Færslur: dómsmálaráðherra

Handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ráðherra
Lögregla í Hollandi handtók um helgina fjóra menn grunaða um að hafa haft uppi ráðabrugg um að ræna dómsmálaráðherra Belgíu. Ráðherrann staðhæfir að eiturlyfjamafía hafi ætla að svipta hann frelsinu.
Hluti þungunarrofslaga Idaho í bága við alríkislög
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í gær að ekki mætti beita hluta af harðri löggjöf Idaho um þungunarrof. Niðurstaðan þykir nokkur sigur fyrir ríkisstjórn Joes Biden.
Líklega aldrei hægt að koma í veg fyrir voðaatburði
Dómsmálaráðherra segir að líklega verði aldrei hægt að koma í veg fyrir voðaatburði eins og á Blönduósi, en að efla þurfi lögreglulið á landsbyggðinni og flytja verkefni þangað. 
Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag
Í hádeginu í dag verður kosið um vantrauststillögu á sænska þinginu, á hendur dómsmálaráðherranum Morgan Johansson. Verði tillagan samþykkt verður ráðherranum vikið úr embætti, sem gæti orðið til falls ríkisstjórnarinnar. Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svía, ætlar að segja af sér verði tillagan samþykkt.
Sameinað sýslumannsembætti verður á landsbyggðinni
Öll níu sýslumannsembætti landsins verða sameinuð í eitt, sem mun hafa höfuðstöðvar á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hann ætlar að leggja fram á Alþingi í haust. Morgunblaðið greinir frá.
Uppstokkun í ríkisstjórn Danmerkur
Nokkur uppstokkun verður í ríkisstjórn Danmerkur í kjölfar þess að dómsmálaráðherrann tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum í gær. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá samsetningu nýs ráðuneytis síns í morgun.
87.048 skotvopn skráð hér á landi
Þann fyrsta janúar á þessu ári voru 76.680 skotvopn skráð í notkun 36.548 eigenda hér á landi. Þegar óvirk, förguð, týnd, haldlögð og útflutt skotvopn eru meðtalin, auk skotvopna lögreglu og lagerar verslana eru skráð skotvopn þó 87.048.
Nýtt útlendingafrumvarp orðið að lögum fyrir vorið
Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra segir að nýtt útlendingafrumvarp, sem hann ætlar að mæla fyrir, eigi eftir að greiða fyrir málsmeðferð og auka skilvirkni við afgreiðslu umsókna um vernd hérlendis. Hann segir samstöðu um frumvarpið meðal ríkisstjórnarflokkanna og hann væntir þess að það verði að lögum fyrir vorið. 
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að réttlæta ríkiseinokun á áfengissölu
Dómsmálaráðherra segir að núverandi fyrirkomulag áfengissölu sé komið að þolmörkum. Hann vinnur að frumvarpi um breytingu á áfengislögum. Erfitt sé að viðhalda einokun ÁTVR á sölu áfengis. Fjármálaráðherra segir tímabært að heimila vefverslun með áfengi. 
Vill sameina öll sýslumannsembætti landsins í eitt
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og varasamt að fara svo bratt í jafn stórfelldar breytingar og í frumvarpinu felast.
Móttaka flóttafólks frá Úkraínu krefjandi verkefni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það krefjandi verkefnið að undirbúa móttöku flóttafólks hingað til land, ekki síst vegna óvissu um fjölda sem komi hingað til lands og hversu lengi átökin muni standa yfir. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir það þekkt að óprúttnir aðilar nýti sér svona aðstæður og við því þurfi að bregðast.
Útvarpsviðtal
Segir allar dyr opnar fyrir flóttafólk frá Úkraínu
Dómsmálaráðherra segir að fólki frá Úkraínu standi allar dyr opnar hér á landi og um helgina hafi þegar komið einhver fjöldi sem hér eigi ættingja og vini. Til skoðunar er að senda búnað og mannskap til aðstoðar til ríkja sem landamæri eiga að Úkraínu.
Fjölga lögreglunemum um helming
Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur af manneklu í lögreglunni og segir að lögreglunemum verði fjölgað um helming í haust. Hann segir að efasemdir séu um að stytting vinnuviku lögreglumanna hafi verið skynsamleg.
25.02.2022 - 19:54
Erdogan lætur hagstofustjóra taka pokann sinn
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ákvað í dag að segja forstjóra hagstofu landsins upp störfum. Meginástæðan virðist vera óánægja með hagtölur. Einnig stokkaði forsetinn upp í ríkisstjórn landsins.
29.01.2022 - 03:00
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Viðtal
Engin málefnaleg gagnrýni á skipan Jóns eða Brynjars
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir enga málefnalega gagnrýni hafa komið fram á skipan Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra. Þá kveðst hann ekki skilja gagnrýni á skipan Brynjars Níelssonar sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og segir hann reyndan þingmann sem njóti mikils stuðnings.
Viðtöl
Ráðherrar vísa Hjalteyrarmálinu hver á annan
Forsætisráðherra segir það hlutverk dómsmálaráðherra að ákveða hvort ráðist verði í rannsókn á Vistheimili á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra segir það hins vegar á ábyrgð forsætisráðherra. Barnamálaráðherra vísar málinu frá sér. 
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Felur ríkislögreglustjóra að kanna umdeilda fullyrðingu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkislögreglustjóri taki til skoðunar fullyrðingar lögmanns um meinta mismunun við rannsókn kynferðisbrotamála.
Segir engar heimildir um kosningasvindl
Dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess að reynt hafi verið að svindla í kosningum með notkun stafrænna ökuskírteina. Í úttekt öryggisfyrirtækis eru alvarlegir öryggisbrestir í skírteinunum sagðir opna á kosningasvindl.
Áslaug Arna biðst afsökunar á framgöngu ráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar fyrir framgöngu ráðuneytisins í máli hans og Sigurðar K. Kolbeinssonar gegn embætti ríkislögreglustjóra.
Sjónvarpsfrétt
Besta COVID reglugerðin - ráðherrar ánægðir
Reglugerðir um einhvers konar samkomutakmarkanir innanlands hafa nú gilt í fimmtán mánuði og níu daga. Breyting verður á þegar nýjasta COVID-reglugerðin tekur gildi á miðnætti. Hún fellir aðrar úr gildi. Ráðherrar gleðjast og þakka þjóðinni. Sóttvarnalæknir segir að áfram þurfi að fara að öllu með gát.
Áfengisfrumvarpið ekki afgreitt á Alþingi
Forystumenn þingflokka á Alþingi reyna nú að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þegar er búið að ákveða að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verði ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og þá þykir ólíklegt að hægt verði að skapa sátt um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
10.06.2021 - 18:07
Segir að brugghúsmálið sé orðið ansi þunnt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gefið mikið eftir til að hægt verði að afgreiða frumvarp hennar um breytingar á áfengislögum. Málið hefur til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd síðan í febrúar.
01.06.2021 - 22:10
Gera athugasemdir við hlutverk starfshóps um happdrætti
Samtök áhugafólks um spilafíkn gera athugasemdir við skipan og hlutverk starfshóps dómsmálaráðherra sem ætlað er að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Samtökin fagna þó allri umræðu um málefnið.