Færslur: Dómsmál

Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi
Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, játaði í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.
91 milljón í bætur eftir fall í stiga skemmtistaðar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Vörð til að greiða manni 91 milljón króna í skaðabætur. Maðurinn datt í stiga skemmtistaðar árið 2016 og hlaut varanlega höfuðáverka og skerðingar.
06.05.2022 - 13:11
Segja ákærða lækninn ekki starfa við HVest
Læknir á Vestfjörðum sem ákærður er fyrir að hafa hótað eiginkonu sinni að drepa hana með lyfjum og skoða sjúkraskrár hennar hefur ekki starfað við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, HVest, undanfarin ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni.
Ákærður fyrir að hóta lífláti með lyfjum
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Vestfjörðum fyrir áralangt ofbeldi hans gegn eiginkonu hans og þremur börnum. Maðurinn er læknismenntaður og í ákærunni segir að hann hafi hótað konunni að binda enda á líf hennar með lyfjagjöf og skoða sjúkraskrár hennar. Aðalmeðferð málsins verður við héraðsdóm Vestfjarða síðar í þessum mánuði.
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Vörður verður að greiða bifhjólamanni fullar bætur
Hæstiréttur dæmdi tryggingafélagið Vörð í gær til að greiða ökumanni bifhjóls fullar bætur með vöxtum vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Meginrök dómsins eru að félagið hafi látið hjá líða að tilkynna manninum formlega að það hygðist skerða bætur hans og því glatað rétti sínum til þess fyrir tómlæti.
Íslenskt réttarkerfi - úrbóta er þörf
Lögmaður kvenna sem sent hafa kærur um kynferðis- og heimilisofbeldi til Mannréttindadómstólsins segir hollt fyrir íslenskt réttarkerfi að líta í eigin barm. Velta megi fyrir sér hvort ekki þurfi að hugsa málsmeðferð kynferðisofbeldismála alveg upp á nýtt. 
Réttargeðlæknir segir Breivik jafnhættulegan og áður
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik er jafnhættulegur samfélaginu og fyrir tíu árum. Þetta er mat réttargeðlæknis sem bar vitni á öðrum degi málflutnings varðandi umsókn hans um reynslulausn.
Niðurstöðu að vænta í máli Djokovic
Málflutningi er nú lokið í máli serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic sem verst því að verða vísað frá Ástralíu. Lögmenn hans sögðu kröfu stjórnvalda um brottrekstur hans svo skömmu fyrir upphaf Opna ástralska meistaramótsins ósanngjarna og órökrétta.
Ögurstund í máli Djokovic í dag
Málflutningur stendur nú yfir í Melbourne þar sem serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic verst því að verða vísað frá Ástralíu. Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst á mánudag.
Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Krefur liðsmenn Nirvana enn um bætur vegna ljósmyndar
Spencer Elden hefur höfðað enn eitt málið á hendur liðsmönnum bandarísku rokksveitarinnar Nirvana. Mynd af Elden fjögurra mánaða gömlum prýddi umslag plötunnar Nevermind árið 1991. Hann sakar nú hljómsveitina um kynferðislega misneytingu.
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Sáttagerð Epsteins og Guiffre opinberuð í næstu viku
Sáttagerð frá árinu 2009 milli bandaríska fjármálamannsins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein og Virginiu Giuffre verður gerð opinber á næstu dögum. Guiffre hefur sakað Andrés hertoga af Jórvík um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir tuttugu árum.
Fór smitaður á næturklúbb og gæti endað í fangelsi
Ungur Ástrali gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og háa fjársekt fyrir að hunsa heilbrigðisreglur. Hann greindist smitaður af COVID-19 en ákvað að bregða sér á næturklúbb í stað þess að fara í sóttkví.
29.12.2021 - 03:46
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Dómur yfir varaformanni Danska þjóðarflokksins ógiltur
Eystri Landsréttur í Danmörku úrskurðaði í dag að héraðsdómari hefði verið vanhæfur að kveða upp úrskurð í máli Morten Messerschmidt varaformanns Þjóðarflokksins. Niðurstaða dómsins er því dæmd ómerk og henni vísað í hérað að nýju.
Íhugar málssókn vegna sögusagna um kynleiðréttingu
Brigitte Macron eiginkona Frakklandsforseta ætlar að bregðast við samsæriskenningum þess efnis að hún hafi fæðst karlkyns og hafi farið í gegnum kynleiðréttingarferli.
Tvö metin jafnhæf til að gegna embætti héraðsdómara
Dómnefnd gat ekki gert upp á milli tvegga umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík. Nefndin telur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann hins vegar hæfastan til að gegna embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands.
„Kjaftshögg fyrir mig og aðra þolendur ríkisofbeldis“
María Sjöfn Árnadóttir, segir svar dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn frá fréttastofu CNN vera kjaftshögg fyrir sig og aðra þolendur ríkisofbeldis. Hún kærði þáverandi kærasta sinn til lögreglu fyrir gróft ofbeldi, en málið var látið niður falla. Hún kærði málsmeðferðina í framhaldi til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Maxwell neitaði að bera vitni fyrir dómi
Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í brotunum neitaði að bera vitni fyrir rétti í New York í dag.
Rod Stewart og sonur játa minni háttar líkamsárás
Breska poppstjarna Sir Rod Stewart og Sean sonur hans hafa lýst sig seka um minniháttar líkamsárás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara en hvorugur feðganna þarf að greiða sekt eða sæta fangelsi vegna málsins.
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
Verður ekki lögsóttur vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða
Dómari í Suður-Ameríkuríkinu Perú úrskurðaði á föstudag að ekki mætti lögsækja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða sem talið er að gerðar hafi verið í stjórnartíð hans.