Færslur: Dóms- og lögreglumál

Ölvunarakstur víða í borginni í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti níu ökumönnum sem grunaðir voru um ölvunarakstur í gærkvöld og nótt. Einn ók á umferðarljós í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
12.07.2020 - 08:25
Sló afgreiðslumann í andlitið
Líkamsárás var tilkynnt til lögreglu korter fyrir átta í gærkvöldi. Maður sló afgreiðslumann í verslun í 101 í andlitið og skemmdi borð í búðinni. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom en málið er í rannsókn.
Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Rannsókn lokið á máli Kristjáns Gunnars
Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við HÍ er nú lokið. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sé nú hjá ákærusviði lögreglunnar þar sem ákvörðun verður tekin um ákæru.
Kennsl borin á fólkið sem lést í eldsvoðanum
Rannsókn lögreglu á bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu miðar vel. Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á fólkið sem lést í brunanum. Þau voru öll þrjú pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi.
Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Karlmaður á fimmtugsaldri er ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem komu til hans í meðhöndlun vegna stoðkerfisvanda. Rannsókn málsins hófst árið 2018, en málin eru frá árinu 2007 til 2017.
Hlaut höfuðáverka eftir líkamsárás
Líkamsárás og hótanir voru tilkynntar til lögreglu um klukkkan tvö í nótt í Breiðholti. Lögregla handtók árásarmanninn á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu í nótt. Þolandi var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka.
Lögregla rak partígesti í háttinn
Á níunda tímanum í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um háreysti frá samkvæmi í vesturbæ Reykjavíkur. Voru gestir beðnir um að yfirgefa gleðskapinn, enda kominn tími til að fara í háttinn eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglu.
Brá fæti fyrir lögreglumann við skyldustörf
Lögreglumaður handleggsbrotnaði við störf í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar vegfarandi brá fyrir hann fæti. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir málið litið alvarlegum augum og að það verði kært.
Ráðist á lögreglumann og hann handleggsbrotinn
Meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru afskipti af ölvaðri konu á rafskutlu, sem hafði stofnað sjálfri sér og öðrum í hættu og handtaka manns sem gekk um miðborgina vopnaður kylfu. Ráðist var á lögreglumann við störf í miðborginni, hann er talinn vera handleggsbrotinn eftir árásina og þá fékk lögregla fjölmörg útköll vegna hávaða í samkvæmum í heimahúsum.
Þurftu aðstoð lögreglu vegna ölvaðs strætófarþega
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt að vanda í gærkvöld og í nótt. Meðal þeirra voru þjófnaðarmál, grunur um akstur undir áhrifum og þá þurfti lögregla að veita aðstoð við að vísa ölvuðum manni út úr strætisvagni.
44 þúsund komin með stafrænt ökuskírteini
44 þúsund manns eru nú komin með stafrænt ökuskírteini að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur, markaðsstjóra Stafræns Íslands sem heldur úti vefnum Ísland.is.
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.
Maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bíl
Umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrr í vikunni þegar maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bifreið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
MDE fjallar um mál Magnúsar Guðmundssonar
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Hann lagði fram kæru vegna mögulegs vanhæfis tveggja dómara sem dæmdu í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða árið 2016.
Líkamsárás á Granda
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt voru af ýmsum toga. Á fjórða tímanum var tilkynnt um líkamsárás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með áhaldi. Grunaður árásarmaður var handtekinn og sá sem fyrir árásinni var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Reyndi að stela áfengi af veitingastað
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gærkvöld voru af ýmsu tagi. Meðal þeirra voru afskipti af manni sem hafði reynt að stela áfengisflöskum af veitingastað, af manni sem grunaður er um að hafa stolið nokkrum vespum og barnahjóli og þá tengdust nokkur verkefni lögreglu ræktun og sölu fíkniefna.
Francois Fillon bíður dóms
Til stendur að kveða í dag upp dóm yfir Francois Fillon fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var ákærður árið 2017 fyrir að misfara með opinbert fé.
Afstaða styður frumvarp um afglæpavæðingu
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna.
29.06.2020 - 00:48
Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.
Reyndu að veitast að lögreglu
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt.  Tveir  gistu fangageymslur og er annar þeirra grunaður um líkamsárás.
Ákærður fyrir morð og morðtilræði
Breska lögreglan ákærði í dag mann sem myrti þrjá í hnífaárás í Reading um síðustu helgi fyrir morð og morðtilræði. Auk hinna látnu særðust þrír til viðbótar alvarlega í árásinni, sem lögregla rannsakaði sem hryðjuverk.
Brynjar Leó er fundinn
Brynjar Leó Hjartarson, 16 ára sem lögregla lýsti eftir í gær er kominn fram.
27.06.2020 - 05:56
Myndskeið
Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi
Tveir létust á vettvangi brunans í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær. Einn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi slökkviliðsmanna við reykköfun inni í brennandi húsinu.
Myndir
Slökkvistörfum lauk hálffjögur í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum klukkan hálf fjögur í nótt á vettvangi brunans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þá voru fjórir menn á vegum slökkviliðsins enn að störfum. Stórum hluta af brunarústum hússins hefur verið mokað í burtu.