Færslur: dómsmálaráðherra

Vill að lögregla fari yfir verkferla
Dómsmálaráðherra hefur farið þess á leit við lögreglu að hún fari yfir og endurskoði verkferla í málum sem tengjast ofneyslu fíkniefna. Hún telur mikilvægt að efla eftirlit með störfum lögreglu og tryggja upplýsingagjöf til aðstandenda látinna.
Breyting ætluð á trúfélagalögum í samræmi við áhættumat
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða ákvæði laga um skráð trú- og lífskoðunarfélög með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra um skýrslugjöf og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna slíkra félaga.
Bandaríkin vilja réttlæti fyrir Daniel Pearl
Jeffrey Rosen settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segist viðbúinn því að meintur morðingi bandaríska blaðamannsins Daniels Pearl verði dreginn fyrir dómara í Bandaríkjunum.
Viðtal
Öllu tjaldað til við að tryggja öryggi íbúa
Allt tiltækt björgunarlið hefur verið ræst út vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Björgunaraðgerðirnar séu mjög stórar. „Við erum komin á neyðarstig og erum að senda lögreglumenn, björgunarsveitarmenn, sérsveitarmenn og landhelgisgæsluna á staðinn,“ segir hún.
18.12.2020 - 17:51
Ríkið samningsbundið til að koma málunum í rétt horf
„Það er minni réttaróvissa en var áður en dómurinn gekk,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, þegar hún er spurð hvort það hafi verið rétt af ríkinu að áfrýja Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstólsins. Ragnhildur segir jafnframt að íslenska ríkið sé samningsbundið til að koma málunum í rétt horf eftir að dómur féll. Enn sé spurning um Landsréttardómarann sem ekki hefur fengið endurskipun.
Viðtal
Óþarfi að bregðast við dómi yfirdeildar
Ekki er þörf á að bregðast við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu segir dómsmálaráðherra. Landsréttur sé löglega skipaður samkvæmt íslenskum lögum. Dómar Mannréttindadómstólsins séu ekki lagalega bindandi hér á landi. Dómurinn sé tekinn alvarlega en Landsréttur muni starfa áfram og ólíklegt að taka þurfi mál upp að nýju, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 
„Það er sannarlega svartur föstudagur í dag“
Svartur föstudagur, öryggi landsmanna og verkfallsrétturinn var meðal þess sem kom fram í máli þingmanna þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum vegna frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um lög þar sem bann er lagt við vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.
Flugvirkjar furða sig á samráðsleysi stjórnvalda
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki haft samband við þá áður en þau samþykktu að setja lög á yfirstandandi verkfall. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi ekki á nokkru stigi málsins haft samband við félagið.
Líta stöðu kjaradeilu flugvirkja alvarlegum augum
Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins. Deiluaðilar funduðu með ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bindur enn miklar vonir við samningar náist. Hún fundar með forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag um stöðuna.
Desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd fasta framfærslugreiðslu í desember, tíu þúsund krónur til fullorðinna og fimm þúsund til barna. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir króna. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið slíkar greiðslur frá því í desember árið 2017, þótt ekki séu í gildi reglur um þær.
Myndskeið
Lagasetning á verkfall til skoðunar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vera til skoðunar. Tryggja verði öryggi almennings og sjófarenda.
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Fangelsisvist fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni
Sá sem í heimildarleysi dreifir ljósmynd um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi í allt að tvö ár, og fjögur ár sé brotið stórfellt. Þetta er meðal þess sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur til í nýju frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum, sem hún lagði fram í dag.
Ísland samþykkir COVID tilmæli Schengen
Ísland hefur samþykkt tilmæli um ferðir fólks milli landa innan Schengen svæðisins á meðan kórónufaraldurinn geisar. Nokkuð langt virðist í að hægt verði að taka þau upp því nærri öll lönd eru rauð í Evrópu, sem þýðir hátt nýgengi smita. Lönd þurfa að vera græn svo hægt sé að ferðast þaðan óhindrað. 
Telja varhugavert að barn geti sjálft breytt nafni sínu
Barnaverndarstofa telur varhugavert að barn geti breytt nafni sínu án aðkomu forsjáraðila frá 15 ára aldri, eins og mælt er fyrir um í frumvarpi um mannanöfn sem nú er til umsagnar. Í umsögn sinni um frumvarpið bendir Barnaverndarstofa á að á Íslandi verði börn lögráða við 18 ára aldur
28.10.2020 - 15:09
Áslaug Arna vonar að Ísland hverfi af gráa listanum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kveðst bjartsýn á að Ísland komist af hinum svokallaða gráa lista sem það lenti á haustið 2019.
21.10.2020 - 05:25
Brýnt að leysa hratt úr lögbannsmálum gegn fjölmiðlum
Lögbann á fjölmiðlaumfjöllun felur fyrir fram í sér takmörkun á tjáningarfrelsi. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar hún mælti á mánudag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um kyrrsetningu og lögbann.
Páll Sverrisson fékk bætur og afsökunarbeiðni
Páll Sverrisson segist hafa fengið milljónir greiddar úr ríkissjóði. Árið 2018 komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann. Auk þess fékk Páll skriflega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
„Frelsissvipting fólks sem ekkert hefur til saka unnið“
„Brottvísunarbúðir eru varðhald sem frelsissviptir fólk sem hefur ekki brotið af sér samkvæmt lögum,“ segir Áshildur Linnet, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Hún segir það skýra afstöðu Rauða krossins að slíkt úrræði skuli alltaf vera það allra síðasta, og að áður en stjórnvöld svipti umsækjendur um alþjóðlega vernd frelsi, þurfi alltaf að reyna til þrautar öll mildari úrræði.  
05.10.2020 - 21:15
Ætlar að náða tugi brotamanna
Brotamenn sem hafa beðið í meira en þrjú ár eftir afplánun í fangelsi, og hafa ekki gerst sekir um alvarlega glæpi, verða náðaðir samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti 30 manns gætu hlotið náðun á næstunni.
Forseti muni ekki skipa biskup
Forseti Íslands mun hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa og ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefndir, sem meðal annars fjalla um agabrot, verða felld úr gildi verði frumvarp dómsmálaráðherra um ný þjóðkirkjulög að lögum.
02.10.2020 - 21:35
Ný refsiákvæði vegna kynferðisofbeldis og umsáturs
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti. Áslaug Arna segir mikilvægt að tryggja rétt fólks til þess að vera látið óáreitt.