Færslur: Dómsmál

Fréttaskýring
Börn Brittu Nielsen dæmd í fangelsi
Börn hinnar dönsku Brittu Nielsen voru í morgun dæmd í eins og hálfs til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt móður sinnar. Þyngsta dóminn fékk yngsta dóttir Nielsen, sem talin er hafa fengið hæstu fjárhæðirnar frá móður sinni. Börnin hafa öll áfrýjað dómnum.
09.07.2020 - 12:37
Næsta skref að skoða rannsókn mála sem tengjast mansali
„Eitt af næstu skrefum er að skoða og rýna rannsókn mála þar sem grunur hefur leikið á að um mansal sé að ræða og athuga hvort sé kannski einhverja meinbugi að finna sem skýra af hverju þessi mál koma ekki til kasta ákæruvaldsins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún er spurð að því hvernig standi til að bregðast við ábendingum til íslenskra stjórnvalda frá bandaríska utanríkisráðuneytinu um aðgerðir gegn mansali.
Francois Fillon bíður dóms
Til stendur að kveða í dag upp dóm yfir Francois Fillon fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var ákærður árið 2017 fyrir að misfara með opinbert fé.
Stefnir Sorpu vegna uppsagnar
Björn H. Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sorpu, hefur stefnt fyrirtækinu og krefur það um 167 milljónir í skaðabætur, miskabætur og vegna uppgjörs námsleyfis.
Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan
Óumdeilt er að Arnar Þór Vatnsdal, sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, eigi bótarétt á grundvelli laga sem samþykkt voru í fyrra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms í málinu. Þetta segir lögmaður hans.  Bótakröfu  Arnars var hafnað fyrr í þessari viku og hyggst hann stefna íslenska ríkinu til greiðslu bóta.
Sonur Tryggva Rúnars hyggst stefna ríkinu
Íslenska ríkið hefur hafnað 85 milljóna bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar - og Geirfinnsmáli. Bótakröfunni hefur verið hafnað á grundvelli þess að  Arnar Þór var ættleiddur þegar hann var tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. Lögmaður hans segir að ríkinu verði nú stefnt.
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07
Lögregla vill geta truflað fjarskipti
Full þörf er á að endurteknar hringingar í Neyðarlínuna án gildrar ástæðu verði gerðar refsiverðar. Þetta kemur fram í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um frumvarp til fjarskiptalaga. Þar segir einnig að lögregla þyrfti að hafa heimildir til að geta óskað eftir truflunum á fjarskiptum á tilteknum svæðum, til dæmis í lögregluaðgerðum þar sem almannahætta er til staðar.
14.06.2020 - 22:26
Sannanir í McCann málinu dygðu ekki fyrir rétti
Hans Christian Wolters, saksóknari í Braunschweig í Þýskalandi, biðlar til fólks, sem var í Algarve í Portúgal þegar Madeleine McCann hvarf þaðan fyrir þrettán árum, um aðstoð við rannsókn á nýjum vísbendingum í málinu. Hann segist hafa sannanir sem dugi þó ekki enn til þess að draga þann grunaða fyrir rétt. 
09.06.2020 - 22:55
Fyrrverandi þingmaður vill verða dómari
14 sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Meðal umsækjenda er Höskuldur Þórhallsson lögmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
08.06.2020 - 23:33
Tryggingargjald Chauvins er 1,25 milljón dalir
Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt George Floyd með því að þrýsta að hálsi hans í tæpar níu mínútur, kom fyrir dómara í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag þar sem upphæð tryggingargjalds hans var kveðin upp,  1.250.000 bandaríkjadalir.
08.06.2020 - 23:04
Björn Ingi, Arnar og Steinn sýknaðir af milljóna kröfu
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Björn Inga Hrafnsson, Arnar Ægisson og Stein Kára Ragnarsson af kröfu Íslandsbanka um að þeir greiddu bankanum tíu milljónir, auk dráttarvaxta, vegna ábyrgðar þeirra á skuldum DV við bankann. Að auki ber bankanum að greiða hverjum þeirra 600.000 krónur í málskostnað.
17 ára unglingur verður áfram í gæsluvarðhaldi
17 ára piltur, sem verið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar fimm vikur, vegna gruns um alvarlega líkamsárás í Jórufelli í Breiðholti 23. apríl, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 25. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2020 - 16:01
Fréttaskýring
Á yfir höfði sér lífstíðardóm
Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm.
08.01.2020 - 15:10
Spegillinn
Aðeins dæmt í 4 mútumálum
Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum á Íslandi sem tengjast mútugreiðslum eða mútuþægni. Refsingar hafa þyngst með árunum. Allt að fimm ára fangelsi er við því að gefa eða bjóða mútur en allt að sex ár við því að þiggja mútur.
04.12.2019 - 16:56
Viðtal
Oftast dæmdar hærri bætur vegna kynferðisbrota
Það gætir ákveðins misskilnings í umræðunni um miskabætur. Þetta er mat Tómasar Hrafns Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns og aðjúnkts við Lagadeild Háskóla Íslands. Yfirleitt séu greiddar hærri miskabætur vegna kynferðisbrotamála en ólögmætra uppsagna. Hann er þeirrar skoðunar að bætur vegna alvarlegra kynferðisbrota ættu að vera hærri en bætur vegna ólögmætra uppsagna.
Myndskeið
Veittu hinum grunuðu eftirför fyrir handtöku
Mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir stórfellda framleiðslu á amfetamíni lögðu mikið á sig til að hylja slóð sína. Mál þeirra verður tekið fyrir í héraðsdómi í lok næstu viku.
13.09.2019 - 10:26
Eiríkur fremstur í menntun og samningu dóma
Eiríkur Jónsson prófessor var metinn hæfastur þeirra sem sóttu um laust embætti landsréttardómara. Dómnefnd um hæfni umsækjenda skilaði umsögn sinni í dag. Meðal annars var horft til menntunar, starfsreynslu og lögfræðilegrar færni við matið.
26.07.2019 - 18:46
14 ára fangelsi og svipuhögg fyrir þungarokk
Meðlimir írönsku þungarokkshljómsveitarinnar Confesss voru dæmdir í samtals fjórtán og hálfs árs fangelsi í heimalandi sínu fyrir að spila sataníska tónlist, áróður gegn ríkinu, guðlast, viðtöl við bannaðar útvarpsstöðvar og rekstur ólöglegrar undirheimahljómsveitar. Þá voru þeir dæmdir til að þola tugi svipuhögga, eða 74.
11.07.2019 - 06:40
Sara Netanyahu dæmd fyrir spillingu
Sara Netanyahu, eiginkona Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmd fyrir að hafa misnotað ríkisfé. Hún var sökuð um að hafa eytt allt að 100.000 bandaríkjadollurum, eða um 12 milljónir króna í máltíðir, svo sem á lúxusveitingastöðum.
16.06.2019 - 09:59
Krefst þungs dóms í franska Landsbankamálinu
Franskur saksóknari telur að Landsbankinn hafi brotið lög þegar útibú bankans í Lúxemborg seldi ákveðna tegund fasteignalána til húseigenda í Frakklandi fyrir hrunið 2008. Einn níu ákærðra er Björgólfur Guðmundsson fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi Landsbankans. Saksóknari telur Björgólf hafa haft hag af sviksamlegum lánum og fer fram á þyngsta dóminn yfir honum, fimm ára fangelsi og háa sekt. Allir ákærðu hafna sök í þessu áfrýjunarmáli sem saksóknari tapaði á fyrsta dómsstigi.
12.06.2019 - 13:10
Átta ára ákvörðun gæti reynst dýrkeypt
Umboðsmaður Alþingis komst árið 2015 að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur gerði í dag. Átta ára gömul ákvörðun ráðherra um að úthluta makrílkvóta ekki eftir veiðireynslu hafi verið í ósamræmi við lög. Ákvörðunin gæti reynst ríkissjóði dýrkeypt.
06.12.2018 - 21:34
Telja birtingu nafns á vef reglum samkvæmt
Hæstiréttur birti á vef sínum nafn og ýmsar upplýsingar um íbúa á sambýli í lok júní. Nafnið var fjarlægt í ágúst eftir fyrirspurn fréttastofu um málið. Skrifstofustjóri Hæstaréttar segir að það hafi ekki verið brot á reglum að birta nafnið og upplýsingarnar. Hins vegar hafi verið ákveðið að ganga lengra en reglurnar kveða á um og fjarlægja nafnið. Það hafi verið gert vegna viðkvæmrar stöðu íbúans.
05.09.2018 - 14:10
Hyggjast kæra til Mannréttindadómstólsins
Seinfærir foreldrar sem voru sviptir forsjá yfir dóttur sinni í janúar ætla að kæra dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hæstiréttur svipti þá forsjá yfir henni að kröfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún er fjórða barnið sem tekið er af þeim. 
29.06.2018 - 12:31
Viðtal
Mál Freyju: „Fornaldarviðhorf gagnvart fötlun“
„Manni finnst í fljótu bragði að dómurinn sé háður sömu annmörkum og málsmeðferð stjórnvalda og feli jafnvel í sér brot á alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ þetta segir annar lögmanna Freyju Haraldsdóttur um þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri hafi fengið sanngjarna málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu segir dóminn afdráttarlausan, málsmeðferðin hafi ekki falið í sér mismunun.
  •