Færslur: Dominos deild karla

„Sé okkur alveg fara í úrslitakeppnina“
Lið Hattar í körfubolta karla leikur að nýju í Dominos-deildinni á komandi leiktíð. Liðið gekk í dag frá samningi við Sigurð Gunnar Þorsteinsson og ætla Hattarmenn sér stóra hluti.
10.06.2020 - 19:15
Keflavík saxar á forskot Stjörnunnar á toppnum
Keflavík færði sig nær Stjörnunni á toppi Dominos-deildarinnar með öruggum 73-118 sigri á botnliði Fjölnis í Dalhúsum í kvöld.
Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram
Stjarnan vann sinn tólfta sigur í röð í Dominos-deild karla í körfubolta þegar þeir unnu Njarðvík 89-84 í hörkuleik í Garðabænum.
Fjórir leikir í körfunni í kvöld
Þrír leikir fara fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og einn í Dominos-deild kvenna. Allir leikirnir byrja klukkan 19:15.
Stjarnan á toppinn með sigri á Tindastól
Stjarnan komst á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með sigri á Tindastól í Garðabænum í kvöld. Þór vann Þór Þorlákshöfn á Akureyri og Grindavík laut lægra haldi fyrir Haukum í Grindavík.
17.01.2020 - 22:17
ÍR knúði fram oddaleik gegn Njarðvík
ÍR knúði fram oddaleik í einvígi sínu við Njarðvík í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Liðið vann 87-79 sigur í Breiðholti í kvöld.
29.03.2019 - 22:07
Brynjar skaut Blika í kaf
Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir leiki kvöldsins eru Tindastóll og Njarðvík áfram á toppi deildarinnar.
09.12.2018 - 21:10
Ótrúleg endurkoma Njarðvíkur gegn Keflavík
Síðari leik dagsins í Dominos deild karla í körfubolta er lokið en þar var um sannkallaðan nágrananslag að ræða þar sem Njarðvík og Keflavík mættust í Ljónagryfjunni. Leikurinn var hreint út sagt mögnuð skemmtun og spennan var rafmögnuð í síðasta fjórðung leiksins. Á endanum var það svo að Njarðvík vann leikinn með sjö stiga mun, lokatölur 97-90. Þeirra fyrsti sigur gegn Keflavík á heimavelli síðan 2012.
05.10.2018 - 22:27
Stjarnan kom til baka og lagði ÍR
Fyrri leik dagsins í Dominos deild karla í körfuknattleik er lokið en Stjarnan lagði ÍR í Garðabænum með 17 stiga mun í leik þar sem Breiðhyltingar byrjuðu af miklum krafti en heimamenn komu til baka og lönduðu á endanum sigri. Lokatölur í Garðabænum 94-77 Stjörnunni í vil.
05.10.2018 - 20:25
Paul Anthony Jones í Garðabæinn
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Paul Anthony Jones um að leika með liðinu á komandi leiktímabili í Dominos deild karla í körfubolta. Jones kemur til Stjörnunnar frá Haukum þar sem hann varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en liðið datt út gegn verðandi Íslandsmeisturum KR í úrslitakeppninni.
24.08.2018 - 17:00
Emil Barja genginn til liðs við KR
Emil Barja hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann kemur frá Haukum. Samningur Emils er til tveggja ára. Þetta kom fram á blaðamannafundi KR nú rétt í þessu. Við sama tilefni framlengdi Björn Kristjánsson samning sinn við KR.
18.07.2018 - 17:15
Viðtöl
Er fáránlegt og á ekki heima í körfubolta
„Það má orða það svolítið svoleiðis,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, í leikslok, spurður um grátlegan endi á þriðja leik Tindastóls og KR í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurkörfu leiksins skoraði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fjórfaldra Íslandsmeistara KR, í þann mund sem leiktíminn rann út en Pétur dekkaði Brynjar í lokasókn leiksins. 
25.04.2018 - 22:42
KR vann í rafmögnuðum leik á Króknum
Tindastóll og KR mættust í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Staðan fyrir leik kvöldsins var 1-1 en leikurinn í kvöld var sá mest spenanndi til þessa. Eftir rafmagnaðar lokamínútur var það Brynjar Þór Björnsson sem tryggði KR ótrúlegan tveggja stiga sigur, 77-75.
25.04.2018 - 21:22
KR í úrslit fimmta árið í röð
Sigur KR gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld þýðir að KR er nú á leiðinni í úrslit Íslandsmótsins fimmta árið í röð. Lokatölur 85-79 og verða það því KR sem mæta Tindastól í úrslitum Íslandsmótsins líkt og í úrslitum Maltbikarsins fyrr í vetur en þar fóru Stólarnir með sigur af hólmi.
14.04.2018 - 21:43
Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR
Ríkjandi Íslandsmeistarar KR hafa fengið aldeilis góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í úrslitakeppninni í körfubolta en Marcus Walker mun spila með liðinu út úrslitakeppnina. Hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður lék með KR árið 2011 og átti hann stóran þátt í því að KR landaði titlinum það árið.
14.04.2018 - 10:45
Tindastóll komið í úrslit Íslandsmótsins
Tindastóll komst í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í körfubolta eftir rafmagnaðan leik gegn ÍR en Tindastóll vann á endanum með þriggja stiga mun, lokatölur 90-87. Þar með er ljóst að Tindastóll vinnur einvígið samtals 3-1 og er komið í úrslit þar sem þeir geta mætt Haukum eða KR.
13.04.2018 - 21:17
Viðtal
KR og Tindastóll einum sigri frá úrslitum
KR og Tindastóll eru komin 2-1 yfir í einvígum sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Vesturbæingar unnu eins stigs sigur á Haukum í æsispennandi leik að Ásvöllum í kvöld, lokatölur 84-83. Tindastóll vann ÍR örugglega í Breiðholtinu í kvöld, lokatölur 84-69.
11.04.2018 - 22:12
Hvaða lið taka forystuna í kvöld?
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld. KR heimsækir Hauka í Hafnafjörðinni og Tindastóll heimsækir ÍR í Breiðholtið. Staðan í báðum einvígum er 1-1 og því er ljóst að tvö lið verða aðeins einum sigri frá úrslitarimmunni sjálfri eftir leiki kvöldsins.
11.04.2018 - 18:00
Viðtöl
KR jafnaði einvígið eftir sigur í framlengingu
KR og Haukar áttust við í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Heimamenn fóru með sigur af hólmi eftir framlengingu. Lokatölur 88-80 og staðan í einvíginu þar með orðin jöfn, 1-1.
09.04.2018 - 22:01
ÍR jafnaði metin með sigri á Sauðárkróki
ÍR jafnaði í kvöld metin gegn Tindastóli í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos deildar karla þegar liðið vann 9 stiga sigur á útivelli. Lokatölur 106-97 ÍR í vil og staðan í einvíginu þar með orðin 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaviðureignina.
08.04.2018 - 20:29
Einar Árni tekur við Njarðvík á nýjan leik
Einar Árni Jóhannesson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta á nýjan leik en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Einar Árni tekur við af Daníeli Guðna Guðmundssyni en Einar ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá Njarðvík þar sem hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2006.
25.03.2018 - 15:25
KR og ÍR byrja úrslitakeppnina á sigri
Úrslitakeppni Dominos-deildar karla hófst í kvöld en ríkjandi Íslandsmeistarar KR unnu Njarðvík örugglega í Vesturbænum og ÍR vann Stjörnuna í Breiðholti.
15.03.2018 - 21:51
Viðtöl
Mikil spenna á toppnum - Botnliðið vann
Alls fóru fimm leikir fram í Dominos-deild karla. Njarðvík vann nágranna sína í Grindavík, ÍR vann Val að Hlíðarenda, Tindastóll og Stjarnan unnu góða útisigra og þá vann botnlið Hattar mjög óvæntan sigur á Keflavík í Keflavík. Mikil spenna er á toppi deildarinnar en alls eru fjögur lið jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins.
12.02.2018 - 22:23
KR valtaði yfir Grindavík og fór á toppinn
Einn leikur fór fram í Dominos-deild karla í kvöld en KR-ingar unnu leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 102-72. Sigur heimamanna þýðir að þeir eru jafnir Haukum að stigum á toppi deildarinnar.
09.02.2018 - 21:46
Viðtal
Sterkur sigur Þórs á ÍR
Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og lagði ÍR í eina leik kvöldsins í Dominosdeild karla. Þór eygir enn von um sæti í úrslitakeppninni.
07.02.2018 - 21:34