Færslur: Dominos-deild karla

Bandaríkjamaður stýrir Þórsurum
Þór á Akureyri tilkynnti um ráðningu nýs þjálfara fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta í dag. Bandaríkjamaðurinn Andy Johnson mun stýra liðinu næstkomandi vetur.
01.08.2020 - 14:15
Viðtal
„Vildum bara fá smá vinnufrið“
Talsvert hefur gustað um lið KR í körfubolta undanfarnar vikur. Þjálfaramálin hafa verið ofarlega á baugi en einnig hafa sterkir leikmenn yfirgefið kvennaliðið og kvartað undan því að illa hafi gengið að fá svör frá forráðamönnum liðsins.
Frá Njarðvík til Grindavíkur
Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið í raðir Grindavíkur frá grannliðinu Njarðvík fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag.
16.05.2020 - 18:00
Viðtal
„Kveð klúbbinn með miklum söknuði“
Inga Þór Steinþórssyni var sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta á fimmtudag en brottreksturinn var staðfestur af félaginu í dag. Inga hefur aldrei verið sagt upp á löngum þjálfaraferli en segist þó ekki bera neinn kala til KR þrátt fyrir uppsögnina.
10.05.2020 - 17:15
KR staðfestir uppsögn Inga
Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í dag uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara karlaliðs félagsins. RÚV greindi fyrst frá uppsögninni á fimmtudag en tíðindin fengust ekki staðfest fyrr en í dag. Arftaki Inga Þórs í starfi hefur ekki verið ráðinn.
10.05.2020 - 14:05
Tíðinda að vænta úr Vesturbæ í fyrramálið
Forráðamenn körfuknattleiksdeildar KR hafa enn ekkert sagt varðandi þjálfaramál karlaliðs félagsins. RÚV greindi frá því á fimmtudag að Inga Þór Steinþórssyni hefði verið sagt upp sem þjálfara liðsins.
09.05.2020 - 18:40
Veik von Keflavíkur lifir
Keflavík vann öruggan 78-63 sigur á Þór frá Þorlákshöfn í lokaleik næstsíðustu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Liðið á enn möguleika á deildartitlinum fyrir lokaumferðina en Þórsarar geta ekki lengur komist í úrslitakeppnina.
13.03.2020 - 22:10
Þórsarar halda í vonina eftir ótrúlegan sigur
Lið Þórs frá Akureyri vann magnaðan endurkomusigur á Grindavík er liðin áttust við í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta norðan heiða í kvöld. Þórsurum dugði ekkert annað en sigur til að eygja von á sæti meðal þeirra bestu að ári.
13.03.2020 - 20:25
Keflavík saxar á forskot Stjörnunnar á toppnum
Keflavík færði sig nær Stjörnunni á toppi Dominos-deildarinnar með öruggum 73-118 sigri á botnliði Fjölnis í Dalhúsum í kvöld.
Formaðurinn ósáttur við yfirlýsingu Brynjars
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segist ósáttur við yfirlýsingu Brynjars Þórs Björnssonar, leikmanns liðsins, þess efnis að hann vilji ekki spila leik félagsins við Stjörnuna í Dominos-deildinni annað kvöld. Yfirlýsingin hafi verið gefin út án alls samráðs við félagið.
05.03.2020 - 13:30
Neitar að spila og hvetur til frestunar vegna COVID-19
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í körfubolta, mun ekki spila leik KR við Stjörnuna á föstudagskvöld vegna COVID-19 veirunnar. Hann hvetur íþróttahreyfinguna til að fresta leikjum vegna óvissuástands sem stafar af veirunni.
05.03.2020 - 12:50
ÍR í úrslitakeppnina eftir sigur á Þórsurum
19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta kláraðist í kvöld með tveimur leikjum. ÍR tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni í vor og þá unnu fallnir Fjölnismenn ansi óvæntan sigur.
02.03.2020 - 21:30
KR lagði Keflavík - Þórsarar í fallsæti eftir tap
18. umferð Dominos-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. Margra augu voru á leik Íslandsmeistara KR við Keflavík í Vesturbæ Reykjavíkur.
07.02.2020 - 22:00
Magnaður sigur Vals á toppliðinu
Ansi óvænt úrslit urðu í fyrsta leik kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fallbaráttulið Vals vann þar 30 stiga sigur á toppliði Stjörnunnar sem hafði ekki tapað síðan í október.
07.02.2020 - 20:15
Mikilvægur sigur Grindavíkur á Þórsurum
Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor.
06.02.2020 - 21:15
Tindastóll í þriðja sæti eftir sigur á meisturunum
Fjórir leikir voru á dagskrá í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikir kvöldsins voru jafnir og spennandi en stærsti sigur kvöldsins var með átta stiga mun.
02.02.2020 - 21:55
Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram
Stjarnan vann sinn tólfta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta þegar þeir unnu Njarðvík 89-84 í hörkuleik í Garðabænum.
Mikið skorað er Íslandmeistararnir komust á sigurbraut
Þrír leikir voru á dagskrá í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar, KR og Tindastóll unnu öll sína leiki í kvöld og eru jöfn að stigum í 3.-5. sæti deildarinnar.
30.01.2020 - 21:15
Öruggur sigur Keflavíkur á Hlíðarenda
16. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hófst í kvöld með einum leik. Keflavík átti í litlum vandræðum með Val að Hlíðarenda.
29.01.2020 - 19:50
Sigrar hjá Njarðvík, KR og Haukum
Fimmtánda umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hófst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvík og Grindavík mættust þar í Suðurnesjaslag.
23.01.2020 - 21:00
Keflavík vann grannaslaginn og fer á toppinn
Þrír leikir voru á dagskrá í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík jafnaði Stjörnuna að stigum á toppi deildarinnar er liðið vann Njarðvík í Reykjanesslag.
16.01.2020 - 21:50
Tindastóll stöðvaði Njarðvík - Þór vann botnslaginn
Tveir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma og Þór frá Akureyri vann botnslag.
10.01.2020 - 22:45
KR vann eftir framlengingu - Langþráður sigur Þórs
Fimm leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfubolta í dag. Valsmenn unnu langþráðan sigur og Njarðvík vann sinn sjöunda sigur í röð. Þá unnu Íslandsmeistarar KR seiglusigur í Grindavík.
05.01.2020 - 21:50
Semur við ÍR eftir allt
Svissneski landsliðsmaðurinn Roberto Kovac hefur samið við körfuknattleiksdeild ÍR um að leika með félaginu út leiktíðina. Kovac samdi við félagið í sumar en hann var seldur til Cibona í Króatíu áður en hann gat leikið með ÍR.
20.12.2019 - 20:30
Sjöunda tap Valsmanna í röð
Ellefta umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hófst í kvöld með leik Vals og Hauka að Hlíðarenda. Þar töpuðu Valsmenn sínum sjöunda leik í röð í deildinni.
18.12.2019 - 22:00