Færslur: dómstólar

Höfnuðu kröfu um vald Pence til ógildingar atkvæða
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ákvað í gær að hafna kröfu Louie Gohmert þingmanns Repúblikana og ákveðins stuðningsmanns Donalds Trump forseta um að staðfesta vald Mike Pence varaforseta til að ógilda niðurstöður forsetakosninganna.
Fréttaskýring
Um 30 beiðnir til dómstóla um nafnleynd í birtum dómum
Hæstarétti hafa borist 16 beiðnir um að afmá nöfn úr dómum á grundvelli nýrra reglna um persónuvernd. Landsrétti hafa borist tvær slíkar beiðnir og alls hafa um eða yfir tíu beiðnir borist til héraðsdómstólanna. Héraðsdómar Reykjavíkur, Reykjaness og Austurlands halda ekki utan um fjöldann. Mjög misjafnt er hvernig dómstólar sinna birtingu persónuupplýsinga í dómum á netinu. Persónuvernd hefur fengið þó nokkrar tilkynningar um misbresti.
Dómstólasýslan fjallar um mál Jóns Finnbjörnssonar
Sigurður Tómas Magnússon, hæstarréttardómari og formaður dómstólasýslunnar, segir stöðu Landsréttardómarans Jóns Finnbjörnssonar verða tekna til skoðunar á næsta fundi dómstólasýslunnar, að því marki sem úrlausn þess snúi að hlutverki hennar. 
Mikilvægt að vernda sjálfstæði dómstóla
Formaður Dómarafélags Íslands segir að niðurstaða Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu feli í sér skýr skilaboð um mikilvægi þess að vernda sjálfstæði dómstóla. Þetta kunni að hafa áhrif til framtíðar þegar upp komi vafamál varðandi skipan dómara.
Páll Sverrisson fékk bætur og afsökunarbeiðni
Páll Sverrisson segist hafa fengið milljónir greiddar úr ríkissjóði. Árið 2018 komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann. Auk þess fékk Páll skriflega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
Harkalegt að segja að engar bætur hefðu fengist án laga
Aðalmeðferðir í málum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, tveggja þeirra fimm sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, fóru fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Halldóra og Ingi dómarar við Héraðsdóm Reykjaness
Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur og Inga Tryggvason dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Halldóra tók við embættinu 1. ágúst en Ingi tekur við 31. ágúst.
04.08.2020 - 12:21
Burger King má grilla grænmetisborgara með kjötinu
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá hópmálsókn gegn skyndibitakeðjunni Burger King frá dómstólnum. Sjö manns höfðuðu mál gegn Burger King og sökuðu fyrirtækið um svik fyrir að grilla grænmetisborgara sína á sama grilli og borgara úr kjöti.
22.07.2020 - 13:10
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Sviptir atvinnuleyfinu fyrir pöbbarölt
Þremur breskum mönnum sem störfuðu í Singapore hefur nú verið bannað að vinna í landinu eftir að þeir rufu samkomubann og fór á pöbbarölt.  Þeim var einnig gert að greiða sekt að andvirði um 1,3 milljónir króna hver fyrir uppátækið.
26.06.2020 - 11:25
Látinn kvitta fyrir boðunarbréf þó enginn þekki manninn
Fjölskyldu Hilmars Braga Bárðarsonar brá þegar boðunarmaður með fyrirkall og ákæru bankaði upp á hjá þeim á þriðjudag. Ákæran var á hendur manni sem þau höfðu aldrei heyrt á minnst en syni Hilmars Braga, sem var einn heima, var gert að kvitta fyrir móttöku ákærunnar sem var vegna hraðaksturs.
18.06.2020 - 14:32
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Blóðsonur Tryggva krefst miskabóta
Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, fer fram á að fá bætur á grundvelli laga um greiðslu til bóta til þeirra sem sýknaður voru í málunum.
Björn Ingi, Arnar og Steinn sýknaðir af milljóna kröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Björn Inga Hrafnsson, Arnar Ægisson og Stein Kára Ragnarsson af kröfu Íslandsbanka um að þeir greiddu bankanum tíu milljónir, auk dráttarvaxta, vegna ábyrgðar þeirra á skuldum DV við bankann. Að auki ber bankanum að greiða hverjum þeirra 600.000 krónur í málskostnað.
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.
Leggur til að Sigurður Tómas verði hæstaréttardómari
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hefur lagt til við forseta Íslands að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
12.05.2020 - 21:34
Brotaþolar fái aukna aðild að málum sínum
Þolendur í kynferðisbrotamálum fá meiri aðild að dómsmeðferð í málum sem þá snerta, samkvæmt tillögum stýrihóps um úrbætur í kynferðisofbeldismálum. Tillögurnar voru kynntar á málþingi í Háskólanum á Akureyri í dag.
Ríkið greiddi milljón vegna nafnabirtingar
Ungur karlmaður fékk á dögunum greidda eina milljóna króna í bætur frá ríkinu vegna birtingar á nafni hans á vef héraðsdómstóls. Hann hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun en var sýknaður í Landsrétti.
30.08.2019 - 11:31
Fleiri karlar en konur gjaldþrota
Talsvert fleiri karlar en konur eru úrskurðaðir gjaldþrota og er hlutfall kynjana afar ójafnt. Þetta sýnir línurit í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið í fyrra en tekinn er fyrir fjöldi gjaldþrotaúrskurða einstaklinga á tímabilinu 2009-2018.
15.06.2019 - 11:16
Rúmur þriðjungur dómara hérlendis konur
Af þeim 65 dómurum sem starfa við dómstóla hér á landi eru 24 konur eða rúmur þriðjungur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið í fyrra sem birt var í gær.
13.06.2019 - 07:27
Enn ekkert ákveðið varðandi næstu viku
Dómarar við Landsrétt hafa á þessu stigi ekki tekið ákvörðun um það hvort dómar verði kveðnir upp í dómstólnum í næstu viku. Eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu, um að skipun dómara við réttinn væri ólögmæt, féll í fyrradag ákváðu dómararnir að dæma ekki í neinum málum út þessa viku.
Landsréttur: Óvissa slæm fyrir barnaverndarmál
Ef óvissa verður um starfsemi Landsréttar til lengri tíma er það mjög slæmt fyrir barnaverndarmál sem eru fyrir dómstólum, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, starfandi forstjóra Barnaverndarstofu. Eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrradag um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt var ákveðið að þar yrðu ekki kveðnir upp dómar í þessari viku.
Viðtal
Fimm prósent beiðna um áfrýjun samþykkt
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í gegnum tíðina samþykkt rúm fimm prósent beiðna um áfrýjun til æðra dómstigs, þar af eru um 2,7 prósent mála þess eðlis að ríki óski áfrýjunar. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra sagði í gær, eftir að dómur um skipun dómara við Landsrétt lá fyrir, að sá möguleiki yrði skoðaður að íslenska ríkið myndi áfrýja honum til æðra dómstigs mannréttindadómstólsins, (e. Grand Chamber).
Viðtal
Óvissan um Landsrétt „mjög alvarleg“
Óvissan sem nú ríkir um Landsrétt, eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, er mjög alvarleg, að mati Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttarlögmanns. Þegar dómararnir fimmtán voru skipaðir sagði hann í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu.
13.03.2019 - 09:14