og Austurlands halda ekki utan um fjöldann. Mjög misjafnt er hvernig dómstólar sinna birtingu persónuupplýsinga í dómum á netinu. Persónuvernd hefur fengið þó nokkrar tilkynningar um misbresti.
Dómstólasýslan fjallar um mál Jóns Finnbjörnssonar
Sigurður Tómas Magnússon, hæstarréttardómari og formaður dómstólasýslunnar, segir stöðu Landsréttardómarans Jóns Finnbjörnssonar verða tekna til skoðunar á næsta fundi dómstólasýslunnar, að því marki sem úrlausn þess snúi að hlutverki hennar. 
Myndskeið
Vilja ekki launað leyfi frá Landsrétti í bili
Dómstólasýslan reyndi án árangurs í lok júní að bregðast við því sem hún kallar bráðavanda hjá Landsrétti því fjórir af 15 dómurum réttarins hafa ekki sinnt dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstólsins síðan um miðjan mars. Dómstólasýslan leitaðist eftir því við dómarana að þeir ákvæðu að fara í launað leyfi til áramóta. Þrír af fjórum óskuðu ekki eftir því að svo stöddu. Talið er að ófremdarástand eigi eftir að skapast innan skamms vegna málafjölda. Áætlað er að 500 mál bíði í árslok.

Mest lesið