Færslur: dómsmálaráðherra

Ástráður sækir um við Landsrétt í fimmta sinn
Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn sjö umsækjenda um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta er í fimmta sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt.
Næsta skref að skoða rannsókn mála sem tengjast mansali
„Eitt af næstu skrefum er að skoða og rýna rannsókn mála þar sem grunur hefur leikið á að um mansal sé að ræða og athuga hvort sé kannski einhverja meinbugi að finna sem skýra af hverju þessi mál koma ekki til kasta ákæruvaldsins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún er spurð að því hvernig standi til að bregðast við ábendingum til íslenskra stjórnvalda frá bandaríska utanríkisráðuneytinu um aðgerðir gegn mansali.
44 þúsund komin með stafrænt ökuskírteini
44 þúsund manns eru nú komin með stafrænt ökuskírteini að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur, markaðsstjóra Stafræns Íslands sem heldur úti vefnum Ísland.is.
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag. 
Áhersla á samfélagsþjónustu til styttingar boðunarlista
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnti í gær aðgerðir til að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga. Starfshópur sem skipaður var af ráðherra skilaði skýrslu í gær með tillögum til úrbóta. Aukin áhersla á samfélagsþjónustu og sáttameðferð er þar ofarlega á baugi.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
Morgunútvarpið
Illa tekið í víðtækari landamæraopnun á Íslandi
Evrópusambandið hyggst tilgreina þau lönd sem ríkin mega opna landamæri sín fyrir þann 1. júlí. Gert er ráð fyrir að öll aðildarríki fari eftir sömu viðmiðum. Dómsmálaráðherra segir að sambandið taki illa í hugmyndir um víðtækari opnun ytri landamæra Íslands.
25.06.2020 - 10:40
Ekki fleiri heimilisofbeldismál síðan 2015
Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí. Ekki hafa borist fleiri tilkynningar í einum mánuði frá 2015. Næstflestar tilkynningar bárust í apríl þegar málin voru 101. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í gær.
Væntir þess að fleiri verði sendir úr landi
Lögreglan telur að með tilkomu sérhannaðs bíls til að sinna landamæraeftirliti muni þeim fjölga sem sendir eru héðan úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra afhenti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bíl í maí síðastliðnum sem er sérstaklega hannaður til að sinna landamæraeftirliti.
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
VG mun ekki samþykkja útlendingafrumvarp án breytinga
Þingflokkur Vinstri grænna mun ekki samþykkja frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum í óbreyttri mynd. Lögin verði að leyfa að hægt sé að skoða mál barna eftir aðstæðum þeirra hverju sinni. Þingmaður Pírata segir frumvarpið ábyrgðarlaust.
12.05.2020 - 10:50
Dómsmálaráðherra vill heimila áfengisauglýsingar
Dómsmálaráðherra vill afnema bann við áfengisauglýsingum og segir það ekki virka. Þá mismuni það íslenskum framleiðendum. Frumvarp þess efnis er í vinnslu í ráðuneytinu.
27.02.2020 - 18:01
Rannsóknarnefnd almannavarna virkjuð í fyrsta sinn
Dómsmálaráðherra hefur virkjað rannsóknarnefnd almannavarna í fyrsta sinn, vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í síðustu viku. Nefndinni er ætlað að rýna og meta almannavarnaraðgerðir og gera tillögur að úrbótum.
Myndskeið
Í engum sérstökum félagsskap við Pólverja
Dómsmálaráðherra lítur ekki svo á að Ísland sé í félagsskap með pólskum stjórnvöldum þótt þau hafi lýst yfir stuðningi við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Stuðningsyfirlýsingin breyti engu um hvernig Ísland reki málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Hafði fulla heimild fyrir nýjum samningum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa haft fulla heimild til þess að semja við yfir- og aðstoðayfirlögregluþjóna um nýtt launasamkomulag sem færir þeim aukin lífeyrisréttindi. Ákvörðunin var umdeild og óskaði dómsmálaráðherra skýringa á henni, sem hún hefur nú fengið.
01.11.2019 - 20:15
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.
Kastljós
Ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist treysta því að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vinni af heilindum í sínu starfi. Þá eigi eftir að koma í ljós hversu lengi hann sinni embættinu áfram. Von sé á skipulagsbreytingum innan lögreglunnar.
Reimar ekki með Haraldi á vegum embættisins
Dómsmálaráðherra segir að embætti ríkislögreglustjóra njóti trausts en vill ekki svara því hvort það eigi einnig við um Harald Johannessen. Þingmenn kalla eftir því vilja að Haraldur víki úr embætti, í það minnsta á meðan lögreglumálið er til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu.
Spennt að takast á við nýju verkefnin
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður næsti dómsmálaráðherra og með því næstyngsti ráðherra sögunnar. Hún segir að tilfinningin sé góð. Hún sé þakklát fyrir að henni sé treyst fyrir þessu stóra verkefni. „Ég er spennt að takast á við öll þau stóru verkefni sem eru undir í þessu ráðuneyti.“
Þórdísi Kolbrúnu líst vel á arftaka sinn
„Mér líst mjög vel á arftaka minn. Ég treysti Áslaugu Örnu mjög vel og er ótrúlega stolt. Hún mun vanda sig og hafa auðmýkt til að leita sér ráðgjafar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra, um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem brátt tekur við því. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins um skipun nýs ráðherra rétt í þessu. Lyklaskipti verði í byrjun næstu viku, segir Þórdís Kolbrún.
Áslaug næstyngsti ráðherra sögunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næstyngsti ráðherra Íslands og yngst kvenna til að taka við ráðherraembætti í sögu landsins. Hún var útnefnd sem nýr dómsmálaráðherra á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag. Áslaug er 28 ára og 9 mánaða í dag en hún verður 29 ára í lok nóvember.
Viðtal
Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þetta rétt í þessu.