Færslur: Dominos

KFC, Dominos, N1 og Olís rökuðu inn með ferðagjöfinni
Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dominos Pizza, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hefur verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana. Flughermirinn Fly Over Iceland situr þó á toppnum, með 48 milljónir króna í kassanum vegna ferðagjafarinnar.
31.05.2021 - 12:15
Birgir kaupir Domino's á Íslandi enn á ný
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt Domino’s á Íslandi. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenska rekstrarfélag Domino’s, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni.
29.03.2021 - 08:32
Stefnir í mikið tap á sölu Domino's á Íslandi
Frá októberlokum hefur staðið yfir formlegt söluferli á starfsemi Domino's á Íslandi og stefnir í mikið tap fyrir núverandi eigendur.
15.12.2020 - 09:25
Viðtal
Ísland grafreitur alþjóðlegra skyndibitakeðja
Flatbökusjúkir Íslendingar sem reiða sig á þriðjudagstilboð Dominos geta andað léttar. Það verða engar truflanir á rekstri skyndibitakeðjunnar þó að breski eigandinn hyggist selja starfsemina á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð.  Spegililnn hitti Birgi Örn Birgisson, forstjóra keðjunnar hér, á Dómínos í Skeifunni. 
17.10.2019 - 19:07